Fréttatíminn - 13.12.2013, Side 62
F jöldi sígildra jólamynda er gríðarlegur enda hafa þær hlaðist upp í gegnum áratug-
ina. Skilgreiningin á því hvað teljist
jólamynd er einnig býsna víð. Þær
klassísku hverfast að sjálfsögðu um
jólaandann og oftast má ganga að
rauðklædda ýstrubelgnum á hrein-
dýravagninum vísum. White Christ-
mas, Miracle On 34th Street, Christ-
mas Carol, It’s A Wonderful Life og
gamanmyndin National Lampoon’s
Christmas Vacation falla í þennan
flokk en jólamyndirnar eru miklu
fleiri og fjölbreyttari. Í raun þurfa
þær aðeins að gerast um jól til þess
að ná máli í jólamyndadeildinni og
kærleiksboðskapurinn og bróðurþel
eru síður en svo ætíð í forgrunni.
Fréttatíminn tekur hér til fimm
sígildar jólamyndir sem þó eru fullar
af glæpamönnum, byssubardögum,
sukki, svínarí, einsemd, eineltistil-
burðum og síðast en ekki síst, morð-
óðum púkum.
Form fix slökunarpúðinn fyrir
mömmur, pabba, börn og alla
þá sem vilja láta sér líða vel.
Form Fix púði
verð 11.500
Áklæði, margir
litir, verð 5.990
Fæst aðeins í Tvö Líf- fullkomin jólagjöf.
Frí heimsending
Holtasmára 1 - Sími 517 8500
www.tvolif.is
OPIÐ VIRKA DAGA 11-18 OG LAUGARD. 12-17
kortatímabil
!Nýtt
99 kr.stk.
Verð áður 296 kr. stk.
Fanta, 2 lítrar
65%afsláttur
v
2
lítrar
Hámark
4 pk.
á mann með
an
birgðir end
ast!
JóliN eru
að koma!
Fleiri góðar
White Christmas – 1954
It's A Wonderful Life – 1946
Miracle On 34th Street – 1947
Mickey's Christmas Carol – 1983
Scrooged – 1988
National Lampoon's Christmas
Vacation – 1989
Home Alone – 1990
The Nightmare Before Christmas
– 1993
Jingle All The Way – 1996
How The Grinch Stole Christmas
– 2000
Love Actually – 2003
Elf – 2003
Jólabíómyndir eru mjög svo ákjósanlegar til þess að koma sér í
rétt skap á aðventunni og hafa það til dæmis umfram öll jólalögin
alræmdu að maður þarf að bera sig eftir bíómyndunum á meðal
lögunum er troðið inn í eyru manns, óumbeðið, hvar sem maður
kemur frá nóvemberlokum og út desember. Jólamyndirnar eldast
því betur og geta haldið gildi sínu áratugum saman ef horft er á
þær á til dæmis fimm til tíu ára millibili.
Hryðjuverkamenn
í jólaglögg
Bad Santa – 2003
Leikstjóri: Terry Zwigoff
Boðskapur Bad Santa er að jólaandinn geti bjargað öllum. Það blasir við fyrst
drykkfelldi rustinn og skítmennið sem Billy Bob Thornton leikur getur orðið að
betri manni á aðventunni. Billy Bob er hér alger slúbbert og þjófur sem ræður
sig til starfa sem jólasveinn í verslunarmiðstöð, með það fyrir augum að fara þar
um ránshendi eftir lokun. Hann níðist á álfinum, félaga sínum, reykir, drekkur og
lætur börnin sem hann á að gleðja fara óstjórnlega í taugarnar á sér.
Lítill, feitur strákur nær þó að bræða kalt hjarta skúrksins sem lærir að verða betri
maður þótt það sé mest fyrir slysni og að hann meðtaki helst ekki jólaandann
nema í eigingjörnum tilgangi.
Billy Bob Thornton er slíkur rusti í jólasveinabúningi
að hann gæti vel verið sonur Grýlu.
Trading Places – 1983
Leikstjóri: John Landis
Frægðarsól Eddie Murphy var í
hádegisstað þegar leikstjórinn
John Landis stefndi honum og Dan
Aykroyd saman, ásamt Jamie Lee
Curtis, í þessari kostulegu gaman-
mynd. Hér er brugðið á leik með
söguna um prinsinn og betlarann
þegar farsælum og hrokafullum verð-
bréfasala er skákað út í skítinn og
vonleysið á götunni og betlari settur
í hans stað.
Tveir, gamlir, rotnir og ríkir karlar gefa skít í allt og alla, ekki síst tilfinningar annars
fólks. Þeir gera með sér veðmál um að kjaftfor betlari sem Murphy leikur geti staðið
sig jafn vel og þeirra besti undirmaður, Aykroyd, fái hann sama tækifæri. Þeir kippa
því silurskeiðinni út úr sínum manni, gera hann að heimilislausum öreiga á auga-
bragði og Murphy fær að njóta sín í vellystingunum.
Auðmaðurinn spjarar sig illa í sollinum en góðu heilli verður á vegi hans vændiskona
með gullhjarta (Jamie Lee Curtis) sem skýtur yfir hann skjólshúsi.
