Heimilisritið - 01.11.1955, Page 56

Heimilisritið - 01.11.1955, Page 56
löngum og síðum brjóstum. Az- andes-ættkvíslin í Austur-Súdan setur konuna í öndvegi þegar brjóst hennar eru farin að lafa niður fyrir mitti. Svo eru það að sjálfsögðu Kínverjar, sem leggja allt upp úr því að konan hafi lítinn fót. Ráðamenn kommúnista í Kína eru andvígir þeim forna sið, að minnka fætur kvenna með sér- stökum aðferðum, en það var siður aðalskvenna allt frá dög- um Kublai Khan. Yfirvöldin hafa nú bannað þennan sið, en trúboðar, sem komizt hafa út fyrir Bambustjaldið, segja að kvemaður, með álíka skóflur og Greta Garbo, myndi þykja hin mesta herfa og ekki ganga í aug- un á einum einasta manni þar eystra. Samt sem áður er stærð og lögun líkamans ekki alltaf sá mælikvarði, sem notaður er til þess að ákvarða hvort kvenmað- urinn hefur kynþokka eða ekki. í norðanverðu Tanganyika hjá Masai-ættflokknum eru stúlkur með rauðlita góma og tannhold taldar ljótar. Sérfræðingurinn, sem kann að lita, er alltaf efn- aðasti maðurinn í þorpinu, því að hann getur litað tannholdið lokkandi svart — í það minnsta finnst karlmönnum það vera lokkandi. Sömu sögu er af íbú- um Tonkin, sem fluttu út til Nýju Suðureyja, að segja. Þeir tyggja betel-hnetur í sífellu til þess að ná sama árangri — og einnig vegna þess að þetta er eit- urlyf. Kvenmaður hjá frumbyggjum Ástralíu, sem ætlar sér að ná í karlmann, dýfir höfði sínu í hveititunnu, límir hrosshár á bakið og hálsinn, og til þess að ilma nógu vel, ber hún edik á bák við eyrun. Þetta er sagt óbrigðult ráð til þess að allir karlmenn elti stúlkuna á rönd- um. Niam-Niam-stúlkurnar í Mið- Afríku leggja mikið á sig til þess að ná í karlmann. Þær fara til skottulæknis í þorpinu sínu og láta hann setja skrautleg og flókin mynztur í húðina — með glóandi hníf. Örin eða brisinT sem oft þekja líkamann frá hálsi niður á tær, fá þær ekki nema með því að þola ótrúlegar þján- ingar og aðgerðum þessum verð- ur ekki lokið fyrr en eftir þrjú ár. Guiana-Indíánarnir hafa svip- aða aðferð, en þó örlítið breytta. Kvenfólk þeirra lætur skera göt í varir sínar, kinnar og vöðva- mikla hluta af fótum sínum, handleggjum og á brjóstinu, og í þessi göt festa þær mismun- andi stórum nöglum, sem þær 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.