Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 40
F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Kári S teinn Karls son, langh laupa ri 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið mitt þau rifust heiftarlega. Hann rauk síðan út í æðiskasti og kom ekki heim fyrr en nokkrum dögum síðar og þá sagði hann Patsy að hún þyrfti aldrei að hafa áhyggjur af Esther og börnunum framan. Það hefði verið séð um þau. Esther var 23 ára gömul þegar þetta gerðist og síðan þá hefur ekkert heyrst frá henni. Raymond er enn á lífi en Donita glímdi við andleg veikindi alla tíð og lést árið 1999. „Eftir að ég byrjaði að leita að Ester fann ég Raymond og legstað Donitu,“ segir Melissa sem er orðin mjög náin hinum horfna bróður sínum. Léttir að faðir minn er ekki morðingi „Ég hitti Raymond tvisvar í viku og tala við hann dag- lega í síma. Við erum orðin mjög náin. Hann er mjög veikur og ég hugsa að hann eigi ekki langt eftir. Ég fékk bestu vinkonu mína til þess að flytja inn til hans og hugsa um hann. Hann lifði sjálfur mjög ofbeldis- fullu lífi og síðasta minning hans um móður sína er þegar hann horfði á föður okkar berja hana og stinga þennan dag sem hún endaði á spítalanum í tvær vikur. Þá hélt hann að hann hefði orðið vitni að dauða hennar sem renndi enn frekari stoðum undir skelfilegan grun okkar um hver örlög Estherar hefðu orðið.“ Melissa kom til Íslands á sunnudaginn og þessa sömu helgi var í bloggi og fréttum sagt frá því að eftir mikla leit á eigin vegum hefði Lilly Valgerður Odds- dóttir komist á slóð Estherar. Hún hefði gifst aftur, lifað góðu lífi og dáið árið 2002. Melissa segist nokkuð viss um að hér með sé Esther fundin og saga hennar hafi þá fengið farsælli lyktir en áður var óttast. „Ég er 90% viss um að þetta sé Esther en ég get ekki verið viss vegna þess að ég hef engar sannanir fyrir því. Lilly Oddsdóttir hélt áfram að leita og leita og við erum svo ánægð með að hún hafi loks fundið hana. Ef þetta er Esther. Þetta er fyrst og fremst ánægjulegt vegna þess að við höfum þá loksins fundið hana. Síðan er þetta mikill léttir fyrir mig að vita að faðir minn sé ekki morðingi. Þannig að ef þetta er tilfellið þá erum við öll hæstánægð.“ Fagnaði dauða Larrys Á meðan Melissa skrifaði sögu Estherar heltust hryllilegar bernskuminningar hennar yfir hana. „Fyrri hluti bókarinnar kallaði á seinni hlutann vegna þess að þegar ég skrifaði um Esther flæddu allar minningar mínar um ofbeldið yfir mig. Minningar sem ég hafði bælt niður og verið á flótta undan í fjörutíu ár. Draumar og martraðir byrjuðu að sækja á mig og ég gat hvorki borðað né sofið. Ég var heltekin af þessu og varð að skrifa seinni hlutann og segja mína eigin sögu. Ég ætlaði enn að gefa bókina út sjálf en síðan atvikaðist það þannig að hún kemur núna fyrst út á ís- lensku.“ Leit Melissu að Esther hófst í mars 2009 þegar einkaspæjarinn Peggy Baldwin hafði samband við hana fyrir hönd ættingja Esterar á Íslandi til þess að grafast fyrir um hvort Melissa vissi eitthvað um Esther. Jólin áður höfðu þó minningar um föður hennar sótt svo á Melissu að hún tók á sig rögg og fletti honum upp á Google og komst, sér til mikillar skelfingar, að því að hann væri enn á lífi og byggi á Flórída. Hún fékk sig þó ekki til þess að hringja í hann fyrr en í janúar- lok og komst þá að því að Larry var nýlátinn. „Ég hafði ekki séð hann í 35 ár þegar ég fann þessa þörf fyrir að komast að því hvort hann væri á lífi og það eina sem ég fann þegar Jan, fjórða eiginkona hans, sagði mér að krabbamein hefði dregið hann til dauða skömmu áður en ég hringdi. Melissa lýsir þessum orðaskiptum í bók sinni: „Var hann jarðaður eða brenndur?“ spurði ég. „Æ, vina mín ... ég lét brenna hann.“ „Ansans,“ svaraði ég, „ég sem var búin að heita því að hrækja á leiðið hans þegar hann dæi.