Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 53
 s HVAÐ: Dans P HVAR: Von, Efstaleiti 7 æ HVENÆR: Annan hvern laugardag kl. 22. 30 m FYRIR HVERN: Allir velkomnir L NÁNAR: www.saa.is s HVAÐ: Félagsvist P HVAR: Von, Efstaleiti 7 æ HVENÆR: Annan hvern laugardag kl. 20 (sama kvöld og dansinn) m FYRIR HVERN: Allir velkomnir L NÁNAR: www.saa.is BRImRúN VIlBERgsdóttIR ER BYRjuÐ AÐ pússA dANsskóNA FYRIR dANsINN HjÁ sÁÁ: Dansiball annað kvöld í Von Brimrún ásamt eiginmanni sín- um, Jóni Hjartarsyni rakara, en þau hjónin hafa mætt reglulega í dansinn síðustu þrjú árin. „Batanámskeiðið er ætlað fólki sem er búið að vera edrú í þrjá mánuði eða meira og hefur verið virkt í AA- samtökunum,“ segir Hörður Odd- fríðarson, dagskrárstjóri göngu- deildar SÁÁ, en námskeiðin eru haldin yfir helgi í Von í Efstaleitinu og er ætlað að hjálpa alkóhólistan- um að glöggva sig á því hvar hann er staddur í bataferlinu. „Það er mjög gott fyrir fólk að geta litið yfir farinn veg, séð hverju hefur verið lokið, hvaða verk liggja fyrir og gera áætlun um hvernig unnið verður úr þeim verkefnum. Það geta komið fram ákveðin einkenni hjá einstaklingum sem geta truflað þá í bata og þau þarf að skoða og svo er líka tilvalið að skoða þær breytingar sem hafa orðið til góðs, en alkóhólistar og fíklar gera oft lítið af því að klappa sér á öxlina fyrir það sem þeir hafa gert gott.“ Námskeiðið samanstendur af sex fyrirlestrum og í kjölfar hvers fyrir- lesturs fylgir hópvinna og að nám- skeiðinu loknu býðst hverjum og einum viðtal við ráðgjafa. Fjallað er um fallvarnir og hvernig fólk hefur brugðist við vanda og hvort betur mætti bregðast við aðstæðum. Hörður segir svona námskeið gagnast fólki mjög vel ef það hefur áhuga á að viðhalda bata sínum:„Það er mjög gott fyrir fólk að fara í svona vinnu til að fullvissa sig um að það sé á réttri leið í bata. Það koma upp vandamál hjá öllum sem fólk leysir á mismunandi hátt og það er lærdómsríkt að fara yfir það hvernig maður leys- ir úr vanda og svo er gott að geta horft yfir sviðið og segja sjálfum sér að maður sé á réttri leið.” BAtAHElgARNAR sVokölluÐu ERu AlltAF VINsÆlAR: Allt í lagi að klappa sér á bakið s HVAÐ: Batanámskeið P HVAR: Von, Efstaleiti 7 æ HVENÆR: 17.-18. nóvember m FYRIR HVERN: Fyrir alkóhólista sem hafa verið edrú í meira en þrjá mánuði L NÁNAR: www.saa.is Hjónin Haukur Jónsson, kokkur hjá Landhelgisgæslunni, og Lilja Sveinsdóttir afgreiðslukona, mæta alltaf í dansinn. Hörður segir alkóhólista og fíkla ekki gera nóg af því að klappa sér á öxlina fyrir það sem þeir hafa gert gott og mælir með að fólk mæti á batanámskeið. Aðra hvora helgi er ball fyrir allar kynslóðir í Edrúhöllinni í Von, Efstaleiti 7, en á undan er gefið í félagsvist. „Við reynum alltaf að mæta,“ segir Brimrún Vilbergsdóttir en hún og maðurinn hennar, Jón Hjartarson, keyra ofan af Akranesi til að mæta í dansinn: „Það sem dregur okkur á ball er frábær félagsskapur og yndislegt fólk með hlýtt og gott viðmót,“ útskýrir Brimrún. „Mér finnst alltaf skemmti- legast þegar Klassík spilar því þá er maður komin með 100% dansmúsík.“ Brimrún og Jón hafa saknað dans- ins í sumar: „Þetta er búið að vera alltof löng bið – tveir mánuðir í pásu en dansinn byrjar aftur á morgun og við hlökkum mikið til. Dansskórnir eru klárir og pússaðir og dressið er í startholunum því auðvitað klæðir maður sig upp.“ Dansinn einn og sér er spennandi en eins og fyrr segir þá Brimrún hvað spenntust fyrir félagsskapnum: „Það eru allir velkomnir í dansinn. Fólkið sem stendur að þessu er svo frábært að það laðar alla að, manni líður eins og maður sé kominn heim. Það er yndislegt að koma á stað þar sem allir eru edrú og allir eru skemmtilegir og ég get sagt það að fólk sem hefur snúið til baka úr óreglu er skemmtilegasta fólk sem hægt er að vera nálægt; glatt og kátt og finnst svo gaman að vera til,“ segir Brimrún. 13 2012 SEPTEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.