Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 50
Í haust eru 35 ár síðan samtökin SÁÁ voru stofnuð með glæsilegum fundi í Háskólabíói. Þessi upphafs- fundur var merkur um margt; mál- efnið var ekki aðeins mikilvægt og brýnt heldur voru þess fá dæmi eða nokkur að tekist hefði að byggja upp jafn breiða samstöðu meðal þjóðar- innar um mannúðarmál. Bíóið var full- setið og ljóst var að þeim sem höfðu undirbúið stofnun SÁÁ hafði tekist ætlunarverkið; allar götur síðan hefur SÁÁ notið mikils stuðnings alls þorra þjóðarinnar. Fljótlega skapaðist sú hefð að halda upp á stofnun SÁÁ með fundi og sam- komu í Háskólabíói fyrsta miðvikudag októbermánaðar. Sum árin hefur verið lögð áhersla á kröfur sjúklingahóps- ins um viðunandi sjúkraþjónustu en önnur ár hefur verið lögð meiri áhersla á að fagna þeim árangri sem hefur náðst. Í ár verður haldinn baráttufundur fyrir mannréttindum áfengis- og vímuefnasjúklinga í Háskólabíói mið- vikudaginn 3. október. Lögð verður áhersla á draga fram þann árangur sem Íslendingar hafa náð með þeirri þjónustu sem sjúklingahópurinn hefur barist fyrir að fá og dregið upp í hverju barátta næstu missera verður fólgin. En sem fyrr munum við nota tæki- færið til að skemmta okkur og fagna á baráttufundinum. Áætla má að frá því að SÁÁ voru stofnuð hafi byggst hér- lendis upp samfélag um 10-12 þúsund alkóhólista í bata. Það er náttúrlega einstakt; hvergi í heiminum eru hlut- fallslega fleiri sem náð hafa bata frá þessum lífshættulega sjúkdómi. Þessi fjöldi hefur ekki aðeins bætt eigið líf og lífsgæði fjölskyldna sinna; haft jákvæð áhrif á samfélagið og dregið úr kostnaði og harmi; heldur gerir þessi mikli fjöldi alkóhólista í bata það auð- veldara fyrir þá sem á eftir koma að ná í og viðhalda bata. Og þessi mikli fjöldi ætti að auðvelda baráttuna fyrir bættri þjónustu fyrir þennan hóp, fyrir jöfnum réttindum við aðra landsmenn og til að tryggja þeim sjúklingum sem enn hafa ekki fengið nægjanlega góð úrræði betri þjónustu, virðingu og réttindi. Samtal um alkóhólisma Samtal um alkóhólisma hafa verið í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7, á miðvikudags- kvöldum undanfarin misseri. Þar hefur verið efnt til samtals um alkóhólisma og Guð, bókmenntir, frægð, konur, karl- mennsku, fanga, matarfíkn, sjálfsmorð og sorg. Á þessum kvöldum hefur skapast frá- bær og vinalegur andi; umræður hafa verið gefandi og einlægar og þótt ekki sé stefnt að sameiginlegri niðurstöðu þá hafa gestir yfirleitt farið glaðir heim; ánægðir með að hafa eytt kvöldinu í áhugavert spjall í góðra vina hópi. Síðastliðið vor lauk samtalinu á fjórum kvöldum þar sem rætt var um alkóhólisma og konur út frá ýmsum sjónarhornum. Fyrsta samtal haustsins verður líka um alkóhólisma og konur í tilefni af fyrirhug- aðri stofnun kvenfélags SÁÁ; félags sem ætlar er að halda utan um þau mál innan samtakanna sem snúa sérstaklega að kon- um og þau sem konur vilja setja á dagskrá. Þetta samtal um alkóhólisma og kon- ur verður 19. september og hefst klukkan 20.15. Miðvikudagskvöldin í Edrúhöllinni í von, EfstalEiti 7, hafa vErið vinsæl: s hvað: Samtal um alkóhólisma P hvar: Von, Efstaleiti 7 æ hvEnær: Miðvikudagskvöld kl. 20.15 m fYrir hvErn: Allir velkomnir L nÁnar: www.saa.is Óttar Guðmundsson er einn þeirra sem hefur komið og tekið þátt í Samtali um alkóhólisma á síðustu misserum en erindi hans var vinsælt og í beinni á EdrúTV á www.saa.is en mikilvægt er að fylgjast vel með heimasíðu sam- takanna. Gunnar Smári Egilsson flytur ávarp en á bak við hann stendur karlakór. Í fyrra kom Mugison og spilaði og söng fyrir gesti en það er hefð fyrir miklu stuði og skemmtilegheitum á baráttufundinum í Háskólabíói. sÁÁ vErða 35 Ára í októbEr: s hvað: Afmælisfundur SÁÁ P hvar: Háskólabíó æ hvEnær: 3. október m fYrir hvErn: Allir velkomnir L nÁnar: www.saa.is Baráttufundur fyrir mannréttindum 10 SEPTEMBER 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.