“ „Þú getur alltaf komið og hrækt á öskuna,“ svaraði hún að bragði eins og ósk mín hefði verið fullkomlega eðlileg. Melissa kvaddi Jan síðan með þeim orðum að hún væri glöð yfir því að Larry hefði þjáðst á banalegunni. „Ég er ennþá mjög reið. Ég er reið út í móður mína og ofboðslega reið föður mínum. En ég ætla ekki að láta þetta hafa áhrif á líf mitt lengur en þetta er þarna ennþá og fer aldrei. Ég get ekki ímyndað mér að nokk- ur manneskja gæti nokkurn tíma sætt sig almennilega við það sem ég hef upplifað,“ segir Melissa sem áttaði sig ekki á því fyrr en eftir að móðir hennar lést að hún hefði vitað hvað Larry var að gera börnunum án þess að bregðast við. „Eldri systir mín var mjög mótfallin því að ég byrjaði að skrifa þessa sögu og legðist í þessa leit. Hún sagði mér að fara ekki ofan í þessa ormagryfju en ég hélt samt ótrauð áfram vegna þess að mér fannst það vera hið eina rétta. Og ég vildi að fjölskylda Estherar gæti fengið einhvers konar uppgjör sem er eitthvað sem við fengum ekki. Við systurnar höfum ekki talað saman síðan og hún er mér mjög reið fyrir að gera þetta.“ Þvingaður í ófrjósemisaðgerð Melissa, systkini hennar og móðir bjuggu við ára- langar barsmíðar og misnotkun Larrys en að lokum hélt Larry á aðrar slóðir og fann sér ný fórnarlömb. „Móðir mín fór frá honum eftir að ég sagði henni frá því sem hann var að gera við okkur. En hún tók honum svo aftur. Hann flutti aftur inn á heimilið en þá flutti amma mín líka til okkar og verndaði okkur börnin fyrir honum. Móðir mín sagði okkur aldrei neitt um pabba. Ég held að hún hafi óttast að ef við kæmumst að því að hún hefði verið svona andvaralaus eða lokað augunum fyrir þessu myndum aldrei tala við hana framar. Hún lést 1997 og tók leyndarmál sín með sér í gröfina, rétt eins og Bill Gavin, eldri bróðir föður míns, og faðir minn sjálfur.“ Meðal þeirra gagna sem Melissa hefur í fórum sínum er geðmat á föður hennar frá þremur spítölum þar sem hann er meðal annars sagður ofsóknaróður. Hann staldraði þó aldrei lengi við á sjúkrahúsunum og gortaði sig af því að það væri ekkert mála að blekkja læknana. Læknunum tókst þó að þvinga Larry í ófrjósemisað- gerð enda var móðir Melissu þá orðin svo illa farin eftir að hafa fætt fimm börn að enn ein meðganga hefði getað kostað hana lífið. Larry virtist hins vegar hafa óstjórnlega þörf fyrir að eignast börn og þráði stúlku- börn heitt að því er virðist einungis til þess að geta eignast fleiri fórnarlömb. Ófrjósemisaðgerðin kom að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að faðir okkar reyndi að byggja upp nýtt konungs- ríki. Hann fann sér konu sem hét Bonnie og átti litlar dætur. Melissa náði sambandi við eina dætra Bonnie sem sagði henni að þær hefðu ekki orðið varar við að Larry beitti móður þeirra ofbeldi en líf þeirra systra hafi hins vegar verið helvíti á jörð, eins og Melissa gæti gert sér í hugarlund. Þær systur hafi hrósað happi að komast lif- andi frá sambúð móður sinnar og Larrys. „Ég er líka viss um að hann hafi níðst á síðustu kon- unni sinni, Jan, en ég held að hún sé jafn sjúk og hann var. Vegna þess að þau voru saman í þrjátíu ár. Hún hlýtur að hafa vitað hverslags skrímsli hann var en lét samt eins og hann væri salt jarðar. Hún tók samt undir grunsemdir okkar um að faðir minn hefði drepið Est- her þegar ég sagði henni frá þeim. Hún sagðist halda það líka og hefði alltaf fundist sem hann ætti hræðilegt leyndarmál sem hann héldi frá henni. Ættarsaga um sifjaspell Melissa telur víst að sifjaspell hafi þótt eðlileg og sjálfsögð i föðurfjölskyldu sinni kynslóðum saman og byggir grun sinn á því sem hún hefur frá föður sínum og bróðurdóttur hans. Hún leggur út af þessu í sögu Estherar þar sem hún segir ömmu sína hafa verið mis- notaða af föður sínum og hún hafi síðan tekið að sér að vígja syni sína tvo, Bill og Larry, inn í ættarhefðina með því að láta þá stunda með sér kynlíf og beita sig ofbeldi. Þar sem engum sögum fer af föður Larrys og Bills lætur Melissa einnig í það skína að amma hennar hafi eignast synina með afa þeirra. „Ég hitti þessa ömmu mína aldrei og faðir minn hélt öllu um fólkið sitt vandlega leyndu. Hann sagði mér að öll fjölskylda sín væri dáin en mamma vissi betur en var aldrei hreinskilin við okkur.