Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 15
viðhorf 15 Helgin 7.-9. september 2012
Skannaðu QR kóðann og sæktu
appið frítt í símann þinn
EINN SMELLUR
og þú tekur stöðuna
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-1
7
8
9
NÝJA ARION APPIÐ
Við kynnum Arion appið, nýjung í bankaviðskiptum á Íslandi.
Með Arion appinu getur þú tekið stöðuna á reikningunum þínum,
séð nýjustu færslur og ógreidda reikninga með einum smelli.
Þú finnur upplýsingar um appið á arionbanki.is.
Í viðtali við Ágústu Guðmundsdóttur Harting í Fréttatímanum 10.-12. ágúst síðastliðinn gerði hún meðal annars upp
vist sína í Mormónakirkjunni í Bandaríkj-
unum, sem hún sagði sig frá. Ágústa vék að
því að frambjóðandi Repúblikanaflokksins
í forsetakosningunum í nóvember næst-
komandi, Mitt Romney, er mormóni. Hún
sá, vegna þess, vankanta á því að hann verði
hugsanlega næsti forseti Bandaríkjanna.
Í framhaldi þess óskaði fulltrúi kirkjunnar
hér á landi að koma eftirfarandi á framfæri:
„Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna
Síðari daga heilögu meta Ágústu mikils og
setningin „Hún er yndisleg kona“ heyrist oft
í sömu andrá og hún er nefnd. „Hún myndi
aldrei viljandi veita rangar upplýsingar um
kenningar okkar.“
Hver svo sem ástæðan er, virðist hún hins-
vegar hafa öðlast misvísandi upplýsingar um
kirkju okkar eins og kemur greinilega fram í
nýlegu viðtali hennar við Fréttatímann.
Ég þakka fyrir þetta tækifæri til að setja
fram rétta mynd af trú okkar og koma í veg
fyrir mögulegan misskilning.
1. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga
heilögu kennir að Jesús Kristur hafi verið
fæddur af Maríu mey, að hann hafi lifað full-
komnu lífi og kennt fullkomið fagnaðarer-
indi. Við trúum því að hann hafi friðþægt
fyrir syndir okkar og að hann hafi risið upp
sem Drottinn okkar og frelsari. Við vinnum
að því að fylgja honum bæði í orði og verki.
2. Til þess að fá dýpri skýringu á skilningi
kirkjunnar á frelsaranum má sjá yfirlýsingu
kirkjunnar „Hinn lifandi Kristur“ á eftirfar-
andi slóð www.kirkjajesukrists.is/truarfra-
eisafn/hinn-lifandi-kristur.html.
Þessi yfirlýsing var undirrituð af Æðsta
forsætisráði kirkjunnar og Tólf postulasveit-
inni og gefin út 1. janúar 2000.
3. Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari
daga heilögu meta og virða trú annarra og
leitast við að vinna í einingu með bræðrum
sínum og systrum í öðrum kristnum söfn-
uðum. Í ræðu sem flutt var í Salt Lake City,
10. mars 2011, á ráðstefnu kristinna leiðtoga
í Bandaríkjunum sagði Jeffrey R. Holland,
postuli, meðal annars; „Við höfum mikinn
áhuga á að taka höndum saman með öðrum
kristnum vinum okkar í sameinuðu kristi-
legu átaki til að styrkja fjölskyldur og hjóna-
bönd, til að krefjast hærri siðferðislegra
staðla frá fjölmiðlum, til að vinna í hjálpar-
starfi þar sem náttúruhamfarir hafa átt sér
stað, til þess að takast á við þá miklu fátækt
sem er viðvarandi og til þess að tryggja það
að trúfrelsi leyfi okkur öllum að ræða um
málefni þjóðfélagsins í dag út frá kristilegri
samvisku okkar.“
Vegna forsetakosninganna sem framund-
an eru í Bandaríkjunum þá hefur kirkjan
enn og aftur komið fram með yfirlýsingu
um stjórnmálalegt hlutleysi sitt þar sem
meðal annars má lesa eftirfarandi; Ætlunar-
verk kirkjunnar er að kenna fagnaðarerindi
Jesú Krists en ekki að kjósa stjórnmála-
menn. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga
heilögu er hlutlaus í stjórnmálum. Þetta á
við í öllum þeim mörgu löndum sem kirkjan
starfar.
4. Kirkjan styður hvorki né vinnur á móti
stjórnmálaflokkum, frambjóðendum eða
málefnum. Kirkjan beinir ekki meðlimum í
átt að einstökum frambjóðendum eða flokk-
um til að kjósa. Þessi stefna á við hvort sem
frambjóðandinn sé meðlimur Kirkju Jesú
Krists hinna Síðari daga heilögu eða ekki.
Kirkjan reynir ekki að stýra eða stjórna
stjórnmálaleiðtogum.
Kirkjan hvetur meðlimina til að taka þátt
í stjórnmálum á upplýstan og virðingar-
verðan hátt og að virða það að meðlimir
kirkjunnar komi úr mismunandi áttum og
aðstæðum og gætu haft mismunandi skoð-
anir á pólitískum málum.
Kirkjan biður frambjóðendur að gefa ekki
í skyn að framboð þeirra eða málefni séu
studd af kirkjunni.
Kirkjan tekur sér þann rétt sem stofnun
að ræða á ópólitískan máta þau málefni sem
hún trúir að hafi mikilvægar afleiðingar,
samfélagslega eða siðferðislega eða sem
tengjast málefnum kirkjunnar beint.
5. Þeim sem hafa raunverulegan áhuga á
að læra um Kirkju Jesú Krists hinna Síðari
daga heilögu er velkomið að koma og til-
biðja með okkur á hverjum sunnudegi. Þó
að meðlimir kirkju okkar séu ekki full-
komnir, reynum við að vera lærisveinar
Jesú Krists. Ef einhverjir meðlimir kirkj-
unnar hafa ekki uppfyllt þær væntingar sem
Ágústa talar um, þá biðjum við opinberlega
afsökunar á því.
Þið getið orðið ykkur úti um frekari upp-
lýsingar a vefslóðinni: www.kirkjajesu-
krists.is eða haft samband við fulltrúa kirkj-
unnar: 821-4527 eða 821-4518. Við bjóðum
öllum einnig að tilbiðja með okkur kl. 13.00
á sunnudögum í kirkju okkar á Ásabraut 2,
210 Garðabæ.
Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu
Hlutleysi í stjórnmálum