Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 36

Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 36
stöðugt, og 1 gremju þeytti hún ‘upp hurðinni og hrópaði: „í guðs bænum hættið þér og reynið heldur að hjálpa mér.“ Hún heyrði lágan hlátur. „Það varð að vera — kven- maður.“ Hún reyndi að sjá framan í manninn í ógreinilegri birtunni, en hann varð fyrri til. Sígarettu- kveikjari small, og loginn blind- aði hana snöggvast — svo slökkti hann snöggt, og röddin sagði aft- ur: „Ertu raunveruleg, — eða ertu bara hér til að villa saklausa ferðamenn?“ Helga stappaði í forina. „Reynið þér nú að tala af skynsemi. Bíllinn er bilaður, og ef þér ætlið að komast lengra, verðið þér að draga hann sjálfur af veginum, ég geri það ekki með handafli.“ Nú skellihló hann. Helga esp- aðist við hláturinn-----. „Auk þess verður tjaldið mitt gegnblautt ef ég læt það liggja lengur.“ „Jæja, ætlarðu að tjalda hér —?“ „Já,“ sagði hún snúðugt. „Reynið þér að koma yður að verki.“ Hann smeygði sér út úr bíln- um og fór í regnkápu og nú sá hún að hann var ungur, herða- breiður og snöggklipptur, og ó- sjálfrátt fannst henni hún vera alltof drusluleg og illa útleikin. Hann virti hana fyrir sér og sagði svo: „Þú ert alveg gegn- blaut.“ Það var umhyggja í rödd hans, sem kom henni á óvart. Snöggv- ast brosti hún, svo yppti hún öxl- um og sagði, að hún yrði varla blautari, úr því sem komið væri. Þau snéru sér að bílnum. og þeim gekk fljótt að draga hann af veginum, út á troðninginn. Helga horfði á hann leysa drátt- arreipið af bílnum og koma því fyrir í geymslunni. Henni var orðið gegnkalt, og hún kveið því að sjá hann hverfa út í nóttina. Hann smellti aftur farangurs- geymslunni, leit á hana og spurði formálalaust: „Hvar er tjaldið þitt?“ Hún lagði af stað og mótmælti ekki, þegar hún hrasaði og hann tók um mitti hennar án þess að sleppa takinu aftur. Hann reisti tjaldið með nokkrum öruggum handtökum, sótti segldúk og breiddi í botninn, og einnig teppi úr báðum bílunum. Örmagna skreið Helga inn i tjaldið. Hann vafði um hana teppi færði hana úr skónum og nuddaði fætur hennar, og smám saman færðist líf í kalda limi hennar. 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.