Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.12.2013, Qupperneq 112

Fréttatíminn - 13.12.2013, Qupperneq 112
Landsins mesta úrval af sófasettum Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM TIL JÓLA Rín Río 30% Allt a ð Valencia TILBOÐ Roma E ins og kunnugt er dóu goðsagnir og trúar-brögð ekki þegar Friedrich Nietzsche lýsti yfir andláti Guðs. Þvert á móti. Dauði Guðs er ekki fullnaðarsigur skynsemi og vísinda yfir hindurvitnum og óskhyggju; heldur fremur einskonar valdarán. Guð þessi hafði einokað andlega sviðið að miklu leyti um nokkrar aldir; formgert trúarþörf mann- skepnunnar og stjórnað vöru- og þjónustuframboðinu. Þegar veldi hans brast og laskaðist á þar síðustu öld; svo mikið að Nietzsche gaf út dánarvottorð; sköpuðust ómæld tækifæri til að beisla trúarþörf mannskepnunn- ar til þjónustu við önnur fyrirbrigði en Guð. Eða aðra guði; ef fólk vil orða það þannig. Þjóðríkið og þjóðernis- hyggjan náði mestu af þessu undir sig og endurbyggði í raun kirkju Guðs í eigin nafni með sínum þjóðernis- sálmum, sköpunarsögu þjóða og eigin lögmálum, fagnaðarerindum og goðsögnum. Hér er ekki tilefni til að rifja upp goðsöguna um okkur Íslendinga; hvernig við spruttum fram alskap- aðir kyndilberar frelsisins úr norskum fjörðum (eins og viskan úr höfði Seifs); hvernig við misstum sjálfstæði okkar vegna sundrungar en endurheimtum það aftur þegar við lærðum á ný að elska landið, tunguna og söguna (einkum Sögurnar); og hvernig við nýttum ný- fengið sjálfstæði til að brjótast út úr moldarkofunum og urðum þjóð meðal þjóða; úr örbirgð til allsnægta á áður ókunnum hraða; nýju heimsmeti. Og bárum af öðrum á flestum sviðum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til höfðatölu; einkum í handbolta, fiskveiðum og á öðrum sviðum þar sem gott er hrópa: Kommaso. Íslenska goðsögnin er eiginlega þessi: Safnaðu hópi Íslendinga saman og láttu þá hrópa „kommaso“; og þá eru þeim allir vegir færir. Þetta var gert í vestfjörðum Noregs 874 og gekk vel; var endurtekið í Breiðafirði 985 og við námum Grænland; árið 1000 sagði einhver „kommaso“ á Grænlandi og við fundum Ameríku. Og svo koll af kolli. Við borguðum síðast fyrir Icesave með kommaso. Og erum að endurreisa heimilin og milli- stéttina með kommaso. En ég ætla ekki að fjalla um goðsögnina um Ísland heldur goðsögnina um þetta síðast nefnda fyrirbrigði; millistéttina. Tilbiðjum snjóbolta En fyrst þurfum við að rifja upp goðsagnirnar um stétt- irnar sem mótuðu samfélagið áður en millistéttin gerð- ist þungamiðja alls; verkalýðinn og kapítalistana. Sagan kennir okkur að menn á borð við Thor Jensen og Pétur J. Thorsteinsson hafi komið með iðnbylt- inguna til Íslands; þeir vélvæddu útgerðina, fundu markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir og sköpuðu þannig gjaldeyristekjur sem færðu samfélagið að nú- tímanum, sem það hafði algjörlega farið á mis við. Þessum frumkvöðlum var launuð hugkvæmni sín og kjarkur með ómældum auði; sem aftur gaf þeim þrótt til að standa fyrir alskyns atvinnuuppbyggingu víða um land og færði þeim margháttuð ítök í samfélaginu. Auðvitað leið sagan ekki eftir þessum þræði. Þeir Thor, Pétur og önnur Þríhross gripu vissulega tæki- færin sem aðrir létu fram hjá sér fara eða gátu ekki hreppt og þeir auðguðust mjög. En auður þeirra