Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 8
Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is FRÁBÆRT VERÐ! DUBLIN 1. - 5. NÓV. - 4 DAGA FERÐ Verð frá: 83.900 kr. á mann m.v 2 fullorðna í tvíbýli í 4 nætur á Bewleys Ballsbridge með morgunmat inniföldum LÁGMÚLA 4 108 RVK SÍMI 585 4000 URVALUTSYN.IS Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Nýtt lán í lánasúpu Hafnarfjarðar Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Eldhúsvaskar og tæki Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Bol-871 48cm þvermál þykkt 0,8mm 6.990,- Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990,- AGI- Eldhústæki 3.990,- Bol-897 66x43x18cm þykkt stáls 0,8mm 10.450,- Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490,- (fleiri stærðir til) Ég bað afgreiðslu- manninn að raða í pokann fyrir mig, ég væri allt í einu lömuð í hendinni. Svo man ég óljóst eftir heim- ferðinni. En dóttir mín var í bílnum og sagði að ég hefði talað sam- hengis- laust út í eitt. Hafnarfjarðarbær yfirtók lán til tólf ára upp á sextíu milljónir króna sem hvíldi á Dofrahellu 1 svo gera mætti upp við fyrirtækið sem fékk lóðina í úthlutun árið 2007. Þegar Laki ehf. fékk lóðina námu gatnagerðargjöldin tæplega 57,7 milljónum króna. Samkvæmt reglum sveitarfélaga hafa þau flest greitt lóðirnar út ásamt vöxtum. Bærinn hefur hins vegar í fleiri en þessu máli yfirtekið lánin sem á þeim hvíla í stað þess að greiða þær út í hönd. Valdimar Svavarsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í minnihluta Hafnarfjarðarbæjar, segir búið að eyða öllu fénu sem fékkst fyrir lóðir í Hafnarfirði og rúmlega það. Bærinn eigi enga peninga og þetta sé eina leiðin svo hægt sé að standa skil á samningum og endurgreiða lóðina. „Það er bitur og leiðinlegur kaleikur að taka á móti lóðinni, en í ljósi reglna og umgjörðar er lítið annað hægt að gera.“ Skuldir Hafnarfjarðar í fyrrahaust námu 243 prósent af tekjum. Samkvæmt vef Viðskipta- blaðsins jafngildir það því að hver bæjarbúi skuldi tæpa 1,1 milljón króna. - gag Valdimar Magnússon í Jóa útherja með Tottenham- treyju. Nafn Gylfa Sigurðssonar passar ekki á treyjur þeirra yngstu nema stafirnir séu minnkaðir talsvert. Ljósmynd/Hari  Fótbolti EFtirnöFn ÍslEndinga hEnta illa á FótboltatrEyjur barna Nafn Gylfa passar ekki á treyjur þeirra yngstu „Það má alveg troða á treyjurnar en það er bara svo ljótt,“ segir Valdimar Magnússon, eigandi íþróttavöruversl- unarinnar Jóa útherja. Ungir fótboltakrakkar vilja gjarnan eignast treyjur með eftirlætis leik- mönnunum sínum. Ekkert mál er að koma nöfnum Ronaldos og Messi aftan á treyjur í barnastærðum en það sama gildir ekki um Sigurðsson og Sigþórsson. Nöfn þeirra Gylfa Þórs Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórsson- ar passa ekki á treyjur þeirra yngstu. „Þetta sleppur eiginlega fyrst í Small í fullorðinsstærð. Við höfum leyst þetta þannig að við skerum nöfnin í minni stöfum. Það er auðvitað ekki eins og „orginal“-merkingin en sá sem kaupir treyjuna ræður því nokk- urn veginn hvernig hann vill hafa þetta,“ segir Valdimar. Talsvert hefur selst af Tot- tenham-treyjum með nafni Gylfa Þórs Sigurðssonar aftan á en hann á þó langt í land með að ná Ronaldo og hans líkum í sölu. „Við hefðum örugglega verið búnir að selja meira ef Gylfi hefði farið í Liverpool en þetta snýst líka um hvernig hann stendur sig. Hann er ekki enn farinn að sýna klærnar. Þegar september er búinn þá fer að skýrast hvernig vinsældir hans verða.“ Kolbeinn Sigþórsson leikur með Ajax í hollensku deildinni en ekki hefur selst mikið af þeim treyjum í Jóa útherja. „Það er ekki sami hlutur, því miður. Ef Kolbeinn ætlar að ná eyrum okkar hérna heima þarf hann að fara yfir til Eng- lands. Við horfum mest á ensku deildina.“  særún aFþakkar gjaFir Í tilEFni FjörutÍu áranna. Særún lét heilablóðfall ekki stöðva drauminn Særún Harðardóttir söngkona fékk heilablóðfall fyrir fimm árum, lamaðist að hluta, náði sér og syngur nú til styrktar sex ára Sunnu. Það gerir hún í tilefni af fertugsafmæli sínu og lífinu í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Særún hafði nýhafið söngnám þegar hún veiktist en lét það ekki stoppa sig og hélt náminu áfram: „Þvert á móti, ég tel ég hafi verið ákafari í að láta drauminn rætast.