Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 16
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
Gómsætar, einfaldar
og fljótlegar
m ú f f u r í h v e r t m á l
bbbb
„Það er algjör óþarfi að láta íhaldssemina halda sér
frá þessari bók því hún er þrælsniðug á allan hátt.“
Sólrún lilja r agnarSdóttir / dV
Í
leikskóla sagði hann alltaf:
Ég ded ekki, ded ekki. Það
þýddi ég get ekki. En hann
er búinn að sýna núna að
hann getur,“ segir Erla
Margrét Sverrisdóttir, föðuramma
hins rétt tæplega tvítuga Jóns
Margeirs Sverrissonar, gulldrengs
Íslands. „Hann uppskar eins og
hann sáði.“
Hún dáist að syni sínum, Sverri
Gíslasyni, sem er á miðjum fimm-
tugsaldri. Hann hefur síðustu
árin verið einstæður faðir þriggja
unglinga í Kópavogi. Jón Margeir
er elstur, svo Gísli Freyr og loks
Erla Margrét. Það var tilfinninga-
rík stund þegar fjölskyldan horfði
á þann elsta teygja sig fyrstur í
bakkann í ólympíusundlauginni
með Ástralann Daniel Fox á hæl-
unum. Sá hafði dregið hann uppi. Í
áhorfendaskaranum fylgdust faðir,
amma, stúpafi, systkinin, móðir
og afabarn með ásamt fjölda Ís-
lendinga.
„Ég, amma hátt á sjötugsaldri,
hoppaði og öskraði. Ég hreinlega
varð brjáluð. Þetta augnablik þeg-
ar hann kom fyrstur að bakkanum,
það brjótast allar tilfinningar út.
Ég hefði ekki getað ímyndað mér
þetta. Þetta er meiriháttar,“ segir
hún. „Og tilfinningaflóran þegar
pabbi hans kemur með hann labb-
andi út úr sundhöllinni. Ég var
nú hætt að gráta, en að sjá hann
standa þarna. Ég var með ekka.
Það brustu allir í grát. Þetta voru
hreinar gleðitilfinningar enda ein-
stakur viðburður; „Once in a lif-
time“.“
Brotnaði saman af gleði
Gull á ólympíuleikum fatlaðra.
Jón Margeir Sverrisson bætti sig
um tvær sekúndur í tvö hundruð
Með ekka eftir sigur
á ólympíuleikum
Jón Margeir Sverrisson, nítján ára Kópavogsbúi, setti heims- og ólympíumet þegar gómar hans
gripu í bakkann í London. Fjölskyldan grét af gleði enda hafði pilturinn, sem hafði enga trú á sér í
leikskóla, sýnt að hann getur það sem hann ætlar sér. Jón Margeir eyðir 25 klukkustundum á viku
í sundlaug. Hann er elstur þriggja systkina sem búa hjá einstæðum föður sínum, Sverri Gíslasyni.
Saman hafa þeir lagt allt í sölurnar svo Jón Margeir kæmist á toppinn. Sverrir og móðir hans, Erla
Margrét, segja frá leið þessarar samheldnu fjölskyldu að gullinu.
Erla Margrét, systir Jóns Margeirs, og móðir hans,
Kristjana Jóhanna, fagna hér með Jóni fyrir utan
sundhöllina sigrinum og gullverðlaununum í 200
metra skriðsundi. Stundin var mjög tilfinningarík
og lýsir amma hans því hvernig hún grét með ekka
af gleði. Mynd/Eva Björk Ægisdóttir
Myndasería af Jóni litlum og til dagsins í dag. Myndir/Ólafur
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Framhald á síðu 20
16 viðtal Helgin 7.-9. september 2012