Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 36
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
I0
4
3
2
5
9
568 8000 | borgarleikhus.is
Mæð
ginin
Helg
a Bry
ndís
og Ni
lli
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
okka
r
M
elissa skiptir Grimmdarlífi í tvo
hluta. Í fyrri hlutanum segir hún
sögu Rögnu Estherar sem skáldsögu
þar sem hún getur í eyðurnar sem
vitaskuld eru margar þegar ömurlegt
líf Rögnu Estherar með Larry Gavin er annars vegar. Í
seinni hluta bókarinnar rekur Melissa sína eigin sögu
og gengur að því sem vísu að Esther hljóti að hafa
þolað eitthvað álíka og Melissa, móðir hennar og fjögur
systkini bjuggu við með hinum grimma föður.
„Fyrri hlutinn fjallar um Esther en ég byggi á minni
eigin upplifun með föður mínum,“ segir Melissa sem er
57 ára gömul og hefur allt sitt líf þjáðst í skugga ofbeld-
isverka föður síns. „Ég veit að hún hlýtur að hafa þolað
eitthvað svipað og við vegna þess að hlébarði breytir
ekki blettum sínum,“ segir Melissa og bætir við að
óeðli föðurins hafi verið slíkt að hún hafi aldrei heyrt
um annað eins, hvorki fyrr né síðar. „Eftir að hann
hafði lokið sér af með Esther hélt hann áfram með
mína fjölskyldu og síðan aðra fjölskyldu á eftir okkur.“
Pyntingar og kynferðisleg brenglun
Larry Gavin fékk útrás fyrir sjúklegan kynferðislegan
kvalalosta sinn á Melissu, móður hennar og systrum
og í bókinni lýsir Melissa barsmíðum, pyntingum,
nauðgunum og fullkomnu siðleysi. Larry var 27 ára
þegar Esther hvarf og aðeins mánuði eftir að skilnaður
þeirra gekk í gegn var hann búinn að læsa klónum
í móður Melissu, Patsy Huson. Þau eignuðust fimm
börn sem öll máttu þola vítisvist á heimili fjölskyldunn-
ar árum saman.
Melissa var nítján ára og gekk með sitt fyrsta barn
þegar hún sleit öllum samskiptum við föður sinn. Í bók-
inni segir hún frá því þegar hún notaði þetta tækifæri
til þess að spyrja föður sinn hreint út hvers vegna hann
hefði verið svona vondur við börnin sín.
„Þið urðuð að læra að halda fjölskylduhefð-
unum við. Mér bar skilda til að kenna ykkur
lexíu lífsins.“
Engar afsakanir og engin tár, ekkert. Sið-
blindur maðurinn iðraðist einskis.
Lífslexíurnar gengu út á að vígja dæturnar í full-
orðinna manna tölu með því að nauðga þeim en Larry
virðist fyrst og fremst hafa litið á dætur sínar sem kyn-
lífsþræla sína og hafði lítinn áhuga á því að eignast syni
þar sem hann hafði ekkert gagn af þeim.
Melissa var sjö ára þegar faðir hennar neyddi móður
hennar til þess að hafa við sig samfarir að barninu
aðsjáandi.
„Hann beitti hana fantabrögðum, hún veinaði
af sársauka og þannig lærði ég við hverju
mætti búast af kynlífi.“
Melissa var átta ára þegar faðir hennar byrjaði að mis-
nota hana og eldri systir hennar var á sama aldri þegar
hann byrjaði að svívirða hana. Faðir þeirra skipaði eldri
dótturinni að kenna litlu systur sinni það sem hann
ætlaðist til þess af þeim og hvaða „leikföng“ þær ættu
að nota til þess að hann gæti fengið kynferðislega full-
nægingu.
„Ég er með alls konar heimildir og skjalfest gögn.
Meðal annars um áverkana á okkur systkinunum.
