Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 60
Júlía heim með Geirþrúði, fóstru sinni. Næsta atriði fer fram á götu 1 Veróna. Stephano, sveinn Rómeós, syngur framan við hús Kapúletts, þar sem hann býst við að húsb'óndi sinn sé þar. Hann vekur Gregóríus og þeir berjast. Meðan þeir eigast við koma þeir Mercutius og Tíbalt og fara einnig að berjast. Ró- meó kemur og reynir að koma sættum á, en Tíbalt móðgar hann svo að þeir berjast, sem endar með því að Rómeó verður banamaður Tíbalts. Hertoganum í Veróna er borin fregnin og ger- ir hann þá Rómeó útlægan úr ríki sínu. IV. ÞÁTTUR Stofa Júlíu. Rómeó er kominn þangað á laun til að kveðja Júlíu áður en hann fer úr landi. Hún sárbiður hann að fara ekki, en för hans er óhjákvæmileg. Þeg- ar hann er farinn koma þeir Kapúlett og munkurinn inn. Þeir segja Júlíu, að Tíbalt hafi óskað þess á dauðastundinni, að hún giftist París. Þegar þau eru orðin tvö ein, Júlía og munkur- inn, segir hún honum, að hún kjósi heldur dauðann en að skilj- ast við Rómeó. Hinn brjóstgóði munkur, sem kemst mjög við af hugarstríði hennar, segir henni þá ráðagerð sína, sem megi verða til þess, að hún geti orðið eiginkona Rómeós. Hann fær henni svefnlyf, sem hún á að taka inn rétt áður en gifting hennar og París á að fara fram. Allir munu þá álíta hana deyja: Munkurinn: „Hátt munu kvein- stafir hljóma“. Þegar Kapúlett og París koma inn tekur hún lyfið og hnígur meðvitundarlaus í faðm föður síns. Allir álíta að hún sé dáin. V. ÞÁTTUR Grafhýsi Júlíu. Hin fagra mey, sem syrgð er svo sem væri hún dáin, liggur á líkbörunum og er enn meðvitundarlaus. Rómeó hefur ekki fengið orðsendingu munksins um ráðagerð hans og Júlíu og kemur nú inn í graf- hýsið eftir að hafa yfirunnið all- ar hindranir á vegi sínum. Yfir- kominn af harmi tekur hann inn eitur, en í sama mund kemur Júlía til meðvitundar. Án þess að hugsa um eitrið faðmar Ró- meó hana að sér í fagnaðarsælu. Rómeó: „Það er ég, Rómeó, Ró- meó þinn“. Tvísöngur: „Komdu, við eigum allt lífið framundan“. Nú minnist Rómeó eitursins og segir Júlíu, að hann sé að bana kominn. Henni er lífið einskis- vert án Rómeós, grípur rýting og rekur sig í gegn. Elskendurn- ir deyja í faðmlögum eins og í harmleik Shakespeares. * 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.