Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 6
STÓRKOSTLEG 17 DAGA SÉRFERÐ UM INDLAND 17. OKT - 3. NÓV AÐEINS 4 SÆTI LAUS! MEIRA Á urvalutsyn.is * Innifalið: Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn (háð lágmarksþátttöku). Verð miðast við að bókað sé á netinu. Prentað með fyrirvara um villur. ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK | SÍMI 585 4000 | FAX 585 4065 | INFO@UU.IS | WWW.URVALUTSYN.IS Skannaðu inn QR kóðan og sjáðu spennandi myndband um 17 daga sérferð til Indlands! S annfæring getur ekki staðið lögum ofar, segir Halla Berg-þóra Björnsdóttir, sýslumaður á Akranesi. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um ummæli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að hann hafi far- ið eftir eigin sannfæringu við ráðningu í embætti sýslumanns á Húsavík; enda yfirmaður hennar. Halla sóttist eftir starfinu og hefur Kærunefnd jafnréttismála úrskurðað að hún sé hæfari en karlmaðurinn sem ráð- herra festi í starfinu. Ráðherra stendur keikur og er dagurinn í dag, föstudagur, sá síðasti til að vísa málinu til dómstóla. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir það verða æ algengara hjá hinu opinbera, bæði ríkisins og sveitar- félaga, að hæfasti umsækjandinn sé ekki ráðinn og honum greiddar bætur sækist hann eftir því. „Það á að fara eftir reglunum og ekki kaupa sig frá þeim vegna geðþóttaákvarðana innan hins opinbera,“ segir hún og að staðan valdi þeim áhyggjum. Ráðherrar séu æðstu embættismenn þjóðarinnar og eftir höfð- inu dansi limirnir. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra segir orð Guðlaugar undirstrika að sníða þurfi skotheldar reglur um ráðningar. Skoða þurfi hvort taka eigi ráðningar- vald af ráðherrum. Hæfnisnefndir myndu þá kveða upp úr um hver hreppi hnossið. „Það er athyglisvert að undanfarin ár hefur oftar verið leitað til Jafnréttis- stofu vegna óánægju með ráðningar en launa,“ segir hún og að það eigi við um bæði kynin, þó oftar konur. Hún bendir á, vegna umræðu um að Halla Bergþóra eigi vart rétt á bótum þar sem hún sé í sambærilegu starfi og hún sóttist eftir, að hún sé aðeins í afleysingarstarfi. Spurð hvort Halla þurfi að óttast að mál- ið hafi áhrif á framtíð hennar sem sýslu- manns, þar sem hún sé aðeins ráðin til áramóta og Ögmundur hafi ráðninguna í hendi sér svarar Kristín: „Auðvitað á hann að vera hlutlaus.“ Sjálf kvíðir Halla því ekki en segir: „Engin veit hvað fram- tíðin ber í skauti sér.“ Halla Bergþóra situr í starfi Ólafs Þórs Haukssonar, sem sinnir starfi sérstaks saksóknara. Vegna óvissunnar sóttist hún eftir starfinu á Húsavík, þar sem hún er uppalin. Hún segir boltann nú hjá innanríkisráðuneytinu og Ögmundi. Það sé í hans höndum hvort málið endi fyrir dómstólum. „Jafnréttisbaráttan er klárlega ekki að virka. Þess vegna tel ég þörf á þessum lögum. Þegar staða kynjanna er orðin jöfn er hugsanlega ekki þörf á þeim lengur,“ segir Halla Bergþóra og hún hafi hugsað sig vel um áður en hún fór með málið fyrir Kærunefndina. Niður- staðan hafi ekki komið sér á óvart. Sýslumannsembættin eru 24 og gegna tvær konur stöðu sýslumanns. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Opnunarhátíð Toyota í Kauptúni Opnunarhátíð Toyota í Kauptúni verður á morgun, laugardaginn 8. september, frá klukkan 12 til 16. Þar er alla starfsemi Toyota á höfuðborgarsvæðinu að finna undir einu þaki. Allar nýjustu gerðir Toyota verða sýndar og þar á meðal verður Prius Plug-In frumsýndur á Ís- landi. Þetta er nýjasta viðbótin við Prius fjölskylduna en þessum bíl má stinga í samband og keyra allt að 25 km á raf- magni eingöngu. Auk bílasýningarinnar býður Toyota til fjölskylduskemmtunar á laugardag. Einar Mikael sjónhverf- ingamaður sýnir meðal annars atriði sem aðeins er á valdi örfárra sjónhverf- ingamanna í heiminum. Sýning Einars Mikaels hefst kl. 15. - jh F í t o n / S Í A Kaupum Á allra vörum gloss frá Dior og styrkjum börn með sjaldgæfa, ólæknandi sjúkdóma. Eitt, tvö, þrjú og það varst þú... Pétur fram- kvæmdastjóri hjá Fíton Pétur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri auglýsingastofunnar Fíton. Frá sama tíma lætur Þormóður Jónsson af starfi framkvæmdastjóra Fítons en verður þess í stað starfandi stjórnarformaður Fítons og mun samhliða því leggja aukna áherslu á að starfa með öðrum markaðsfyrirtækjum í Kaaberhúsinu. Pétur ber ábyrgð á daglegum rekstri auglýsingastofunnar, ásamt stefnumótun og framkvæmd hennar. Hann situr í framkvæmdaráði Kaaberhússins, en innan þess starfa auk Fítons 4 sérhæfð fyrirtæki í markaðs- málum og boðmiðlun. Pétur hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og úr auglýsingageiranum. - jh Gjaldeyrisútboð Seðlabankans Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum, að því er fram kemur í tilkynningu bankans. Jafnframt kallar Seðlabanki Íslands eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðin þrjú sem haldin verða 3. október næstkomandi eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum. Útboðinu um kaup á krónum er ætlað að stuðla að því að fjárfestar geti selt krónueignir sínar með skipulögðum hætti, ef þeir svo kjósa.- jh  Jafnrétti Halla Bergþóra Segir Sannfæringu ekki ofar lögum Æ oftar gengið fram hjá hæfasta fólkinu Formaður BHM segir það gerast æ oftar að hið opinbera hunsi hæfasta umsækjandann og ráði annan. „Það á að fara eftir reglum en ekki kaupa sig frá þeim.“ Jafnréttisstýra segir að skoða þurfi hvort taka eigi ráðningarvald af ráðherrum. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem ráðin er til áramóta í starf Ólafs Þórs Haukssonar, óttast ekki að málið fyrir Kærunefndinni verði til þess að Ögmundur dæmi hana úr leik. Halla Bergþóra Björns- dóttir, sýslumaður á Akranesi í fjarveru Ólafs Þórs Haukssonar. Vegur persónuleiki meira en menntun? Ögmundur Jónasson sagði samtali við vinstri fréttavefinn Smuguna að þótt hann hefði sagst fara eftir eigin sannfæringu væri hann ekki að hefja sig yfir lögin. „Þegar ég vísaði í eigin sannfæringu og dómgreind, var ég auðvitað að meina innan ramma laganna.“ Aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðuninni. Hann hafi sýnt fram á það að tilteknir persónulegir eiginleikar þess sem skipaður var hafi meðal annars orðið þess valdandi að hann varð fyrir valinu með hliðsjón af þörfum embættisins. Helgin 7.-9. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.