Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 22
cw120198_brimborg_cibe_ beinskiptur_auglblada5x19_03082012_END.indd 1 7.8.2012 11:19:57 sjálfstraust. Nú getur hann það sem hann ætlar sér. Hann er búinn að sýna það.“ Sverrir segir að hann hafi velt því fyrir sér hvað væri fram undan þegar Jón Margeir fékk greininguna. „Það var á seinni stigum í leik- skólanum. Þá gátum við valið um stuðning í venjulegum skóla, sérdeild í venjulegum skóla eða Öskjuhlíðarskóla. Við ákváðum að hann færi í Öskjuhlíðarskóla. Við sjáum ekki eftir því. Þar var hann fremstur meðal jafningja. Hann blómstraði,“ segir faðir hans. „Kennararnir hans fylgjast ennþá með hon- um. Skólinn er frábær. Með fullri virðingu þá hentar skóli án aðgreiningar ekki öllum. Þetta er flott orð en hentar ekki öllum. Mér finnst þetta spurningin um hvort barnið þitt er alltaf neðst eða hvort það er fremst meðal jafningja.“ Var óslípaður demantur Jón Margeir byrjaði að æfa sund sex til sjö ára gamall, æfði með íþróttafélaginu Ösp í Öskju- hlíðarskóla, sem nú heitir Klettaskóli. „Okkur var strax sagt að þarna væri efni framtíðarinn- ar. Árið 2005 keppti hann í fyrsta sinn úti og þá fékk maður að heyra að þarna færi óslípaður demantur. Skilaboðin voru skýr.“ En hæfileikarnir einir hafa ekki komið honum á toppinn. Hann er þaulæfður. „Hann er 20 til 25 klukkutíma á viku í lauginni. Auk þess var hann í námi og útskrifaðist í vor af starfs- braut í Fjölbraut í Breiðholti. Núna tekur við pása og svo ætlar hann að finna sér vinnu þegar líða fer á veturinn. Svo ætlar hann að byrja að æfa fyrir Ríó.“ Á næstu ólympíuleikum í Brasilíu stefnir Jón Margeir bæði á að keppa með fötluðum og ófötl- uðum. En af hverju að keppa meðal ófatlaðra? „Af hverju ekki?“ svarar Sverrir. „1.500 metra sund er hans sterkasta grein. Hann gæti átt séns, hver veit. Hann þarf að ná þessum lág- mörkum og miðað við hvernig hann er stefndur kæmi mér ekki á óvart að hann myndi ná því.“ Dreginn á fætur fyrir fimm En hvernig líst ömmu á Ríó? „Mér líst vel á það. Hann hefur keppt við ófatlaða og á að mörgu leyti alveg jafnt heima þar. Langsundin eru hans sterkasta hlið. Það er unun að horfa á hann synda 800 og 1.500 metra. Hann er svo fallegur í vatninu. Ég fylgdist með honum æfa fyrir sundið hér í London og þekkti hann strax þegar ég leit yfir laugina. Hreyfingarnar eru svo fallegar í vatninu. Í langsundi er eins og hann þreytist ekki, hann heldur alltaf áfram.“ Hún segir að Jón Margeir stefni ekki á ól- ympíuleika ófatlaðra til að sanna sig endanlega sem sundmaður. Heldur sé ástæðan sú að ekki er keppt í langsundsgreinunum á ólympíuleik- um fatlaðra. „Og hann er bestur í langsundi. Það er hans grein.“ Sverrir stendur 100% við bakið á Jóni Margeiri og metnað hans í sundinu. „Já, það þýðir ekkert annað,“ segir hann. „Ég reyndar viðurkenni að ég er örugglega oft leiðinlegi pabbinn. Ég rek hann oft grútsyfjaðan fram úr á morgnana. En ég held að hann sjái það núna að það skilar árangri.