byggði fyrst og fremst á fáránlega lágum launum verkafólks (ástand sem vanalega varir fyrstu hálfa öldina frá því að stórkostlegir fólksflutningar úr sveit í borg hefjast) og hindrunarlausum og ókeypis aðgangi að auðlindum (sem er líka oftast tímabundið ástand; þótt það vari yfirleitt lengur en smánarlaunin). Þríhrossin okkar eru týpískir kapítalistar á mörkum nýlendutíma; inn- lendir menn sem auðgast hratt og mikið af misnotkun á vinnuafli meðbræðra sinna og -systra og með því að hrifsa til sín auðlindir lands og sjávar. Auður hefur síðan sömu náttúru og snjóbolti á leið niður brekku. Auður safnar utan á sig enn meiri auði án erfiðis. Þetta á sérstaklega við um smá samfélag. Þar getur verið nóg fyrir mann að koma vel undir sig fótunum í einni atvinnugrein og smátt og smátt munu bankar og lánastofnanir færa þér önnur fyrirtæki í öðrum greinum. Þeir hafa lánstraust sem eiga eitthvað fyrir og tilheyra hópi hinna velsettu og viðurkenndu. Þannig getur útgerðarmaður fljótlega náð undirtökum í tryggingarfélagi, banka, flutningafyrirtæki, fjölmiðli, stjórnmálaflokki og svo framvegis. Að endimörkum samfélagsins. Við getum hlegið af goðsögnum Norður-Kóreu um hvernig þeir feðgar Kim Il-sung, Kim Jong-il og Kim Jong-un hafa fært landsmönnum veröldina og allt sem í henni er. En þessi goðsögn er ósköp lík goðsögnum kapítalismans um framlag hinna ríku og voldugu til samfélagsins; hvernig við værum enn týnd í forneskju ef ekki hefði verið fyrir dugnað, framsýni og elju þess- ara manna. Eins og með goðsögn Norður Kóreu er þetta bölvað kjaftæði. Ísland færðist frá oki innilokaðs og staðnaðs bændasamfélags (það er; samfélag þar sem vinnufólk bar bændurna) í átt að nútíma iðnaðar- og þjónustusamfélagi á herðum verkafólks sem þrælaði á síldarplönum og um borð í fiskiskipum fyrir skamm- arlega lág laun. Ísland dagsins í dag var byggt upp með svita þessa fólks; þreytu og erfiði; en ekki hugkvæmni þeirra sem auðguðust á að misnota þetta fólk. Þótt goðsaga kapítalismans sé hlægilega heimskuleg þá lifir hún enn. Núverandi stjórnarflokkar halda því til dæmis fram að það sé ekki fiskurinn í sjónum, sjó- mennirnir sem veiða hann eða verkafólkið sem vinnur fiskinn sem séu undirstöður sjávarútvegs á Íslandi heldur útgerðarfyrirtæki. Til að efla sjávarútveg þurfi fyrst að efla útgerðarmennina! Þetta er álíka speki og bæta megi lífsgæði þræla með því að gefa þrælahaldar- anum vindil.  Ris og fall millistéttaRinnaR Þekkingarblekkingin Til skilja betur hvernig það gat gerst að framkvæmdastjóri hlutafélags svo gott sem lagði niður eina elstu, virtustu og vinsælustu menningarstofnun landsins; Rás eitt Ríkisútvarpsins; til að átta okkur á þessum ósköpum þurfum við að rifja upp þróun samfélagshugmynda á síðustu áratug- um. Ekki síst óskhyggjuna um að leysa mætti öll stéttaátök með því að færa allt fólk í millistétt, niðurbrot hugsjóna um almannaþjónustu og skuldsettan lífsstíl fólks sem vildi byggja sér upp sjálfstæði á skuldum sínum. Framhald á næstu opnu Trú okkar á hæfni og getu hinna ríku og voldugu og þær gjafir sem þeir færa samfélaginu er ósköp lík þjóðtrú Norður-Kóreu um að allt gott eigi uppruna sinn hjá valdamönnum. 17.600 kr. 16.500 kr. stgr. 112 samtíminn Helgin 13.-15. desember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.