Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 72
56 bílar Helgin 7.-9. september 2012 Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN Í GÓÐUM HÖNDUM HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA? Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 6 8 6 Opið kl. 8-17 virka daga 18% afslát tur af sko ðuna rgjald i í tilef ni af 1 8 ára afmæ li Aðals koðu nar Ef þú kemur með bílinn í skoðun fyrir hádegi í september færðu 18% afmælisafslátt. Er happanúmerið þitt á benni.is? Bílabúð Benna • Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000 • www.benni.is Frá því í vor hafa allir sölubæklingar Chevrolet verið merktir með happanúmeri og gilt sem miðar í happdrættisleik Bílabúðar Benna. 31. ágúst voru dregin út 10 happanúmer. Kíktu á benni.is og sjáðu hvort Chevrolet bæklingurinn þinn færir þér glæsilegan vinning. Starfsfólk Bílabúðar Benna óskar vinningshöfum innilega til hamingju og þakkar öllum Chevrolet aðdáendum fyrir ánægjuleg samskipti. Sérfræðingar í bílum Happdrætti Bílabúðar Benna 10 vinningar í boði: 1: Afnot af Chevrolet Spark í 6 mánuði. 2: Eldsneyti frá Shell að verðmæti kr. 100.000 3-5: Fjögur Toyo dekk að verðmæti allt að kr. 70.000. 6-10: Inneign í verslun Bílabúðar Benna að verðmæti kr. 25.000. Þessi bæklingur er líka happdrættismiði. Hér til hliðar sérðu þitt happanúmer. Dregið verður 31.08 2012 og vinningsnúmer birt á www.benni.is. Áfram veginn Áfram veginn 2012 Kia vann til þrennra verðlauna á Automotive Brand Contest hönnunarhátíðinni í Þýskalandi nýverið. Hinn nýi Kia cee’d og lúxus hugmyndabíllinn GT unnu báðir til verðlauna fyrir fallega hönnun á há- tíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu umboðs- ins. Kia cee’d fékk tvenn verðlaun, bæði fyrir flottustu hönnunina að utan og fyrir sérstaklega vel heppnaða hönnun innanrýmis. GT vann í flokki hugmyndabíla en bíllinn verður frumsýndur á alþjóðlegu bílasýn- ingunni í Frankfurt í september. „Mikil eftirvænting ríkir fyrir komu lúxusbílsins GT en þetta verður fyrsti afturhjóladrifni bíllinn frá Kia. Nýja kynslóðin af hinum vinsæla cee’d er nýkomin til Íslands og hefur fengið mikla athygli,“ segir enn fremur. GT vann í flokki hugmyndabíla. Kia cee’d hlaut tvenn verðlaun, fyrir hönnun að utan og innan.  Kia Hugmyndabíllinn gT og cee’d Þrenn hönnunarverðlaun GT verður fyrsti afturhjóladrifni bíllinn frá Kia Automotive Brand Contest hönnunarhátíðin er haldin á vegum þýska hönnunarráðsins. Verðlaunin verða afhent við athöfn á bílasýningunni í París 27. september. „Þetta er enn ein rósin í hnappagat Peter Schreyer, sem er yfirhönnuður Kia, og hönnunarteymis hans. Schreyer var,“ seg- ir í tilkynningunni, „áður hönnuður hjá Audi og Volkswagen en hefur nú átt stærstan þátt í endurhönnuðum bílaflota Kia sem unnið hefur til fjölda hönnunarverðlauna á undanförnum 18 mánuðum.“ Nýr Auris kynntur í París Toyota mun kynna nýja gerð Auris á bílasýningunni í París síðar í þessum mánuði. Bíllinn verður smíðaður í verk- smiðjum Toyota, Burnaston í Derby- shire í Bretlandi. Línur hans verða skarpari en nú- verandi Auris, með verulega breyttum fram- og afturenda. Bíllinn verður knúinn bensín- og dísilvélum og í hybrid-útgáfu. Innrétting er endurhönnuð en meira innra- og fótarými verður í hinum nýja Auris. Hönnun Toyota er því djarfari en verið hefur en áhersla um leið lögð á að viðhalda miklum gæðum. Öll mál bílsins eru ný og hann er 5,5 sentimetrum lægri en forverinn. Afturhlerinn opnast víðar en áður og farangursrýmið stækkar. Hægt verður að fá bílinn búinn glerþaki „Skyview“ með miklu útsýni upp á við. Endurhönnuð fjöðrun, stýri bílsins og straumlínulögun bæta aksturseiginleika hans. Búist er við að hinn nýi Toyota Auris komi á markað í Bretlandi í byrjun næsta árs. Nýr Toyota Auris verður kynntur á bílasýningunni í París 27. september næstkomandi.  VolKswagen up sýningarbílar seldir samHliða nýjum Nýir og notaðir slá í gegn í Danmörku e ftirspurnin eftir hinum nýja smábíl Volkswa-gen, Up, er svo mikil að umboðið í Danmörku annar henni vart. Söluaðili á Sjálandi hefur því flutt inn sýningarbíla frá þýskum söluaðilum. Bílarnir eru 6 til tíu mánaða gamlir og hefur verið ekið nokkur þúsund kílómetra, að því er fram kemur í Jótlandspóst- inum. Þar kemur fram að um dýrar útgáfur af bílnum er að ræða, Black Up og White Up, bílar sem eru svartir og hvítir, eins og nafnið bendir til. Þeir eru betur búnir en dýrasta útgáfan sem danska umboðið flytur inn, High Up. Meðal aukabúnaðar í notuðu sýningarbílunum eru leðursæti, álfelgur, króm, loftkæling og sérstakt lakk. Svona útbúnir eru bílarnir um 200 þúsund krónum dýrari en High gerðin, sú dýrasta sem flutt er til Dan- merkur. Áhugasamir kaupendur láta sig hafa það. Sumir gátu meira að segja ekki beðið og fluttu Up til Danmerkur síðastliðinn vetur, áður en umboðið bauð bílana til sölu. Þeir bílar voru hins vegar afar dýrir, að því er fram kemur í frétt danska blaðsins. Haft er eftir danska umboðsaðilanum að hann hafi ekkert á móti samkeppni í sölu bílanna, svo fremi að farið sé eftir dönskum lögum og reglum Evrópusam- bandsins. Um 4.600 Volkswagen Up bílar seldust í Danmörku frá því í mars og fram í ágúst. Up, nýi og vinsæli smá- bíllinn frá Volkswagen. Mælaborð Volks wagen Up.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.