Fréttatíminn - 13.12.2013, Qupperneq 98
98 skák og bridge Helgin 13.-15. desember 2013
Skák OfurStórmeiStarar takaSt á í LOndOn
Anand snýr aftur að taflborðinu
S terkasta atskákmót ársins stendur nú sem hæst í London, þar sem margir af stigahæstu meisturum heims keppa,
ásamt bestu skákmönnum Breta. Fyrst var
keppendum skipt í fjóra riðla, þar sem tefld
er tvöföld umferð. Tveir efstu úr hverjum riðli
komast í 8-manna úrslit og þá tekur útslátt-
arkeppni við.
Í A-riðli teflir Vishy Anand, og á miðviku-
dag settist hann í fyrsta skipti að tafli, síðan
hann tapaði heimsmeistaratitlinum til Magn-
usar Carlsen. Mótherji Anands var hinn geð-
þekki Luke McShane, sem sjálfur er fyrr-
verandi heimsmeistari barna. McShane, sem
tefldi með Hróknum á árum áður varð stór-
meistari 16 ára, og eitt mesta efni sem fram
hefur komið í Evrópu. Hann er nú 29 ára og
starfar hjá bankarisanum Goldman Sachs,
þannig að þessi snillingur sést alltof sjaldan
við taflborðið. McShane náði yfirburðastöðu
gegn Anand, en glutraði henni niður og tap-
aði eftir æsispennandi skák. Í 2. umferð lagði
McShane hinsvegar rúmenska stórmeistar-
ann Istratescu, meðan Anand og Michael
Adams gerðu jafntefli.
Í B-riðli eru rússnesku ofurmeistararnir
Kramnik og Svidler, ásamt Englendingnum
Sadler og Skotanum Rowson, og voru veð-
bankar vitanlega á einu máli um að bresku
stórmeistararnir ættu litla möguleika á að
komast áfram. Kramnik sigraði Svidler í
fyrstu umferð og Rowson var næstur á mat-
seðlinum.
C-riðill vekur sérstakan áhuga Íslendinga,
því þar teflir Gawain Jones, sem er liðsmaður
GM Hellis á Íslandsmóti skákfélaga. Mótið
verður Jones (sem varð 26 ára á miðviku-
daginn) væntanlega mikil reynsla, því þarna
eru líka Boris Gelfand, sem hefur teflt um
heimsmeistaratitilinn; Judit Polgar, besta
skákkona sögunnar og síðast en ekki síst
Hikaru Nakamura, besti skákmaður Banda-
ríkjanna. Jones gerði jafntefli við Nakamura
í 1. umferð, en tapaði svo fyrir Gelfand.
Í D-riðli fór snillingurinn Fabiano Caruana
af stað með látum, og sigraði Emil Sutovsky
og Nigel Short (en allir hafa þeir teflt á Ís-
landi) og er langsigurstranglegastur. Fjórði
keppandinn er Englendingurinn David Ho-
well, 23 ára. Hann varð stórmeistari 16 ára,
yngstur allra Englendinga – sló met McSha-
nes um hálft ár.
Beinar útsendingar og skákskýringar eru
á heimasíðu mótsins, londonchessclassic.
com, og er verulega gaman að fylgjast með,
enda margar æsispennandi skákir og ógn-
vænlegt tímahrak.
Samhliða atskákmótinu fer fram 9 um-
ferða kappskákarmót þar sem tveir Íslend-
ingar eru meðal 180 keppenda, Oliver Aron
Jóhannesson og Guðmundur Gíslason. Nán-
ar verður sagt frá frammistöðu þeirra – og
úrslitum á ofurmótinu – í næstu viku.
Róbert er jólasveinninn í ár
Vinaskákfélagið, sem hefur aðsetur í Vin við
Hverfisgötu 47, hélt sitt árlega jólaskákmót í
vikunni, tíunda árið í röð. Vin er griðastaður
Rauða krossins, og þar er teflt alla daga nema
fimmtudaga klukkan 13 og haldin stórmót í
hverjum mánuði. Það fór vel á því að „skák-
ljónið“ Róbert Lagerman sigraði á mótinu,
enda er hann forseti Vinaskákfélagsins og
driffjöður í starfinu. Verðlaunin voru ekki af
lakari sortinni, því skákljónið fékk að laun-
um veislumáltíð fyrir tvo á Argentínu. Í öðru
sæti varð hinn eitilharði Ingi Tandri Trausta-
son, og er fyrir vikið á leiðinni í sælkæramál-
tíð á Lækjarbrekku. Bronsið hreppti Stefán
Bergsson, sem fór heim klyfjaður jólakon-
fekti frá Nóa Síríus. Án nokkurs vafa góm-
sætustu verðlaun ársins!
L jósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson unnu Íslandsmótið í Butler tvímenningi sem var spilað
á laugardaginn 7. desember. Þau skoruðu
68 impa og voru með nokkuð örugga for-
ystu síðasta þriðjung mótsins. Þetta er
annar sigur þeirra hjóna á stuttum tíma í
Íslandsmóti. Stutt er síðan þau unnu sigur
á Íslandsmóti í parasveitakeppni. Í 2. sæti
á Íslandsmótinu í bötler voru Sigurður
Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjónsson með
46 impa og í 3ja sæti voru Gunnar Björn
Helgason og Magnús Eiður Magnússon
með 44 impa. Þátttakan í þessu móti var
með ágætum. Alls tóku 22 pör þátt, sem er
þremur pörum meira en í fyrra. Þess má
geta að Ljósbrá var eina konan sem tók þátt
í þessu móti en hún hélt uppi merki kvenna
og lét það ekki hindra sig í að ná efsta sæti.
Matthías og Ljósbrá skráðu sig til leiks á
síðustu stundu. Matthías sá á keppenda-
listanum, sem birtist á vefsíðu, að mótið
var vel mannað flestum sterkustu spilurum
landsins. Matthías og Ljósbrá ætluðu ekki
að taka þátt í þessu móti, en gátu ekki látið
það vera þegar þau sáu keppendalistann.
Matthías Þorvaldsson og Ljósbrá Baldurs-
dóttir græddu vel á þessu spili í Íslands-
mótinu í bötler. Spilið er nr 13, allir á hættu
og norður gjafari.
Norður byrjaði á passi og Matthías í aust-
ursætinu passaði sömuleiðis. Suður vakti á
einum spaða, Ljósbrá sagði tvo tígla, norð-
ur sagði þrjá tígla (góð hækkun í spaða)
og Matthías lauk sögnum með 3 gröndum.
Útspil suðurs var laufsjöa. Matthías drap
drottningu norðurs á ás og raðaði niður tíg-
ulslögunum sjö og henti aldrei laufi. Suður
hélt öllum laufum sínum og henti smáspil-
unum í hálitum, utan ásanna. Matthías setti
þá rólega spaða og fékk níunda slaginn á
laufatíuna. Það gaf 7 impa í plús.
Jón og Sigurbjörn unnu Íslandsmót
í sagnkeppni
Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson
unnu Íslandsmótið í sagnkeppni 2013. Þeir
fengu 2440 stig af 3000 mögulegum sem
jafngilti 81,5%. Í 2. sæti, aðeins 10 stigum
á eftir, voru Helgi Sigurðsson og Haukur
Ingason. Jafnir í 3ja sæti með 2170 stig
voru Stefán Jónsson – Hermann Friðriks-
son og Ragnar Magnússon – Ómar Ol-
geirsson. Alls tóku 14 pör þátt og er Ant-
oni Haraldssyni þakkað fyrir umsjón og
skipulagningu keppninnar. Þátttakan er
umtalsvert betri en á síðasta ári og vonandi
er aukin aðsókn í bridgemót það sem koma
skal í briddsheiminum á Íslandi.
