Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Qupperneq 78

Fréttatíminn - 13.12.2013, Qupperneq 78
78 fjölskyldan Helgin 13.-15. desember 2013 Jól Skipulagning hátíðarinnar E ru ekki allir búnir að ákveða jólamatinn fyrir fjölskylduna? Skipuleggja fjöl-skylduboð og hver borðar hvar, hvenær? Kaupa talsvert af jólagjöfum, jafnvel pakka þeim inn og senda af stað ef þörf krefur? Að ógleymdum jólakortunum innanlands og utan? Þeim má reyndar bjarga á netinu þannig að – engar áhyggjur. Jólaföt eru keypt þótt svo að íslensk þjóð sé svosem ekki á flæðiskeri stödd fatalega. Kreditkortið svignar, pokunum fjölgar, fjölskyldan grefur upp jólaskrautið og jólatrés- fótinn og svo þarf að þrífa dálítið. Elsku vinkonur og vinir; þetta má allt skera niður og forðast ofneyslu og efnishyggju því jólin koma umbúðalaus eins og Trölli uppgötvaði forðum þegar hann reyndi að stela jólunum. Það sem fjölskyldur þurfa fremur að huga að og skipuleggja vel, er hvernig þessi hátíð allra barna – og barnanna í okkur sjálfum – verður best framkvæmd til að forðast streitu og spennu á heimilinu, til að forðast vonbrigði eftir alla eftirvænt- inguna og taka fullorðinsábyrgð á pottþéttu jólaplani. Víðtækt samráð milli allra uppeldisafla er mikilvægt á þessum ögurstundum jólahaldsins. Foreldrar geta t.d. veitt honum Kertasníki upplýsingar um þá barnamynd á dvd formi sem helst gæti haldið athygli barns fanginni meðan eldri fjölskyldumeðlimir stússast á aðfangadag. Afar og ömmur eru líka afar góð til að bjóða ungmenni til sín í rólegheit ef foreldrar þurfa að streitast ögn í undirbúningi eða þá að börn fá að fara með fullorðnum í skemmtibílferð til ættingja og vina með pakka og kort. Slíkt getur aldeilis stytt aðfangadaginn enda bjóða móttakendur upp á litla hressingu eða spjall. Nú, ef umferðin er þung, er bara að syngja jólalögin við raust og þannig eykst framleiðsla allra vellíðunarhormóna heilans all gríðar- lega og fjölskyldan kætist. Svo er lykilatriði að hreyfa mannskapinn á aðfangadag. Göngutúr og ferð á leik- völlinn tekur hrollinn úr yngsta fólkinu og gerir hinum eldri líka gott. Langt jóla- bað róar líka taugarnar og gerir börnum betur kleift að njóta kvöldsins en ella. Það getur verið mjög klókt að elda matinn að stofni til á Þorláksmessu til að geta sinnt börnum af kostgæfni á aðfangadag. Það er skynsamlegt að allir séu klæddir og tilbúnir um eða upp úr fimm ef setjast skal að borði samkvæmt íslenskri hefð, þegar útvarpið flytur landsmönnum jólaklukkurnar. Þá er gott að barn fái að opna einn pakka eða svo, einhvern sem vitað er að getur haft ofan af fyrir viðkomandi á meðan eldra fólkið gengur frá eftir matinn og auðvitað er búið að úthugsa hvaða pakki það er. Ef pakkarnir er margir, þurfa uppalendur að vera búnir að plana hvort eigi að geyma hluta af herlegheitunum þar til á jóladag – og gildir það bæði um pakka barna og full- orðinna. Það má þess vegna dreifa þeim á nokkra daga og þar með fá allar gjafirnar aukið vægi og athygli. Jóladagsmorgunn er líka ógn mikilvægur í skipulaginu. Hver vaknar með yngsta fólkinu, hvaða leikföng geta best hjálpað því að njóta morgunsins, þarf fullorðinn að leika með og væri gott að eiga gott föndurefni til að rísla með að gamni sínu? Svo þarf að hreyfa sig að nýju, syngja jólalögin og hitta fólkið sitt. Og munum í öllum bænum, hátíðir, börn og áfengi, átök eða leiðindi eiga aldrei sam- leið og þar með óska ég íslenskum barnafjölskyldum gleðilegra og vel skipulagðra jóla. „Það sem fjölskyldur þurfa fremur að huga að og skipuleggja vel, er hvernig þessi hátíð allra barna – og barnanna í okkur sjálfum – verður best framkvæmd til að forðast streitu og spennu á heimilinu...“ Pottþétt jólaplan Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is hEimur barna Grýla mætir í Þjóðminjasafnið á laugardag Grýla að skammast í Leppalúða. Hún verður í Þjóðminjasafninu um helgina með minnsta syni sínum, honum Stúf. Jólasveinarnir koma nú við í Þjóðminjasafninu og heilsa upp á gesti safnsins en fyrsti jóla- sveinninn kom þangað í gær, fimmtudag. Þeir munu mæta daglega, klukkan 11, fram til jóla, syngja og skemmta sér með yngstu gestunum. Á laugar- dag mun Grýla slást í för með minnsta syni sínum og að heilsa upp á öll þægu börnin. Á heimasíðu safnsins má finna sérstaka jólasíðu þar sem margskonar fróðleik um ís- lenskt jólahald er að finna. Auk þess hefur safnið sett þar upp jóladagatal sem býður upp á skemmtilegar sögur tengdar jólahaldi sem gætu heillað yngri kynslóðina. Hver vill til dæmis ekki vita hvernig aðventukrans- arnir, jólatrén og laufabrauðið komu til Íslands? Þar getum við fræðst um Grýlu og komist að því að hún er af tröllakyni og getur verið stórhættuleg börnum. Sam- kvæmt heimildum safnsins er Grýla þrígift kona. Fyrsti eigin- maður hennar hét Gustur en hún át hann. Annar maður Grýlu var Boli og áttu þau fjölda barna saman sem eru þó minna þekkt en þeir 13 synir sem hún á með núverandi manni sínum honum Leppalúða. Fæstir myndu vilja mæta Grýlu á förnum vegi en hún hefur lofað að vera góð við börnin á laugar- dag. Dagskráin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Halla Harðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is Sýndu kærleik í verki – allir eiga skilið gleðileg jól Kertin eru handgerð tólgarkerti framleidd af sjálfboðaliðum til aðstoðar við heimili í neyð. Til fyrirtækja Gefið starfsfólki ykkar Kærleiksljós fyrir jólin. Kærleikskerti Fjölskylduhjálpar íslands. Verð 650 kr. Pöntunarsími er 892 9603. tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is natale jólaljósatré verð nú 9.730 kr. áður 13.900 kr. 30 %afsl. natale
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.