Heimilisritið - 01.11.1955, Side 58

Heimilisritið - 01.11.1955, Side 58
Enda þótt okkur kunni að þykja þetta broslegt eða jafn- vel hroðalegt, þá megum við ekki gleyma því, að peningar skipta oft máli í hjónaböndum okkar vestrænna manna, og ekki er langt síðan heimanmundur þurfti að fylgja hverri stúlku, sem ætlaði að ganga í hið heilaga. Það er ekki víst að öllum þyki siðir okkar viturlegir, sumir gætu jafnvel talið þá hlægilega og fá- ránlega. Eins er það með þetta, sem kallað er þynþokki. Annað árið á hárið að vera sítt, hitt stutt. Stundum vilja karlmenn hafa barta, stundum ekki. Annað ár- ið eiga konurnar að vera flat- brjósta, hitt árið eiga brjóstin að bunga út og sprengja öll föt utan af sér. Stundum eiga hæl- arnir að vera háir, í annan tíma lágir. Stuttar buxur, síðar bur- ur, pokabuxur. „New Look“, „Old Look“, tízkan í fyrra, tízkan á morgun, eða . . . Nei, það væri víst hægt að halda áfram í það óendanlega. * Bíllinn var gamall Bóndi nokkur hafði staðið lengi yfir bílstjóra, sem var að gera við bílinn sinn. ,,Hvað ertu að glápa á?“ spurði bflstjórinn. „Er þetta fyrsti bíll- inn, sem þú hefur séð?“ ,,Nei,“ svaraði bóndinn þurrlega, „cn hann er mjög líkur honum.“ Veit hvað hún syngur Ung og falleg stúlka sótti um atvinnu hjá stóm heildsölufirma. Forstjórinn spurði hana hvort hún hefði nokkra sérstaka æfingu eða hæfileika, og hún kvaðst hafa unnið nokkmm sinnum verðlaun fyrir að ráða krossgátur. „Það er ágætt,“ sagði forstjórinn, „en við þurfum á stúlku að halda, sem veit hvað hún syngur í skrifstofutímanm.“ „Nú,“ sagði hún, „ég réði þær í skrifstofutímanum.“ 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.