Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 74
Helgin 7.-9. september 201258 tíska Hjarðhegðun á litla Íslandi Upp á síðkastið hafa verið miklar deilur um sí- vinsælu diskó-buxurnar sem hafa tröllriðið tísku kvenna hér á landi. Buxurnar hafa verið ein mest selda flíkin hjá bandarísku versluninni Am- erican Apperal síðustu ár, en eru fyrst núna að ná brjóta sér leið inn í hug og hjörtu kvenna, eft- ir að hafa náð mestu vinsældunum fyrir tveimur árum erlendis. Nú virðist þetta vera skylduflík í fataskápinn og liggur við að hver einasta stelpa á landinu eigi minnsta kosti eitt par. Diskó-buxurnar kynþokkafullu eru þó bara enn eitt dæmið um hjarðhegðun í okkar litla samfélagi þegar kemur að tísku og trendum. Lita skórnir frá Jeffrey Cambell, chocker háls- menin og skyrtuskraut fylgja þar fast á eftir og er þetta allt fatnaður sem við vitum að hittir beint í mark ef við erum í óvissu hverju á að klæðast. Þessi vinsælu tískutrend sem við erum öll svo örugg með að klæðast, koma oftast frá nágrannalöndunum, sem að okkar mati eru með puttann á púlsinum. Frumkvöðlarnir hér á landi plokka út vinsælustu trendin, hjörðin eltir og á endanum göngum við langt yfir eðlileg mörk í ofnotkun á þessum nýju trendum. Það er ástæðan fyrir því að trendin staldra styttra við hér en annarsstaðar. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Fatauppboð Kim Kardashian stendur fram á sunnudag. Lítill hluti ágóðans fer til góðgerðarstarfsemi. Ágóðinn fer mestur í vasa Kim Uppboð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian á gömlum flíkum er hafið á söluvefnum eBay og mun það standa fram á sunnudag. Fötin koma úr fataskáp stjörnunnar sem nýlega var tekinn í gegn af kærastanum hennar, Kanye West. Að mestu er þetta glamúr fatnaður sem tilheyrir fortíðinni. Það er gríðar- legt magn af fötum sem Kim hefur sett á eBay en einnig má finna notaðan fatnað frá systur hennar, Kourtney, og manninum hennar, Scott Disick. Ágóði uppboðsins mun þó ekki allur renna til hjálparsjóðs, eins og Kim lét hafa eftir sér í vikunni á samskiptavefunum Twitter. Sjálf mun hún hirða 90 prósent ágóðans og senda tíu prósent til hjálparsjóðs kirkjunnar. Louboutin vann málið um rauða sólann Síðastliðna sextán mánuði hefur skóhönnuðurinn Christian Louboutin staðið í harðri deilu við tískuhúsið Yves Saint Laurent um rauða sólann, en Louboutin kærði fyrirtækið fyrir að nota sólann á sína hönnun. Baráttunni lauk loksins á miðvikudaginn þar sem dómur féll Louboutin í hag. Nú er rauði sólinn löglega hans vöru- merki, svo lengi sem skórinn sjálfur er ekki rauður eins og sólinn. Skóhönnuðurinn segist þó ekki vera fylli- lega ánægður með þessa ákvörðun dómarans en sé orðinn þreyttur á þessum deilum og ætli að láta þennan dóm duga. Lana valin kona ársins Hin árlega verðlaunahátíð karla- tímaritsins GQ var haldin hátíðleg á þriðjudaginn þar sem breska söngkonan Lana Del Rey var valin kona ársins af lesendum blaðsins. Lana tók þakklát við verðlaun- unum í rjómalituðum kjól frá ástralska hönnuðinum Wayne Cooper sem hún paraði við hand- tösku frá Salvatore Gerragamo. Lana var eina konan sem hlaut verðlaun þetta kvöldið en Robbie Williams, Tom Jones og Sacha Baron Cohen voru meðal þeirra sem unnu til verðlauna. Lana Del Rey var valin kona ársins af lesendum karlatímaritsins GQ. Blake Lively þann 1. september. Leikarinn Bradley Cooper í einlitum jakkafötum þann 27. ágúst. Sala á vínrauða varalitnum frá Mac hefur aukist með haustinu. J arðlitirnir eru alltaf áberandi á hverju ári þegar haustið fer að láta á sér kræla, en einn litur virðist þó meira áberandi en aðrir þetta árið. Vínrauði liturinn er ótrúlega vinsæll í ár, hvort sem hann er notaður í fatnaði eða snyrtivörum. Þetta er litur sem passar vel við hvað sem er. Vínrauður litur vinsæll í haust Jessica Alba sparileg með vínrauðan varalit. Leighton Meester í kjól frá Salvatore Ferragamo. Tökum upp nýjar vörur í hver ri viku Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.