Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 47
V ið sem stöndum að stofnun þessa félags höfum fundið þörf til að hittast og ræða einhverskonar réttindabaráttu- og hagsmunafélag til að hjálpa konum að sættast við alkóhólismann og afleiðingarnar með ákveðinni reisn,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sem ásamt þeim Guðrúnu Kristjánsdóttur og Kristínu Pálsdóttur, standa að stofnun Kvenfélags SÁÁ. Ofbeldi, skömm og sektarkennd „Nú er bara tíminn til að gera þetta,“ heldur Guðrún Ebba áfram en henni finnst vera mikil vakning meðal kvenna og vilja þær nýta þann kraft. „Það sem mér hefur fundist vanta í umræðuna um konur og alkóhólisma er ofbeldi. Þegar konur koma í meðferð finnst mér mega beina sérstakri athygli að því, en rannsóknir sína að mjög margar konur hafa orðið fyrir ofbeldi,“ segir Guðrún Ebba sem sjálf varð fyrir kynferðislegu ofbeldi og telur það hafa hjálpað sér mikið í sínum bata að opna fyrir þá umræðu. „Einn tilgangur kvenfélagsins er að opna þessa umræðu; spyrja konur beint þegar þær koma í meðferð hvort það sé ofbeldissaga og hjálpa þeim að fjarlægja skömmina og sektarkenndina sem því fylgir. Þessar konur verða að vita að þær hafa stuðninginn hvort sem þær eru tilbúnar að taka á því strax eða ekki. Konur eru oft í mörg ár að reyna að fyrirgefa sjálfum sér jafnvel þótt þær hafi ekki gert neitt af sér,“ segir Guðrún Ebba sem kaus að koma fram opinberlega með sína sögu, en ítrekar að það þurfi ekki allar konur að gera: „Í mínu tilviki var pabbi minn þekktur maður og ég sagði sögu mína bæði til að létta á mér og öðrum þolendum hans. Það hafa margar konur sagt; „ég vil ekki ganga í gegnum það sama og Guðrún Ebba en mig langar í þetta frelsi sem hún hefur öðlast.“ Það fæst kannski ekki án einhvers sársauka en hægt er að lina sársaukann með því að tala saman – það er fyrsta skrefið og þar kemur þetta félag inn í myndina. Ég sé líka fyrir mér að kvenfélagið yrði milligönguaðili við Drekaslóð og Stígamót, þannig að það sé samstarf þarna á milli. Þannig mætti hafa meiri heildræna sýn.“ Jafnrétti í fyrirrúmi Kristín Pálsdóttir hefur komið að stofnun kvenfélagsins ásamt þeim Guðrúnu Ebbu og Guðrúnu Kristjánsdóttur. Kristín ólst upp með fjórum bræðrum og hefur því í raun haft áhuga á jafnréttismálum frá því að hún man eftir sér. Hennar barátta hófst á að ná því fram að bræðurnir tækju jafn mikinn þátt í heimilisstörfum og hún en í dag hefur hún mikinn áhuga á starfi SÁÁ. Kristín hefur verið félagi í samtökunum síðustu fimm ár og sem áhugamanneskju um jafnréttismál fannst henni lítil vitund um þennan málaflokk innan samtakanna og hún telur að kvenfélag sé góður grundvöllur fyrir breytingu þar á: „Þegar farið var af stað með samræðukvöld um alkóhólisma í Von tók ég til dæmis eftir því að konur voru í algerum minnihluta þeirra sem komu þar fram. Ég greip því tækifærið og talaði aðeins um jafnréttismál á samræðukvöldi um konur og alkóhólisma. Ég tók saman upplýsingar af heimasíðu SÁÁ og skoðaði kynjahlutföll í ýmsum þáttum starfseminnar. Þá komst ég til dæmis að því að engin jafnréttisáætlun er til hjá félaginu og að lítið er verið að vinna beint að framgangi jafnréttismála,“ útskýrir Kristín. Allir taki þátt „Jafnréttismál hjá svona stórum samtökum þurfa að sjálfsögðu að vera í lagi,“ segir Kristín ennfremur og bendir á að jafnrétti sé ekki bara eitthvað sem kemst á si svona. Það þarf að vinna að því markvisst með fræðslu á framkvæmdaáætlun. „Við þurfum að horfast í augu við stöðuna og þegar við mótum stefnuna er mikilvægt að sem flestir komi að gerð hennar en að hún sé ekki í höndum útvalinna kvenna. Allir þurfa að taka þátt til að hún virki. Það er kallað kynjablinda þegar fólk afneitar því að það þurfi að vinna að jafnrétti,“ segir Kristín og vitnar í söguna af stúlkunni sem skrifaði Guði bréf og spurði: „Kæri Guð. Eru strákar betri en stelpur? Ég veit að þú ert einn af þeim, en viltu reyna að vera sanngjarn.