Brunasár eftir sígarettur, ummerki um endaþarms-
mök, allan þennan kynferðislega sadisma og það sem
fjölskyldan þurfti að ganga í gegnum. Auk þess sem
ég upplifði þetta allt saman sjálf. Hann misnotaði eldri
systur mína, sjálfa mig og hann byrjaði á yngri systur
minni. Hann barði bræður mína og misþyrmdi þeim.
Móðir mín gekk með tvíbura og hann barði hana
svo illa að hún missti fóstrin. Þeir fæddust andvana
þegar hún var gengin sjö mánuði. Ofbeldið í honum
og illskan voru slík að ég veit að Esther hefur gengið í
gegnum þennan sama hrylling á undan okkur. Seinni
hluti bókarinnar er sannleikurinn en þótt ég skrifi
sögu Estherar sem skáldskap þá veit ég að reynsla mín
og Estherar hefur verið jafn hryllileg.“
Fær um að drepa
Eftir að ættingjar Rögnu Estherar á Íslandi komust í
samband við Melissu ákvað hún að gera allt sem hún
gæti til þess að komast að því hvað varð um þessa
fyrstu eiginkonu föður síns sem hún hafði ekki haft
hugmynd um að hefði verið til.
„Fjölskylda Estherar á Íslandi sendi mér síðan papp-
íra og þegar ég fékk skilnaðargögnin og skýrslur í
hendurnar hryllti mig við að vita að einhver annar hefði
gengið í gegnum það sama og við. Ég sagði þeim að
ég vissi ekkert um Esther og hefði aldrei heyrt á hana
minnst en ég myndi spyrjast fyrir hjá móðursystrum
mínum. Þær sögðu mér að þær hefðu heyrt Esther
nefnda á nafn fyrir mörgum, mörgum árum. Að pabbi
hefði sagst hafa verið kvæntur áður og að sú eiginkona
hans hefði verið vændiskona.“
Og í ljósi biturrar reynslu Melissu og hennar nán-
ustu af Larry töldu hún og frænkur hennar líklegt að
hann hefði myrt Esther. „Við öll sem vissum hvað pabbi
var fær um að beita miklu og grófu ofbeldi töldum okk-
ur vita hvað Esther hefði þurft að þola í hjónabandinu
og við drógum þá ályktun að hann hefði banað henni.
Grimmdarlíf Rögnu Estherar
Ragna Esther Sigurðardóttir var nítján ára gömul
þegar hún flutti frá Reykjavík, nýgift dátanum Emerson
Lawrence Gavin. Nokkrum árum síðar hvarf hún
sporlaust. Gögn sem staðfestu að Gavin beitti hana
grófu ofbeldi renndu stoðum undir grun ættingja Est-
herar á Íslandi um að hann hefði myrt hana. Þegar
Melissa Gavin, dóttir Lawrence af seinna hjónabandi,
kom að leitinni að Rögnu Esther kom í ljós að líklega
hefur Ragna Esther upplifað meiri viðbjóð en nokkurn
hafði órað fyrir en Melissa lýsir föður sínum sem djöfli í
mannsmynd. Hún segir sögu sína og Estherar í bókinni
Grimmdarlíf og dregur hvergi undan þegar kemur að
kynferðislegum sadisma og tryllingi föður síns.
Þórarinn
Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Vongóð stríðsbrúðurin, Ragna Esther,
við komuna til Portland í Oregon 16.
febrúar 1946. Eiginmaðurinn Larry átti
fljótlega eftir að sýna á sér aðra og
skelfilegri hlið en hann gerði í Reykja-
vík. Með þeim á myndinni er móðir
Larrys sem Melissa telur að hafi tekið
virkan þátt í ofbeldinu gegn Esther.
Börn Estherar og Larrys,
Raymond og Donita, á
heimili fósturforeldra
þeirra nokkrum árum eftir
að Esther hvarf sporlaust.
Ragna með
Raymond litla.
Framhald á næstu opnu
36 úttekt Helgin 7.-9. september 2012