Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 15
viðhorf 15 Helgin 7.-9. september 2012 Skannaðu QR kóðann og sæktu appið frítt í símann þinn EINN SMELLUR og þú tekur stöðuna H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -1 7 8 9 NÝJA ARION APPIÐ Við kynnum Arion appið, nýjung í bankaviðskiptum á Íslandi. Með Arion appinu getur þú tekið stöðuna á reikningunum þínum, séð nýjustu færslur og ógreidda reikninga með einum smelli. Þú finnur upplýsingar um appið á arionbanki.is. Í viðtali við Ágústu Guðmundsdóttur Harting í Fréttatímanum 10.-12. ágúst síðastliðinn gerði hún meðal annars upp vist sína í Mormónakirkjunni í Bandaríkj- unum, sem hún sagði sig frá. Ágústa vék að því að frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í nóvember næst- komandi, Mitt Romney, er mormóni. Hún sá, vegna þess, vankanta á því að hann verði hugsanlega næsti forseti Bandaríkjanna. Í framhaldi þess óskaði fulltrúi kirkjunnar hér á landi að koma eftirfarandi á framfæri: „Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu meta Ágústu mikils og setningin „Hún er yndisleg kona“ heyrist oft í sömu andrá og hún er nefnd. „Hún myndi aldrei viljandi veita rangar upplýsingar um kenningar okkar.“ Hver svo sem ástæðan er, virðist hún hins- vegar hafa öðlast misvísandi upplýsingar um kirkju okkar eins og kemur greinilega fram í nýlegu viðtali hennar við Fréttatímann. Ég þakka fyrir þetta tækifæri til að setja fram rétta mynd af trú okkar og koma í veg fyrir mögulegan misskilning. 1. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu kennir að Jesús Kristur hafi verið fæddur af Maríu mey, að hann hafi lifað full- komnu lífi og kennt fullkomið fagnaðarer- indi. Við trúum því að hann hafi friðþægt fyrir syndir okkar og að hann hafi risið upp sem Drottinn okkar og frelsari. Við vinnum að því að fylgja honum bæði í orði og verki. 2. Til þess að fá dýpri skýringu á skilningi kirkjunnar á frelsaranum má sjá yfirlýsingu kirkjunnar „Hinn lifandi Kristur“ á eftirfar- andi slóð www.kirkjajesukrists.is/truarfra- eisafn/hinn-lifandi-kristur.html. Þessi yfirlýsing var undirrituð af Æðsta forsætisráði kirkjunnar og Tólf postulasveit- inni og gefin út 1. janúar 2000. 3. Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu meta og virða trú annarra og leitast við að vinna í einingu með bræðrum sínum og systrum í öðrum kristnum söfn- uðum. Í ræðu sem flutt var í Salt Lake City, 10. mars 2011, á ráðstefnu kristinna leiðtoga í Bandaríkjunum sagði Jeffrey R. Holland, postuli, meðal annars; „Við höfum mikinn áhuga á að taka höndum saman með öðrum kristnum vinum okkar í sameinuðu kristi- legu átaki til að styrkja fjölskyldur og hjóna- bönd, til að krefjast hærri siðferðislegra staðla frá fjölmiðlum, til að vinna í hjálpar- starfi þar sem náttúruhamfarir hafa átt sér stað, til þess að takast á við þá miklu fátækt sem er viðvarandi og til þess að tryggja það að trúfrelsi leyfi okkur öllum að ræða um málefni þjóðfélagsins í dag út frá kristilegri samvisku okkar.“ Vegna forsetakosninganna sem framund- an eru í Bandaríkjunum þá hefur kirkjan enn og aftur komið fram með yfirlýsingu um stjórnmálalegt hlutleysi sitt þar sem meðal annars má lesa eftirfarandi; Ætlunar- verk kirkjunnar er að kenna fagnaðarerindi Jesú Krists en ekki að kjósa stjórnmála- menn. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er hlutlaus í stjórnmálum. Þetta á við í öllum þeim mörgu löndum sem kirkjan starfar. 4. Kirkjan styður hvorki né vinnur á móti stjórnmálaflokkum, frambjóðendum eða málefnum. Kirkjan beinir ekki meðlimum í átt að einstökum frambjóðendum eða flokk- um til að kjósa. Þessi stefna á við hvort sem frambjóðandinn sé meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eða ekki. Kirkjan reynir ekki að stýra eða stjórna stjórnmálaleiðtogum. Kirkjan hvetur meðlimina til að taka þátt í stjórnmálum á upplýstan og virðingar- verðan hátt og að virða það að meðlimir kirkjunnar komi úr mismunandi áttum og aðstæðum og gætu haft mismunandi skoð- anir á pólitískum málum. Kirkjan biður frambjóðendur að gefa ekki í skyn að framboð þeirra eða málefni séu studd af kirkjunni. Kirkjan tekur sér þann rétt sem stofnun að ræða á ópólitískan máta þau málefni sem hún trúir að hafi mikilvægar afleiðingar, samfélagslega eða siðferðislega eða sem tengjast málefnum kirkjunnar beint. 5. Þeim sem hafa raunverulegan áhuga á að læra um Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er velkomið að koma og til- biðja með okkur á hverjum sunnudegi. Þó að meðlimir kirkju okkar séu ekki full- komnir, reynum við að vera lærisveinar Jesú Krists. Ef einhverjir meðlimir kirkj- unnar hafa ekki uppfyllt þær væntingar sem Ágústa talar um, þá biðjum við opinberlega afsökunar á því. Þið getið orðið ykkur úti um frekari upp- lýsingar a vefslóðinni: www.kirkjajesu- krists.is eða haft samband við fulltrúa kirkj- unnar: 821-4527 eða 821-4518. Við bjóðum öllum einnig að tilbiðja með okkur kl. 13.00 á sunnudögum í kirkju okkar á Ásabraut 2, 210 Garðabæ. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu Hlutleysi í stjórnmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.