“ Það fylgir sögunni oft að þessi stúlka hafði ekki lært neina kynjafræði. Tímabær ákvörðun Guðrún Kristjánsdóttir kemur að kvenfélaginu full áhuga en hún sá um að skipuleggja fundaröð SÁÁ síðastliðinn vetur undir yfirskriftinni Konur og alkóhólismi. Á fundunum segir Guðrún að það hafi glögglega komið fram að konur eru að mörgu leyti að glíma við önnur vandamál en karlar eftir að hafa tekið á fíkn sinni. Hún segir því löngu tímabært að konur stofni sérstakt kvenfélag með jafnréttisáherslum utan um hagsmuni sína innan SÁÁ. „Meðferðin við alkóhólisma hér á landi er til fyrirmyndar,“ segir Guðrún og bætir því við að það sé framhaldið sem þurfi nánari skoðun: „Getum við með einhverjum hætti stytt leið kvenna inn í góðan bata, jú eða bara inn í meðferð til að byrja með, og aukið þannig lífsgæði kvenna?“ Allar velkomnar Guðrún segist hafa veitt því athygli fyrir nokkurum árum að það var eins og konur hefðu minna úthald í 12 spora samtökum en karlar – eins og eitthvað vantaði í bataferil þeirra: „Konur koma oft margbrotnar inn í meðferð. Þær sem virðast hafa náð mestum og bestum árangri eru þær sem hafa leitað til fagfólks samhliða 12 spora starfi. Þessu viljum við meðal annars miðla auk þess sem við viljum leggja mikla áherslu á jafnréttismál innan SÁÁ. Við bjóðum allar konur velkomnar, bæði þær sem hafa verið að glíma við fíknir og líka þær sem hafa verið að takast á við meðvirkni, sem og allar áhugakonur um áfengis- og vímuefnavandann á Íslandi,“ segir Guðrún en þessa dagana eru stofnendur kvenfélagsins á fullu í grunnvinnu fyrir stofnun félagsins. „Við munum meðal annars efna til reglulegra funda, fyrirlestra, skemmtana og jafnvel hugleiðslufunda og standa með SÁÁ í öflugu félagsstarfi þeirra. En kannski síst af öllu ætlum við að standa í bakstri eins og kvenfélaga hefur verið siður í mörg ár. Það mun mæta afgangi.“ Jafnrétti og þarfir kvenna að leiðarljósi Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera óvirkir alkóhólistar og konur. Þær hafa hver sína lífsskoðun og lífsreynslu en það sem sameinar þær er áhugi á velferð kvenna og því hafa þær stofnað kvenfélag innan SÁÁ sem hefur það markmið að stuðla að jafnrétti og auknum meðferðarúrræðum fyrir konur. s HVAÐ: Kvenfélag SÁÁ P HVAR: Von, Efstaleiti 7 æ HVENÆR: 27. september, kl. 20.30 m FYRIR HVERN: Konur L NÁNAR: www.saa.is Guðrún Ebba er tveggja barna móðir, grunn- skólakennari og annar höfundur bókarinnar Ekki líta undan. Hún var um árabil í forystu Kennara- sambands Íslands og hefur verið edrú í tæp níu ár. Guðrún starfar sem blaðamað- ur, hún er stjór- nmálafræðingur að mennt og hefur stundað nám í sálgæslu- fræðum við guðfræðideild HÍ. Guðrún hefur verið án áfengis í hart- nær þrettán ár. Kristín hefur haft áhuga á jafnréttismálum síðan hún man eftir sér. Hún er menntuð í bókmenntum, tungumálum og ritstjórnarfræð- um og starfar sem þýðandi. Kristín hætti að drekka fyrir fimm árum. Kristín, Guðrún og Guðrún Ebba, en á myndina vantar Gunnhildi sem unnið hefur með þeim að stofnun félagsins. 7 2012 SEPTEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.