“ Melissa rekur þessa sifjaspellshefð langt aftur í tímann en í æðum hennar rennur Cherokee-indíána- blóð sem hún erfði frá föður sínum. „Þegar verið var að flytja Cherokee-indíánanna á verndarsvæðin 1838 sluppu einhverjir þeirra á leiðinni, þar á meðal for- feður mínir, og settust að hjá landnemum. Og þar hófst sifjaspelllið til þess að halda kynstofninum hreinum. Þetta þróaðist svo kynslóð eftir kynslóð og hefur náð skelfilegu hámarki í föður mínum.“ Úr skugga föðurins Melissa á að baki þrjú hjónabönd og á þrjú börn og er orðin amma. En hún er fyrst núna farin að höndla hamingjuna og býr með manni sem hún kynntist fyrir fjórum árum. „Hann er eini maðurinn sem hefur komið vel fram við mig. Hingað til hefur líf mitt eiginlega allt verið stöðugur flótti frá þessu. Ég drakk mikið, djammaði mikið og var mjög lauslát á yngri árum og skuggi föður míns hefur hvílt á mér. Ég hef alla tíð séð fyrir hugskotsjónum mínum leiftur úr lífi mínu. Ekki ósvipað sýnishornum úr bíómyndum. Eitt augnablik hér og annað þar. Ég gat aldrei púslað þessu saman en þegar ég byrj- aði að skrifa rifjaðist þetta allt upp og þá fann ég að öll þessi leiftur voru aðstæður sem ég hafði upplifað. Það var hryllilegt þegar þetta gaus svona upp.“ Melissa hefur fengist við ýmislegt um ævina. Hún rak meðal annars veitingaþjónustu um árabil en sinnir nú ferðaþjónustu tengdri hestamennsku. „Ég á arab- íska hesta sem ég tók við af móður minni. Fyrst var kvöð að sinna hestunum en hún breyttist í ástríðu og ég vil þakka hrossunum að mér hafi auðnast að glíma við þessar ljótu minningar. Á meðan ég kembdi þeim, talaði ég við þá og grét og horfði í þessi stóru, fallegu skilningsríku augu.“ Melissa segist ekki hafa fengist við ritstörf að ráði fyrr en núna. „Ég hef skrifað eitthvað af ljóðum og smá- sögum sem hafa aldrei komist lengra en ofan í skúffu. Mér fannst svo mikilvægt að finna Ester og fannst eina leiðin til þess vera að leggja allt líf mitt á borðið, sem ég og gerði. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi enda svona en nú hef ég lagt líf mitt fram fyrir alla að sjá.“ Esther hóf nýtt líf í Alabama Lilly Valgerður Oddsdóttir lagðist í mikla rannsóknarvinnu og leit að Rögnu Esther á eigin vegum sem hefur nú skilað því að Ragna Esther virðist vera komin í leitirnar eftir að hafa verið týnd síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Leit Lillyar leiddi hana á slóð Radna Esther Isholm Vickers sem lést í Alabama árið 2002. Radna Esther er sögð fædd í Nice í Frakk- landi árið 1927 en flest bendir þó til að þarna sé Ragna Esther loksins fundin. Radna átti langt og farsælt hjónaband, lifði eiginmann sinn og lét eftir sig börnin Lou Ann LeMaster og Jack Vickers. Þá átti Radna fimm barnabörn þar á meðal er Kristianna LeMaster Gibbs sem segja má að beri íslenskt nafn. Lou Ann, dóttir Rögnu Estherar frá seinna hjónabandi, hefur haft samband við Melissu Gavin og beðið hana um að nefna móður sína ekki á nafn í bók sinni. Melissa staðfestir að hún hafi fengið slíkt bréf en kaus að aðhafast ekki að öðru leyti en því að hún áframsendi það á útgefanda sinn. Eins og fram kemur í viðtalinu við Melissu fagnar hún því að Ragna Esther virðist komin í leitirnar. Hún áréttar einnig að hún og hennar fólk hafi aldrei fullyrt að faðir hennar hafi ráðið Rögnu Esther bana þótt þau hafi grunað það. Þá sé þess heldur hvergi getið í Grimmdarlífi að Larry hafi myrt Esther heldur aðeins greint frá því hvernig hann hegðaði sér og talaði um það leyti sem Ragna Esther hvarf sporlaust. Ragna Esther þrettán ára gömul. Við öll sem vissum hvað pabbi var fær um að beita miklu og grófu ofbeldi töld- um okkur vita hvað Esther hefði þurft að þola í hjónaband- inu og við drógum þá ályktun að hann hefði banað henni. 40 úttekt Helgin 7.-9. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.