Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 46

Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 46
„Guð minn góður,“ sagði hún, „hvað ég hata hunda!“ ,Hvers vegna eigið þér þá hund?“ spurði hann hlæjandi. „Hann pabbi átti hann. Einhverra hluta vegna, þótti honum vænt um ófétið. Ég kann því illa við að farga honum. Ef hann bara hefði ekki svona hátt. En ég geri ráð fyrir, að yður þyki gaman að hundum?" í Labrador hafði Grænlandshundur bitið Graham illilega. írskur úlfhundur, sem hann af góðsemi fór mcð í göngu- túr fyrir vin sinn, hafði togað hann út í tjörn og næstum drekkt honum. I Leicestershire hafði gestgjafi hans eitt sinn neytt hann á refaveiðar, og hann hafði orðið að ríða í heilan dag á eftir hávaðasömum flokki refahunda. Nálægt Alice Springc í Ástralíu höfðu sléttu- hundar eitt sinn eyðilagt fyrir honum tækifæri til þess að ná myndum af ken- gúrum, og síðan elt hann heim í tjald- stað og hálfdrepið hann úr hræðslu. Auk þess hafði hið taugaveiklaða gjamm í kjölturökkum Violet frænku hans allt- af verið honum til mesta ama. Honum var því í stuttu máli ekkert um hunda, og hann sagði það. Það hýrnaði svipur- in'n á stúlkunni, en dökknaði aftur, þcg- ar hann bætti við: „Og það sem meira er, ég er dauð- hræddur við þá.“ Stúlkan hafði verið að virða hann fyr- ir sér. Skyndilega hýrnaði hinn fagri svipur hennar afmr: „Þér hræddur? O, ég sk.il, auðvitað, hvernig þér skrifið alltaf, hve hræddur þér hafið verið, ég á við í bókum yðar, þegar eitthvað hættulegt var á seiði. En ég tók það fyrir uppgerð. Lítillæti hetj- unnar, þér skiljið." Graham hló að þessari hreinskilni. „Það er nú eiginlega hvort tveggja,“ sagði hann. „Þér munduð verða undr- andi yfir, hve ágætum bókmenntalegum áhrifum má ná, með því að vera hrein- skilinn. En meðal annarra orða, hvernig þekktuð þér mig?“ „Ó,“ sagði hún, „ef þér viljið ekki láta þckkja yður, þá skuluð þér ekki hafa mynd af yður á kápunni á bókum yðar. En vantaði yður annars eitthvað?“ „Já, að fá lánaðan síma. Bíllinn minn er bilaður.“ „Þá vantar yður ekki síma. Yður vantar viðgerðamann." „Ég hélt að sími væri fyrsta sporið í áttina að fá viðgerðamann." „Þér getið sleppt því. Hvar er bíll- inn?“ „Um hálfa mílu niður eftir veginum.“ „Við skulum þá halda af stað.“ „Eigið þér við, að þér séuð bifvéla- virki?“ „Af sannri köllun og eftir árs nám. — Ég ætlaði að verða bifvélavirki. Mér þykir vænt um bíla. Svo dó faðir minn og lét eftir sig bæinn og tvö þúsund hænur. Mér hafði alla tíð fundizt bænd- ur tala mikið um það, hve erfitt væri að lifa, en skoðun mín var sú, að allt sem þyrfti væri skipulagning, gott bók- hald og vilji til að vinna. Ég áleit því, að mér mundi takast að lifa af þessu.“ „Og hefur það tekizt?“ Svolitla stund stóð hún hugsandi. Svo sagði hún og yppti öxlum: „Bændurnir höfðu rétt fyrir sér.“ Og bætti svo við: „Ég verð víst að hætta við það. Annars fer ég á hausinn." Hann hafði virt hana fyrir sér á göng- unni. Hann áleit hana vera tuttugu og fimm ára. Hún gat ekki talizt falleg. Andlit hennar var langt frá því að vera fullkomið, en hún var snotur á sinn hátt og hún iðaði af lífsfjöri, sem var ákaflega aðlaðandi. Graham fannst hann sjaldan hafa hitt unga stúlku, sem var honum meir að skapi. Hann sagði: 44 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.