Náungakærleikurinn sigrar svo að lokum þegar betlarinn og millinn komast að
svikráðunum og snúa vörn í sókn þannig að allir sem það eiga skilið geti átt gleðileg
jól og áramót.
Betlarinn Murphy tekur sig vel út í fötum
Dans Aykroyds sem á virkilega vondan dag í
jólasveinabúningi.
Die Hard – 1988
Leikstjóri: John McTiernan
Lesendur breska kvikmyndatímaritsins Empire völdu Die Hard bestu
jólamynd allra tíma fyrir nokkrum misserum. Við þann dómstól þýðir
ekkert að deila og Die Hard er óumdeilanlega jólamynd þótt hún
keyri á ofbeldi og hasar frekar en dæmigerðri jólastemningu. Die
Hard er líka einhver allra besta spennumynd sem gerð hefur verið
og hún stendur enn fyllilega fyrir sínu sem slík. Allan ársins hring en
skemmtilegust er hún þó alltaf á aðventunni.
Þetta er myndin sem gerði Bruce Willis að stórstjörnu en þarna er
hann boðflenna, með hár á hausnum, berfættur í hlýrabol, í jóla-
samkvæmi stórfyrirtækisins Nakatomi.
Gleðin er haldin á skrifstofu fyrirtækisins í skýjakljúfi í Los Angeles
en fær snöggan endi þegar Hans Gruber og hryðjuverkahyski hans
ræðst, grátt fyrir járnum, í boðið og tekur alla boðsgesti í gíslingu.
Bruce Willis gengur þó laus og gengur í skrokk á skúrkunum einum
af öðrum og setur þeirra fúlu plön í uppnám. Og okkar maður er í
sannkölluðu jólaskapi og eftir að hann sálgar fyrsta terroristanum
skellir hann á jólasveinahúfu á líkið og skrifar á það: „Nú er ég með
vélbyssu HÓ-HÓ-HÓ!“ Eftir það sjá illmennin aldrei til sólar, fá ekki
milljónatuga ránsfeng í skóinn og eiga barasta ekkert von á gleði-
legum jólum.
„Þú ert búinn að vera óþekkur strákur, Hans, og færð ekkert í
skóinn.“ Bruce Willis bjargar jólunum í bestu jólamynd allra tíma.
Die Hard.
Edward Scissorhands – 1990
Leikstjóri: Tim Burton
Mynd Tims Burton um Játvarð klippikrumlu er undurfögur og vel til þess fallin að hreyfa
við viðkvæmustu strengjunum í brjóstum fólks á aðventunni. Þetta er einhvers konar
snúningur á ævintýrinu um Gosa. Gamall vísindamaður býr til strákinn Játvarð en fellur
frá áður en honum auðnast að setja hendur á drenginn sem situr uppi með hrúgu af garð-
klippum í stað fingra.
Játvarður er einlæg og góð sál sem af miklu listfengi sker út fagra skúlptúra með klippikr-
umlum sínum.
Þannig heillar hann fólkið í mannheimum sem á þó eftir að snúast gegn honum og hrekja
burt. Játvarður dvelur því einn og einangraður það sem eftir er, fjarri stóru ástinni sinni.
Sagan öll er í raun svar aldraðrar ömmu við spurningu barnabarns hennar um hvers vegna
það snjói alltaf um jól. Ástæðan er að þá tekur Játvarður sig til og sker fagra ísskúlptúra
fyrir ástina sína. Þetta gerir hann af svo miklum móð og innlifun að ískurlið þyrlast yfir
mannheima og fellur til jarðar. Og í þeirri snjókomu dansar hún, stúlkan sem hann elskar.
Gæsahúð, tár og gleðileg jól!
Johnny Depp leikur Edward Scissor-
hands en Winona Ryder er stúlkan
sem hann elskar en fær ekki að njóta.
„Heims um ból, helg eru jól,“
gremlingarnir taka þátt í
jólastemningunni á milli illvirkja.
Gremlins – 1984
Leikstjóri: Joe Dante
Mogwaíinn Gizmo er eitt krúttlegasta gæludýr sem
sögur fara af og því kjörin jólagjöf. En þá má ekki
gleyma ströngum umgengnisreglunum. Ekki fóðra
dýrið eftir miðnætti, ekki láta ljós skína á það og alls,
alls ekki láta það komast í snertingu við vatn. Þá er
voðinn vís.
Blotni Gizmo getur hann af sér ótal tannhvassa og
ógeðslega púka sem eira engu. Hrella og kvelja eldri
borgara og skyggja bara almennt á alla jólagleði.
Þegar gremlingarnir sleppa lausir í litlum smábæ um
jólin fer allt á annan endann enda jafnast árásin á að
fá yfir sig þúsund Trölla í vondu jólaskapi. En það er
eitthvað ómótstæðilega krúttlegt við að sjá kvikindin
sveifla sér í jólaseríum, kyrja sálma í kór og gera árásir
í gegnum reykháfa. Gremlins er notalegur jólahrollur í
léttum dúr og að sjálfsögðu endar allt vel.
62 jólabíó Helgin 13.-15. desember 2013