Grant Thornton í forystu
í sveitakeppni BR
Sveit Grant Thornton er í forystu í monrad
sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur að
loknu fyrra kvöldinu af tveimur. Spilaðir
eru þrír 10 spila leikir á kvöldi. Skorið er
samkvæmt nýju stigareglunni og er sam-
talan í uppgjöri sveita alltaf 20. Hver impi
telur við uppgjörið. Í sveit Grant Thorn-
ton hafa spilað bræðurnir Hrólfur og Odd-
ur Hjaltasynir, Guðmundur Snorrason
og Ragnar Hermannsson. Guðmundur
Snorrason og Ragnar Hermannsson eru
langefstir í bötlerútreikningi spilara, með
3,75 impa í plús að meðaltali í spili, meir en
2 impum meira en parið í öðru sæti. Staða
fimm efstu sveita er þannig:
1. Grant Thornton 54,27
2. Lögfræðistofa Íslands 42,38
3. Hvar er Valli 35,68
4. VÍS 35,07
5. Málning 34,91
Bridge Hjónin LjóSBrá BaLdurSdóttir Og mattHíaS ÞOrvaLdSSOn
Annar sigur á Íslandsmóti á stuttum tíma
Æsispennandi bók sem
þú leggur ekki frá þér
Draumaeyjan
Hermann Ingi Ragnarsson
Dóttirin
Hannah Shah
Falleg og skemmtileg bók
fyrir börn á öllum aldri
Hannah Shah
Dóttirin
SÖNN SAGA
AF FLÓTTA
UNGRAR KONU
ÚR KLÓM
OFBELDIS OG
MISNOTKUNAR
H
annah S
hah
D
óttirin
HANNAH SHAH ER DÓTTIR ÍMAMS –
TRÚARLEIÐTOGA Í MÚSLIMSKU SAMFÉLAGI
Í BRETLANDI. Í MÖRG ÁR MISNOTAÐI FAÐIR
HENNAR HANA Í KJALLARA Á HEIMILI ÞEIRRA.
16 ára að aldri komst hún að því að senda ætti hana til
Pakistans í nauðungarhjónaband en henni tókst að flýja
að heiman. Faðir hennar varð ofsareiður og var ákveðinn
í að finna hana og taka hana af lífi – heiðursmorð. Hún
leyndist með því að flytja hús úr húsi. Það versta var, að
áliti fjölskyldu hennar, að hún yfirgaf íslam og tók kristna
trú. Margir múslimar halda því fram að það sé dauðasök.
Dag nokkurn kom flokkur manna að húsinu sem hún bjó
í og var faðir hennar þar fremstur. Þeir voru vopnaðir
hömrum, prikum og hnífum og ætlun þeirra var að drepa
hana....
Dóttirin er sönn saga, grípandi og tilfinningarík. Hönnuh
tókst með hugrekki og ákveðni að flýja frá fjölskyldu sinni
og samfélagi og finna nýtt líf utan þess – líf frelsis og ástar.
Bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum.
SALT
9 789935 911520
ISBN 978-9935-9115-2-0
SALT
DRAUMAEYJAN
Draumaeyjan er sagan af Golla litla sem lifir fyrir
það að leita að myndum sem stjórna draumum
hans og leik. Dag nokkurn verður hann fyrir
hverri trufluninni á fætur annarri sem breytir bæði
lífi hans og draumum.
Skemmtileg bók sem vekur börn til umhugsunar
um mikilvægi þess að elska náungann.
H
erm
ann Ingi Ragnarsson
D
raum
aeyjan
Salt
Hermann Ingi Ragnarsson
SALT
9 789935 911513
ISBN 978-9935-9115-1-3
Sönnsaga
ÁHRIFARÍKAR BÆKUR
SEM VEKJA LESENDUR
TIL UMHUGSUNAR
Þessi mynd er af pörunum sem höfnuðu í
þremur efstu sætunum á Íslandsmótinu í bötler.
Frá vinstri eru Sigurður Vilhjálmsson – Júlíus
Sigurjónsson sem höfnuðu í öðru sæti, Ljósbrá
Baldursdóttir – Matthías Þorvaldsson Íslands-
meistarar og Gunnar Björn Helgason – Magnús
Magnússon sem höfnuðu í þriðja sæti.
Mynd/ Aðalsteinn Jörgensen
♠ D85
♥ DG963
♦ 3
♣ D654
♠ Á9643
♥ Á5
♦ 72
♣ KG87
♠ 102
♥ K108
♦ ÁKG10864
♣ 9
♠ KG7
♥ 742
♦ D95
♣ Á1032
N
S
V A
Anand tapaði heimsmeistaratitlinum í síðasta mánuði en hefur nú snúið aftur að taflborðinu.