Heimilisritið - 01.11.1955, Page 37

Heimilisritið - 01.11.1955, Page 37
„Hvað heitirðu?“ spurði hún; þéringarnar höfðu horfið sjálf- krafa. „Illugi,“ svaraði hann. „Og þú?“ „Helga.“ Hvorugt fann þörf fyrir að kynna sig nánar. Hann fór út og sótti handklæði í f arangur sinn — og rétti henni það inn um tjald- opið. Kynleg tilfinning greip hana meðan hún afklæddi sig. Þarna stóð hún, allsnakin, 1 tjaldi lengst uppi í sveit, og fyr- ir utan stóð alókunnugur maður, og hún heyrði hvernig regnið buldi á regnfrakkanum hans. Hún hnipraði sig saman í tepp- unum, þegar hún hafði nuddað sig með grófu handklæðinu, og fór aftur að skjálfa. Hann kom inn og stakk log- andi sígarettu milli vara henn- ar, og um leið strukust fingur hans um vanga hennar. Svo smellti hann kveikjaranum og leit framan í hana. Augu þeirra mættust. Drottinn minn, hvað hún er falleg, hugsaði hann. Hann lang- aði til að strjúka votan toppinn frá enni hennar — hún var svo lítil og hjálparlaus. Hún sogaði að sér reykinn, og svelgdist á —. Hún settist upp og hóstaði, og teppið rann út af öxlum henn- ar. Illugi sá móta fyrir boglínum hvítra brjóstanna í myrkrinu og ósjálfrátt greip hann um naktar axlir hennar.Hún færði sig ekki, en skalf lítið eitt og drap í sígar- ettunni. „Ég kann ekki að reykja, 111- ugi.“ Augu þeirra mættust í rökkrinu og það fór um hana heitur straumur. Andlit hans var grafið við háls hennar. „Ó, Helga -“ „Ég veit það,“ sagði hún stillt, með varirnar við eyra hans. „Þetta hlaut alltaf að ske, ég vissi alltaf að ég myndi hitta þig fyrr eða síðar.“ Hann lék að hári hennar með annarri hendinni. „Ég hélt að þú værir draum- sýn fyrst,“ sagði hann. „Nú veit ég að þú ert raunveruleg, og ég ætla ekki að sleppa þér aftur.“ Löngu síðar, þegar rigningunni var slotað og farið var að lýsa af degi, lá hann og horfði á fal- legt og friðsælt andlit hennar sofandi á armi sínum. Loksins hafði hann fundið hana, litlu, brúneygu stúlkuna, sem hann hafði svo oft dreymt um. Hann hafði bara aldrei ímyndað sér að veruleikinn yrði svona líkur draumnum. Hún' opnaði augun, og þau horfðu lengi þögul hvort á annað. Svo teygði hún út höndina og strauk fingrunum létt um kinn hans — NÓVEMBER, 1955 35

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.