Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 50

Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 50
„Ágætt. Ég býð til smá miðdegis- verðarboðs á morgun, til þcss að halda upp á útkomu bókar minnar. . . . “ „Þessarar, sem þér senduð mér. Það var fallega gert af yður. Þakka yður fyrir. Hún var unt Pamír? Hafið þér nokkurn tíma komið þangað?" „Heyrið þér nú Maluz. Auðvitað hef ég komið þangað.“ „Jæja, jæja, en maður veit aldrei. Þér eruð svo hugmyndaríkur. Þér gætuð skrifað svona bók án þess að fara nokk- urn tíma frá London. Þér hefðuð mcira upp úr því, og svo er það ekki eins þreytandi." „Hugsið þér um að verzla, ég skal skrifa bækur.“ „Bækur? Ég að skrifa bækur! Ó, þess- ir brandarar yðar, Allardyce. Nei, nei, ég er aðeins verzlunarmaður í smáum stfl. En nú verðið þér að koma og þiggja glas af madeira hjá mér.“ „Það er ágætt. Ég hef aldrei fengið cins gott vín og madeirað yðar.“ „Það er ekki sem verzt. Ég skal senda yður eina flösku fyrir vcizluna." „Nei, þakka yður fyrir, Maluz,“ sagði Graham. „Ég vil ekki að neitt dragi athyglina frá eggjunum.“ * * * DAGINN eftir veizlu Grahams bauð lady Allardyce hinum fátæka manni sín- um (hann bjó á ættarsetri sínu og var því alltaf banhungraður) út að borða. Er hún hafði litið lauslega yfír hinn stóra matseðil, sem yfirþjónninn fékk henni, fleygði hún honum frá sér með fyrirlitningu og sagði með yfirlætisrödd: „Hvað er þctta! Engin Hondiaegg?" Yfirþjónninn hafði aldrei heyrt á þau minnzt. Hann varð allur ein afsökun og sagði: „Ó, yðar náð, því miður er ekki þeirra árstíð núna.“ „Vitleysa. Ekki árstíð þeirra. Ef þetta er ekki árstíð þeirra þá veit ég ekki hve- nær hún er. Ég fékk þau í gær hjá Henri.“ (Sumt fólk kallaði „Factice“ nafni yfirþjónsins). Við þetta varð yfir- þjónninn enn ruglaðri og sagði: „Við framreiðum aldrei úr frosnum matvælum." Er lady Allardyce hafði varað yfir- þjóninn við að hægt væri að kæra hann fyrir atvinnuróg, gekkst hún inn á að snæða rækjurétt, en yfirþjónninn lýsti yfir, að annað hvort hefði veitingahúsið eftirleiðis á boðstólum Hondiaegg eða hann segði upp vistinni. Barney Cohen hafði boðið forríkum amerískum kvikmyndajöfur, sem hann vonaði að réði sig til þess að gera leik- tjöld fyrir Shakespeare-kvikmynd, út að borða. Þegar honum var neitað um tvær tylftir af Hondiaeggjum („Því miður, herra minn, þetta er ekki þeirra árstíð." „Þvættingur, ég fékk þau hjá „Factice“ í í gær . . .“), kvartaði hann hástöfum yfir afturför hótelsins: „Þetta hótel er að fara til fjandans. Það er varla hægt að fá hér lengur nokkuð að éta. Jæja, jæja. Látið okkur hafa kavíar . . . og sjáið um að hann sé rússneskur." Hinn frægi gestur Barney var mjög forvitinn. Þó að hann ætti fleiri miljónir en til voru atvinnuleysingjar í heima- landi hans, var hann eins og flestir landar hans, einfaldur og hrekklaus mað- ur. Hann var mjög sólginn í allt nýtt. Barney vissi að leiðin til að umgangast ofsaríka Ameríkana var ekki að skríða fyrir þeim, heldur ganga fram af þeim. Þess vegna sagði hann: „Þér þekkið sjálfsagt ekki Hondiaegg. Þau em ekki komin á markaðinn í New York ennþá. Þau eru guðdómleg. Ég held það hafi verið prinsessan, sem kom þeim á framfæri." Þetta gerði útslagið. Barney sagði honum nafnið á innflytjandanum, Ma- 48 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.