“ á ratuga vinátta og barátta eftir heila-blóðfall er ástæða þess að Særún Harðardóttir söngkona hefur ákveð- ið að styrkja litlu stúlkuna Sunnu Valdísi, dóttur vinkonu sinnar, með söng. Særún fékk heilablóðfall fyrir fimm árum, þegar hún hafði rétt hafið söngnám. Þrátt fyrir lömun í annarri hendinni og aðra fylgikvilla heila- blóðfalls hélt hún í drauminn um að syngja og kláraði námið. „Fyrir fimm árum síðan lifði ég af heila- slag. Mig langaði til að halda upp á hversu vel fór og að ég fékk annað tækifæri í lífinu og get gert það sem mig langar til; sungið. Um leið vildi ég láta gott af mér leiða. Þakka fyrir það sem ég hef fengið. Ég ákvað að halda tón- leika og fá gott fólk með mér og afþakka allar gjafir í tilefni fertugsafmælisins frá mínum nánustu og fá þau til að leggja frekar peninga í þessa söfnun fyrir Sunnu.“ Fréttatíminn hefur sagt frá lífi Sunnu sem glímir við AHC, ein Íslendinga. Það er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingu í geni. Við köst lamast litla stúlkan misalvarlega um mislanga stund, fær höfuðverk og krampa sem hafa áhrif á þroska hennar. „Við mamma hennar Sunnu kynntumst í Kvennó á menntaskólaárunum, urðum vin- konur og vorum í vinahóp. Svo varð ég móðir mjög ung, eignaðist stúlku nítján ára. Þá fóru vinirnir að tínast í burtu, enda ég í öðru. En hún stóð alltaf við bakið á mér. Stúlkan mín fékk því millinafnið hennar. Núna vil ég vera til staðar fyrir hennar stelpu.“ Særún hóf söngnámið í byrjun árs 2007 en fékk slagið í mars. „Ég kláraði samt prófin í þessu öllu; tók þetta með trukki. Það hjálpaði mér að syngja og var sem gulrót í endann. Ég ákvað að láta heilaslagið ekki stoppa mig.“ Heilablóðfallið bar að í bakaríi. „Ég man eftir því þegar ég fór inn í bakaríið. Mér fannst fráleitt að finna ekki fyrir hendinni. Það var mikið að gera og röð fram að dyrum. Ég bað afgreiðslumanninn að raða í pokann fyrir mig, ég væri allt í einu lömuð í hendinni. Svo man ég óljóst eftir heimferðinni. En dótt- ir mín var í bílnum og sagði að ég hefði talað samhengislaust út í eitt,“ lýsir hún. „Það tók mig nokkra mánuði að fá aftur mátt í höndina þannig að ég gæti notað hana. Ég er ekki ná- kvæmlega eins og fyrr, en ég er ansi góð.“ Særún segir að sér hafi fundist erfitt að fást við daglegt amstur aðeins með aðra höndina virka. „En þegar ég byrjaði í sjúkra- þjálfuninni sá ég svo margt fólk sem var miklu verr farið en ég. Það hleypti í mig eld- móði og ég hugsaði að ég gæti ekki kvartað. Ég fékk að lifa, vera með manninum mínum og börnum. Það fá ekki allir.“ Hún fór í hartaaðgerð ári eftir slagið, þar sem litlu opi var lokað. „Svei mér þá ég held ég elski meira en áður með endurbætt hjarta,“ segir hún og hlær. Hún kvaddi stress og álag og starfar nú við sönginn með Schola Cantorum. „Ég fékk mitt heilaslag og ég náði bata. Mörg börn berjast ævilangt við vanheilsu og hamlanir og í tilfelli Sunnu er óvissan erfiðasti þátturinn. Þessi litla fjölskylda þarf að taka einn dag í einu, alltaf. Þar sem þessi sjúkdómur er óalgengur og lítið rannsakaður er alls óvíst um batahorfur hennar,“ segir hún og undirbýr tónleikana sem haldnir verða í safnaðarheimilinu í Vídalínskirkju á laugardag, klukkan sautján. Frítt er inn en fólki frjálst að leggja fé til söfnunarinnar. „Það er ekki annað hægt en að dást að hugrekki, jákvæðni og baráttu þeirra. Ég hef verið kölluð hetja fyrir baráttu mína en í mínum huga eru það manneskjur eins og Sunna og hennar fjölskylda sem eru hetjur með stóru H-i.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Særún með börnum sínum þremur, Gunn- hildi Erlu, Ást- rós Gabríelu og Daníel Steini. Gunnhildur Erla syngur einnig á tónleikum móður sinnar á laugardag. Mynd/Hari Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. 8 fréttir Helgin 7.-9. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.