Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 94
„Ég held að þetta sé nú ekkert rosalega sjokkerandi en
það eru smá kínkí kaflar þarna,“ segir Ásdís Guðnadóttir.
Ásdís þýðir hina umtöluðu bók Fifty Shades of Grey
sem kom út hér á landi í vikunni og kallast Fimmtíu gráir
skuggar. Þetta er fyrsta bókin í þríleik en bækurnar
hafa selst í um fjörutíu milljónum eintaka um allan heim.
Bækurnar fjalla um háskólastúdínu sem kynnist ungum
viðskiptajöfur og sogast inn í heim hans. Þær hafa sér-
staklega verið umtalaðar fyrir opinskáar kynlífslýsingar,
meðal annars á BDSM-kynlífi. Önnur bókin kemur út á ís-
lensku í nóvember og sú þriðja í janúar á næsta ári.
„Textinn er nú að mestu auðþýddur en þetta eru svolítið
ögrandi bækur. Það er alltaf erfitt að þýða kynlífssenur.
Enskan er svo rík af alls konar lýsingarorðum og upp-
hrópunum sem erfitt er að koma yfir á íslensku. Það voru
þarna hugtök sem voru mér mjög framandi, ýmis tæki, tól
og fjötrar sem ekki voru í mínum orðaforða.“
Forlagið hefur gefið út ógrynnin öll af kynlífsefni, bæði
bækur og spilastokka. Það kemur því nokkuð á óvart að
Ásdís skuli ekki hafa getað leitað aðstoðar við þýðinguna
þar á bæ. „Ég skrifaði BDSM-félaginu á Íslandi bréf
en fékk ekki svar. Heimasíða félagsins var aftur á móti
hjálpleg. Ég fann flest á heimasíðum hér og þar, til dæmis
hjá leiktækjabúðum. Ég held að það sé gott að það komst
enginn í gúgglið mitt á meðan þessu stóð.“
Ásdís er búsett í Kaupmannahöfn og kann því vel, þó
staða krónunnar sé ekki heppileg. Hún er dóttir hins
kunna þýðanda Guðna Kolbeinssonar svo val á starfsferli
lá nokkuð beint við. „Ég bý að því að eiga góðan kennara.
Þetta var alltaf til umræðu á heimilinu.“
Ásdís Guðnadóttir þýddi hina umtöluðu bók Fimmtíu GrÁir skuGGar
Þurfti að gúggla öll BDSM-hugtökin
Ásdís Guðnadóttir skemmti sér ágætlega við að þýða hina
vinsælu bók E L James, Fimmtíu gráir skuggar.
Höskuldur
Daði
Magnússon
hdm@
frettatiminn.is
Reykjavíkurglæpir
Jóns Atla
Jón Atli Jónasson, leikskáld með meiru,
situr ekki auðum höndum frekar en fyrri
daginn.
Spennu-
tryllirinn
Frost, sem
gerður er
eftir hand-
riti Jóns
Atla, er
frumsýnd-
ur í dag,
föstudag,
og ætla
má að skammt verði stórra högga á milli
hjá rithöfundinum sem situr nú sveittur
við að klára glæpasögu sem hann vonast
til þess að geta komið út fyrir jólin. Vinnu-
titill sögunnar er Sponsor og Jón Atli lýsir
henni sem Reykjavíkursögu fyrir fólk sem
hefur hlustað á Aphex Twin.
Catalina á
heimaslóðum
Catalina Mikue Ncogo skók íslenskt
samfélag fyrir nokkrum árum þegar
hún var dregin fyrir dóm ákærð fyrir
umfangsmikla vændisstarfsemi. Hún
hefur látið lítið fyrir sér fara eftir að hún
lauk afplánun fangelsisdóms sem hún
fékk fyrir fyrrgreind brot auk ýmissa
annarra eins og til dæmis líkamsárásir á
lögreglumenn. Catalina fékk viðurnefnið
Miðbaugsmaddaman í fjölmiðlum með
vísan til þess að hún ólst upp í Miðbaugs-
Gíneu áður en hún kom til Íslands með
ævintýralegum hætti og gerðist íslenskur
ríkisborgari. Catalina nýtur nú lífsins og
frelsisins á æskuslóðunum í Afríku. Hún
ber sterkar taugar til fósturjarðarinnar
sem hún segir vera fallegasta land í
heimi. Hún hefur þó ekki snúið endanlega
baki við Íslandi og ætlar að snúa aftur. En
stefnir þó að því að búa í báðum löndum
til skiptis.
Segðu það með
Þórunni kippt inn
Fyrr í vikunni virtist sem
söng- og leikkonan Þórunn
Antonía Magnúsdóttir væri
ekki lengur hluti af Týndu
kynslóðinni á Stöð 2. Hana
var hvergi að finna í kynn-
ingarefni stöðvarinnar og
sjálf sagðist hún ekki vita
hvort hún væri í vinnu á
Stöð 2 lengur. Hinsvegar
breyttist það skömmu áður
en blaðið fór í prentun því
þá höfðu yfirmenn Stöðvar
2 kippt henni inn aftur í
tilraun til að laga kynja-
hlutfallið. Enda var stöðin
gagnrýnd harðlega í net-
heimum í þessari viku fyrir
auglýsingar eins og þessa
sem sést hér til hliðar.