“ Fimm milljóna gullverðlaun Jón Margeir hefur æft með ófötluðum í nærri þrjú ár og segir Sverrir það skýra árangurinn. „Já, hann var kominn fram úr félögum sínum og þurfti að æfa meira.“ Fyrir svona tveimur og hálfu ári hafi Vadim Forafonov hjá Fjölni ákveðið að þjálfa hann: „Hann sagði: Það á einn Íslendingur raunhæfa möguleika á að komast á pall á ólympíuleikunum 2012. Ertu maður til að fara þangað með mér?“ En er þetta ekki dýrt? „Jú, ef ég á að vera brútal myndi ég áætla að gullmedalían hafi kostað 5 milljónir. En hann er á styrkjum hjá ÍSÍ, svo var Reykjavíkurborg með styrk fyrir ólympíufara og Kíwanisklúbbar. Svo hefur fólk verið að heita á hann og hann átti góðan sjóð. Allt var lagt í sölurnar og sjóðurinn stendur nú á núlli. En við ákváðum að fara í þetta af alvöru, sama hvað það kostaði, það var gert og gullið var uppskeran.“ Erla Margrét segir ævintýrið í London ómetanlegt. „Við stöndum á bak við eins og við getum, hjálpum eins og við getum. Sem ég held að allir geri þegar svona er. Þegar ákveðið var fyrir tveimur árum að Jón Margeir stefndi á London byrjuðum við að safna. Við ákváðum að fara með systkinin og eitt barnabarn afa – því afi er stjúpafi barnanna – út. Hann fékk í ferm- ingargjöf frá okkur að sjá Jón Margeir keppa á ólympíuleikum. Hann er heillaður. Hann á ekki til orð.“ Sverrir og öll fjölskyldan er í skýjunum og við það að lenda eftir þessa reynslu. „Það er rosalega ljúf tilfinning að horfa á strákinn sinn, sem í leikskóla sagði: Get ekki, kann ekki, vil ekki. Svo byrjar hann í Öskju- hlíðarskóla og er byggður upp þar. Nú hefur hann sýnt að hann getur það sem hann ætlar sér. Hann sýndi og sannaði hvað hann er.“ Jón Margeir er fyrirmynd Adolf Ingi Erlingsson, íþrótta- fréttamaður hjá RÚV, lýsti sundinu hans Jóns Margeirs Sverrissonar í sjónvarpinu. „Það er rosalega gaman að lýsa því þegar Íslendingur nær gulli á ólympíuleikum. Hann var með næstbesta tímann inn í úrslitin og það góður að ég vissi að hann yrði í topp- baráttunni. Svo var spurning um hvað hann myndi gera,“ segir hann. „En ég var nokkuð viss eftir fyrri hundrað metrana að hann myndi hafa þetta, en Ástralinn náði honum næstum á síðustu metrunum. Þetta var rosalega spennandi.“ Adolf þekkir til Jóns Margeirs og á sjálfur fatlaðan unglingspilt, Marinó, sem æfir sund og dreymir um að feta í fótspor gullverðlaunahafans. „Þetta afrek er rosa hvatning fyrir krakka eins og Marinó, sextán ára. Það er ekki nokkur spurning. Marinó ætlar sér til Ríó eftir fjögur ár. Það er svakaleg hvatning fyrir alla krakka; fatlaða og ófatlaða, að sjá svona árangur. Afreksíþróttamenn eru fyrir- myndirnar og toga unglinga áfram og setja þeim markmið til að stefna á.“ - gag Adolf Ingi og sonur hans Marinó, sem átti afmæli í gær, fimmtudag. Er sextán ára. Mynd/Hari Feðgarnir saman. Jón Margeir og Sverrir. Mynd/Eva Björk Ægisdóttir Manstu eftir Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur sem vann gull á ólympíuleikunum í Madríd á Spáni. Árang- ur hennar markaði upphaf sigur- göngu Íslendinga á ólympíuleikum fatlaðra. Mynd/Ólafur 22 viðtal Helgin 7.-9. september 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.