Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 20
„Eftir London ætla ég að taka sirka mánaðar frí. Ég ætla að fá mér tattú dag- inn eftir að ég kem heim, 11. september,“ segir Jón Margeir, gullverðlaunahafi á ólympíuleikum fatlaðra í 200 metra skriðsundi. „Ég er með sporðdreka á hægri kálfanum. Núna ætla ég að fá mér ólympíuhringina og IPC- tattúið,“ segir Jón Margeir. Spurður hvers vegna hann hafi valið sér sporðdreka segir hann að hann sé í sporðdrekastjörnu- merkinu. „Ég er blanda af boga- og sporðdreka. Það fer eftir því hvort það er hlaupár eða ekki.“ En verða tattúin svo fleiri? „Ég er að hugsa mig um og það eru 50 prósent líkur á því að ég fái mér eina auglýsingu. Mér er þá sama ef þarf að tússa yfir það, en mig langar í Monster Energy auglýsinguna. Oftast í mótum hef ég drukkið Monster orkudrykk fyrir sund. Þá er ég einbeittur. Mig langar en ætla að sjá til,“ segir Jón Margeir sem er frátekinn fyrir Lilju. Þau hafa verið saman í nærri ár og hann nýútskrifaður úr Fjölbraut í Breiðholti. „En ef þú vilt heyra um mataræði mitt. Ég held að þú myndir ekki meika að borða það sem ég get borðað. Mér hefur leikandi tekist að borða sextán tommu pítsu, plús stóran skammt af brauðstöngum og litla kók. Síðan hef ég borðað fjóra hamborgara plús franskar. Síðan hef ég borðað átta til tíu pulsur. Pabbi hefur reiknað út að ég hafi borðið yfir átta þúsund hitaeiningar á dag. Og Michael Phelps borðar 12 þúsund hitaeiningar á dag. Svo það munar fjögur þúsund hitaeiningum,“ segir Jón Margeir sem veltir enn fyrir sér mons- ter-tattúinu. „Skoðaðu það á netinu. Þrír vinsælustu orkudrykkirnir eru Monster, Red bull og Burn. Ég vel Monster.“ - gag St.Rv. og SFR bjóða sameiginlega upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn nú á haustönn. Fræðslunefndir félaganna hafa sett niður dagskrána. Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytta fræðslu, bæði stutta og lengri, á mismunandi tíma svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Lágmarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 12 en hámarks- fjöldi mismunandi eftir námskeiðum. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst. SKÁK Leiðbeinandi: Stefán Bergsson. GANGA UM GRASAGARÐINN Í LAUGARDAL Leiðbeinandi: Hildur Arna Gunnarsdóttir, verkefnastjóri. SJÓSUNDSNÁMSKEIÐ Leiðbeinandi: Benedikt Hjartarson. FRAMSAGA OG RÆÐUMENNSKA – MÁTTUR ÁHRIFARÍKS ERINDIS Leiðbeinandi: Guðlaug María Bjarnadóttir, leikari og framhaldsskólakennari. HANDAVINNA – ULLARÞÆFING Leiðbeinandi: Eygló Gunnarsdóttir, textílkennari. JÓGA – BYRJENDANÁMSKEIÐ Í KUNDALINI JÓGA Leiðbeinandi: Jóhanna Þórdórsdóttir, kundalini jógakennari. LÁN, VERÐTRYGGÐ VS. ÓVERÐ- TRYGGÐ – HVAÐ ER TIL RÁÐA? Leiðbeinandi: Breki Karlsson. TÖLVUFÆRNI FYRIR FULLORÐNA – HVERNIG ER ÞETTA GERT! Leiðbeinandi: Baldur Magnússon. GJÖRHYGLI Leiðbeinandi: Margrét Arnljótsdóttir, sálfræðingur. ÍSLENSKAR JURTIR Leiðbeinandi: Anna Rósa Róbertsdóttir, grasalæknir. BORÐAÐ Í 10.000 ÁR Leiðbeinandi: Ásgeir Jónsson. LJÓSMYNDUN OG STAFRÆN VINNSLA – FRAMHALD Leiðbeinandi : Pálmi Guðmundsson, áhugaljósmyndari. KLÁMVÆÐING OG KYNFERÐISLEG ÁREITNI Á VINNUSTAÐ Leiðbeinandi: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari. MEÐVIRKNI ER EKKI HVAÐ VIÐ GERUM, HELDUR HVERS VEGNA VIÐ GERUM ÞAÐ Leiðbeinandi: Einar Gyl Jónsson, sálfræðingur. 10 HAMINGJURÁÐ Leiðbeinandi: Ásdís Olsen. Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðum eða skrifstofum félaganna: • SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu www.sfr.is • sími 525 8340 • Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar (St.Rv.) www.strv.is • sími 525 8330 SKRÁNING HEFST 11. SEPTEMBER KL. 9:00 metra skriðsundinu og setti nýtt heimsmet 1:59:62 í flokki S14. Þetta var í fyrsta sinn sem hann synti undir tveimur mínútum. Þjóðsöngur Íslands dundi í hátalarakerfinu þegar fáninn var dreginn að húni og gullið sett um hálsinn á honum. „Ég vissi að hann ætti þetta inni en þegar ég sá þetta gerast brotnaði ég saman,“ segir faðir- inn, Sverrir. „Ég var að reyna að taka myndir. Það rétt gekk. Sjokkið kom ekki fyrr en þarna úti.“ Jón Margeir er alheilbrigður á líkama en fékk greiningu í leikskóla. „Hann er með milda þroskahömlun og greindar- vísitölu á bilinu 65-67, rétt undir mörkum. Hann er gríðarlega líkamlega sterkur og mikið í íþróttum. Það hjálpar honum,“ segir faðir hans sem 26 ára eign- aðist Jón með Kristjönu Jóhönnu Jónsdóttur. Þau skildu og hefur Sverrir verið með börnin þeirra þrjú, sem fæddust á tæplega þriggja ára tímabili, einn síðustu ár. Milli þeirra yngri eru þrettán mánuðir og svo átján í Jón Mar- geir. Samheldin fjölskylda „Þetta var smá barátta. Þrjú svona lítil. Öll veik í röð, aldrei Jón Margeir ætlar að fá sér ný tattú 2012 Jón Margeir 2008 Engin verðlaun. 2004 Kristin Rós Hákonardóttir 1 gull, eitt silfur. Jón Oddur Halldórsson, tvenn silfurverðlaun. 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, tvö gull og brons á ólympíuleikum fatlaðra í Sydney Ástralíu. Ef ég á að vera brútal myndi ég áætla að gullme- dalían hafi kostað 5 milljónir. Listi yfir afrek íþróttamanna á ólympíuleikum fatlaðra á þessari öld Hér má sjá merkin sem Jón Margeir hyggst „betrekka“ sig með, eins og pabbi hans kallar tattúeringu. Gullverðlaunahafinn Jón Margeir Sverrisson. Þeir sem á eftir honum komu voru á sömu sekúndunni í mark. Sundið var spennandi. Mynd/NordicPhotos-Getty Images tvö saman. En þetta er það sem maður velur sér og tekst á við,“ segir Sverrir og viðurkennir að lítið sé um rólegar stundir með þrjú ungmenni á heimilinu. „Það er aldrei friður,“ segir hann og hlær. „Jú, jú, ég er einstæður faðir, en ég er með fjölskylduna á bak við mig. Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef hún stæði ekki með mér. Það er óhætt að segja að ég á móður og fósturföður sem hafa bakkað mig upp og stutt mig. Ég á frábæran föður, systkini móður minnar, ef eitthvað kemur upp á er það ekki aðeins vandamál eins heldur allra.“ Spurður hvort það hafi þó ekki verið erfitt á köflum, jánkar hann því. „En með góðu fólki eru allir vegir færir,“ segir Sverrir sem sér um inn- kaup og lagerhald í prentsmiðjunni Svansprent. Og móðir hans er ánægð með uppeldið hjá syninum. „Hann Jón væri ekki þarna í dag ef pabba hans og systkina hefði ekki notið við. Sverrir er einstakur. Og þá er ég ekki að segja þetta af því að ég er mamma Sverris. Það tala allir um þetta.“ Vissi að Jón myndi bjarga sér Það eru ekki góð tíðindi að heyra að barnið sem maður taldi alheilbrigt sé það ekki. En amman, Erla Margrét, segist ekki hafa verið uggandi um framtíð Jóns Margeirs. „Nei, veistu ég var ekki smeyk. Þegar hann var lítill var hann voðalega oft hjá okkur. Eitt lítið dæmi. Afi var að smíða úti og Jón Margeir með. Hann segir við hann: Jón minn, farðu inn og náðu í rauðu töngina. Farðu inn og náðu í bláa skrúfjárnið. Hann kom alltaf með réttu hlutina. Ég hugsaði: Hann á eftir að pluma sig,“ segir hún stolt. „Og það sem foreldrar hans gerðu. Það var það besta. Þau ákváðu að hann færi í Öskjuhlíðarskóla. Þar var hann efstur meðal jafningja. Ef hann hefði farið í almennan skóla hefði hann verið kallaður tossi. En þar fékk hann rosalega góða skólun. Svakalegt Framhald á næstu opnu 20 viðtal Helgin 7.-9. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.