Á þessari auglýsingu er
engin kona, íslensk.
Sigurpáll með Þórunni
Clausen, ekkju vinar hans
Sjonna en Þórunn semur
texta við lag Pálma
Sigurhjartarsonar á nýrri
plötu Sigurpáls. Mynd/Hari
siGurpÁll Jóhannesson GeFur út kÁntrýtónlist
Sjonni alltaf með mér
Æskuvinur Sjonna
Brink, Sigurpáll Jó-
hannesson, fékk nýtt
lag Pálma Sigur-
hjartarsonar í fangið
eftir að Sjonni birtist
vini sínum í draumi
og spurði hvort
Sigurpáll væri ekki
rétti söngvarinn.
Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem lag fæðist
í huga Pálma, þótt
þarna hafi vinur hans
vitjað hans í fyrsta
sinn í draumi. Lagið
prýðir væntanlega
kántrýplötu Sigurpáls
sem lét húðflúra nafn
vinar síns á hand-
legginn.
Æ skuvinur Sjonna Brink, Sigurpáll Jóhann-esson, hefur ákveðið að bíða ekki boðanna heldur láta langþráðan draum um hljóm-
plötuútgáfu rætast. Líklegast hefur það auðveldað
honum ákvörðunina að helsti hvatamaðurinn er Guð-
mundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar. Þeir eru góðir
vinir, kynntust í World Class og semur Gummi titillag
plötunnar; Heimleið. Þeir Sigurpáll og Sjonni gerðu
ófá strákapör saman í Seljahverfinu og voru í stöðugu
sambandi. Sigurpáll sér eftir vini sínum, sem sér um
sinn vin að handan!
„Einn daginn hringdi Pálmi Sigurhjartar í mig
og bauð mér lag á plötuna. Þegar við vorum að
æfa lagið sagði hann mér að Sjonni hefði birst sér í
draumi og spurt hann hvort ég mætti ekki syngja
lagið,“ segir Sigurpáll og hlær. „Og Pálmi er mest
á jörðinni af þeim sem ég þekki.“
Pálmi staðfestir söguna: „Ég var kominn með
hugmyndina að laginu tveimur dögum áður, án
þess að vita hvert það stefndi. Svo einn morgun-
inn heima dottaði ég í sófanum. Þá dreymdi mig
hvernig lagið ætti að hljóma og sameiginlegur
vinur okkar birtist í draumnum og sagði mér að
þetta lag væri fyrir Sigurpál. Ég hringdi í hann
klukkustund síðar.“
Sigurpáll segir að Pálmi hafi ekki sagt sér frá
aðkomu Sjonna fyrr en um tveimur vikum seinna.
„Ég held að hann hafi ekki viljað skella öllu á mig
í einu,“ segir hann og að hann hafi orðið hissa og
ánægður að fá að syngja lagið, enda úrval góðra ís-
lenskra söngvara. Þeir félagar leituðu til Þórunnar
Clausen, ekkju Sjonna, og semur hún textann
við lagið. „Hann er í smíðum núna og verður um
almennan vinskap.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pálmi semur í
draumi. „Lagið Love is you – mig dreymdi það lag,
bæði lag og texta frá upphafi til enda. Við Sjonni
og vinir úr Rokk tókum það upp haustið 2010. Það
var gefið út í tilefni af sjötugsafmæli John Lennon.“
Hann segir lagið hafa birst nokkrum dögum fyrir
afmælið og verið í anda bítilsins.
„Ég hef aldrei upplifað svona sterkt fyrr. Maður
er kannski að opnast fyrir nýjum víddum svona
með aldrinum. Það er svolítið merkilegt að textinn
er á ensku og ég hafði ekki samið áður á ensku.
Þar segir: Put your hands in the air. Feel the heat
come into you. Feel the beat coming to you. Það
má leggja draumana út frá þessum texta.“
Hin nýja plata Sigurpáls er kántrýskotin, bæði
með tökulögum og frumsömdum og rödd hans
er djúp. Pálma líst vel á útkomuna. „Röddin hans
passar einstaklega vel við kántrýheiminn.“
Sigurpáll skilur Sjonna ekki við sig. Hann hefur
húðflúrað nafnið hans á handlegg sinn. „Elsku
kallinn á það skilið. Sjonni fylgir mér alltaf og mun
alltaf gera.“ En er plötuframleiðslan ekki dýr?
„Jú, þetta er dýrt. Það er bara svoleiðis. En þetta
verður alltaf platan mín og ef fólk hefur áhuga á að
kaupa hana væri það bara frábært.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
78 dægurmál Helgin 7.-9. september 2012