Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 32

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 32
tekin hvort af öðru, að við höf- um ekki séð neitt annað, sagði Jack Belton andvarpandi. — Þið voruð þrjá stundar- fjórðunga að aka hingað frá Wexmore. Það er mjög langur tími. Stönzuðuð þið eitthvað á leiðinni? — Já, það er rétt. — Jennifer greip snöggt um ennið. Henni hafði loksins dottið nokkuð í hug. — Bíllinn, sem var bilað- ur, og komst ekki áfram. Við höfum bæði gleymt honum, Jack. — Já, einmitt, en nú man ég vel eftir því. . . . Litli lögregluforinginn Abel og stóri yfirlögregluþjónninn Needham hlustuðu af mikilli at- hygli á frásögn Quarles. — Allar sannanir í málinu bentu eindregið á sekt frú He- witt, en samt sem áður dró ég alltaf í efa, að hún væri rógber- inn, sagði Quarles. í fyrsta lagi er það ljóst, að hún forðaðist fólk. Hvernig átti hún þá að þekkja allar slúðursögurnar í bænum? . . . í öðru lagi virtist það mjög ósennilegt að hinn nafnlausi rógberi myndi leggja bréf sín 1 póstkassa, sem stóð rétt fyrir utan hús hennar. Ég hef nú reynt að leysa málið á þeim grundvelli, að sá seki hafi ætlað sér að nota frú Hewitt sem sektarlamb og að frú Hewitt hafi komizt að því, hver það var, sem reyndi að koma sökinni yf- ir á. hana, og að það hafi verið ástæðan til þess að hún var myrt. — Og að hverju hafið þér komizt? spurði lögreglufulltrú- inn og brosti efasemdafullur. — Að þessi niðurstaða mín er alveg rétt. Bréfritarinn gerði frú Hewitt grunsamlega vegna þess að fólkið hér í bænum taldi hana mjög sérvitra og ef til vill -geggj- aða. En hún var nú hreint ekki svo vitlaus, því að hún gat lagt saman tvo og tvo og fengið út fjóra. Hún komst að því hver rógberinn var og þess vegna var hún myrt. — Ágizkanir og tilhæfulausar fullyrðingar, sagði lögreglufor- inginn æstur. — Ég beygi mig aðeins fyrir staðreyndum. — Ég hef leyst gátuna með aðstoð bréfsins til Jennifer Wat- erlow, sagði Quarles. — Það fannst í póstkassanum klukkan hálf-níu á laugardagsmorguninn og í því var talað um dansleik, sem fór fram kvöldið áður. Þar hafði Jennifer verið í ljósrauð- um kjól, sem hún notaði í fyrsta skipti. Hún taldi sjálf, að einn maður hér 1 bænum hefði séð hana og hefði sagt frú Hewitt 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.