Heimilisritið - 01.11.1955, Page 59

Heimilisritið - 01.11.1955, Page 59
Ópera í fimm þáttum eftir Charles Gounod. — Texti eftir Barbier og Carre, byggður á leikriti Shake- speare. — Fyrst leikin í París 1867. PERSÓNUR: Kapúlett, aðalsmaður í Veróna . Bassi Júlía, dóttir hans ........ Sópran París, frændi hans ....... Bariton Gregoríus, þjónn Kapúletts . Bariton Tíbalt, frændi Kapúletts ... Tenór Rómeó, af Montazue-ættinni .. Tenór Benvolio, vinur hans ....... Tenór Stephano, sveinn Rómeós .... Sópran Geirþrúður, fóstra Júlíu Messósópran Lárenz, munkur ............. Bassi Hertoginn í Veróna ......... Bassi Staður: Veróna. — Tími: Miðaldir. I. ÞÁTTUR Danssalur í húsi Kapúletts. Kapúlett hefur fjölmennt boð inni í tilefni af því, að Júlía, dóttir hans, er að hef ja þátttöku sína í samkvæmislífinu. Hann kynnir hana gestunum. Júlía syngur fagran vals: „Syngjum, dönsum“. Rómeó hefur komið dulbúinn til fjandmannaborgar- innar. Hann heillast af Júlíu og hún af honum. Tvísöngur: „Svo engilfríð“. Tíbalt þekkir að Ró- meó er einn úr óvinaættinni og hótar honum dauða. Kapúlett stillir hann og gleðskapurinn heldur áfram. II. ÞÁTTUR Garður Kapúletts og svalir Júlíu. Þrátt fyrir hættuna kem- ur Rómeó undir glugga Júlíu um kvöld. Rómeó: „Kom fagra stjama“. Júlía kemur fram á svalirnar og beinir máli sínu til stjarnanna. „Samt ég elska hann“. Rómeó segir til sín. Tví- söngur: „Ó, far ei strax“. Þau heita hvort öðru órjúfandi tryggðum. III. ÞÁTTUR Klefi Lárenz munks. Þangað eru Romeó og Júlía komin til að láta gefa sig saman. Munkurinn fellst á að gifta þau, í þeirri von að hjúskapur þeirra bindi endi á deilur hinna tveggja voldugu ætta. Eftir hjónavígsluna fer NÓVEMBER, 1955 57

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.