Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 88

Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 88
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Svar við bréfi Helgu – aftur á svið í kvöld kl 20 Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 1.k Lau 15/9 kl. 20:00 4.k Lau 22/9 kl. 20:00 7.k Lau 8/9 kl. 20:00 2.k Fim 20/9 kl. 20:00 5.k Sun 23/9 kl. 20:00 8.k Fös 14/9 kl. 20:00 3.k Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Fös 14/9 kl. 19:00 frum Lau 22/9 kl. 14:00 4.k Lau 29/9 kl. 14:00 6.k Lau 15/9 kl. 19:00 2.k Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k Sun 16/9 kl. 16:00 3.k Sun 23/9 kl. 19:00 aukas Sun 30/9 kl. 19:00 8.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Rautt (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 frums Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 SÝNINGAR Á 11.900 KR. MEÐ LEIKHÚSKORTI Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Fös 7/9 kl. 16:00 Aðalæf. Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Lau 8/9 kl. 14:00 Frums Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Lau 8/9 kl. 17:00 2.sýn Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 16/9 kl. 14:00 3.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Sun 16/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Frumsýning 8.september! Afmælisveislan (Kassinn) Fös 7/9 kl. 19:30 Lau 15/9 kl. 19:30 Fös 21/9 kl. 19:30 Fös 14/9 kl. 19:30 Sun 16/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30 Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Lau 15/9 kl. 20:30 Frums Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Fim 20/9 kl. 20:30 2.sýn Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 22/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum aftur á svið. Kameljón (Kúlan) Lau 8/9 kl. 19:30 Sun 9/9 kl. 19:30 Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Hávar Sigurjónsson hefur skrifað þrjú ný leikrit sem öll verða frumsýnd í vetur.  Leikrit Hávar SigurjónSSon verður tíður frumSýningargeStur á nýju Leikári Þrjár frumsýningar í vetur Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is „Þetta er vissulega ánægjulegt,“ segir Hávar Sigurjónsson leikskáld um þá staðreynd að í vetur verða frumsýnd eftir hann þrjú ný leikrit á Íslandi. Fyrsta verkið er Jónsmessunótt sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu 6. október og svo frumsýnir Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins verkið Í gömlu húsi eftir Hávar í nóvember og loks ætlar leikhópurinn Geirfugl að frumsýna Segðu mér satt í Þjóðleikhúsinu í febrúar. „Svona eru hlutirnir á stundum, það er ann- að hvort í ökkla eða eyra,“ segir Hávar sem er að vonum kátur með nýtt leikár en Hávar hefur einnig verið virkur innan Leikskáldafélagsins þar sem hann hefur gegnt formennsku síðan 2004. „Þar er okkur jú um munað að efla íslenska leikritun og höfum staðið fyrir ýmsu. Eins og til dæmis höfundasmiðju í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Við vorum með átta verk í þeirri smiðju í vor og byrjum aftur núna með smiðjuna. Það eiga eftir að koma mörg góð ný íslensk leikrit úr þeirri vinnu.“ Sjálfur skrifar Hávar mest um íslenskan veruleika og bæði verkið í Þjóðleikhúsinu og Útvarpsleikhúsinu fjallar um íslenskan veruleika hér í Reykjavík en Segðu mér satt er aðeins losaralegra í tíma og rúmi.  frumSýning ÞjóðLeikHúSið frumSýnir Dýrin í HáLSaSkógi Gaf allan sýningarréttinn Björn Egner, sonur Thorbjörns Egner, er kominn til Íslands til að vera viðstaddur frumsýningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi. Fimmtíu ár er síðan verkið var fyrst sett upp hér á landi en Thorbjörn hefði orðið hundrað ára í desember. É g fer aftur til Noregs á mánudag-inn,“ segir Björn Egner, sonur Thorbjörns Egner, höfundar Dýranna í Hálsaskógi sem Þjóðleik- húsið frumsýnir í dag. „Ég er auðvitað þakklátur Þjóðleikhússtjóra að bjóða mér hingað. Pabbi hefði orðið hundrað ára í desember og svo skilst mér að þið eigið 50 ára sýningarafmæli á verkinu,“ heldur Björn áfram en Dýrin í Hálsa- skógi voru fyrst frumsýnd á Íslandi 1962: „Þið rétt náðuð að vera á undan Dönum að frumsýna verk eftir pabba,“ segir Björn og var Ísland því fyrst til að uppgötva þennan farsæla höfund sem ekki aðeins hefur gefið okkur Dýrin í Hálsaskógi heldur einnig Kardimommubæinn og Karíus og Baktus. Egner-sjóðurinn Samkvæmt Birni eru verk Thorbjörns Norð- mönnum jafn hugleikinn og okkur Íslendingum. Mikið verður um húll- umhæ tengt 100 ára afmæli Egners í Noregi. „Pabbi var annars ætíð mjög þakklátur fyrir áhuga Íslendinga á verkunum og allar tekjur hans og okkar af sýningunum á Íslandi renna í sjóð til styrktar leikritun á Ís- landi,“ útskýrir Björn en margir ættu að kannast við Egner-sjóðinn svokall- aða sem stundum er úthlutað úr. Hlakkar til að sjá Hörpuna Björn Egner hefur áður verið á Ís- landi og baðaði sig þá í Bláa lóninu og sá Gullfoss og Geysi. Nú hefur hann áhuga á að skoða borgina eilítið betur. Hann er arkitekt og vill auðvitað sjá Hörpu, en það er búið að skrifa um hana í Noregi. Björn er spenntur að sjá hvernig til tókst með tónlistarhús Ís- lendinga. „Svo ætla ég bara að njóta þess að sjá Dýrin í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu á morgun,“ segir Björn, fullur þakklætis yfir heimboðinu. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Thorbjörn Egner hefði orðið hundrað ára í desember. Björn og Thorbjörn. Þið rétt náðuð að vera á undan Dön- um að frum- sýna verk eftir pabba. Fyrstu tvö skiptin, 1962 og 1977, léku Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason Mikka ref og Lilla klifurmús. Síðan tóku Örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson við keflinu 1992. 2003 voru það Atli Rafn Sigurðarson og Þröstur Leó Gunnarsson en í ár eru það Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ævar Þór Benediktsson. Svar við bréfi Helgu um helgina Leikhúsin stóru eru að vakna til lífsins nú um helgina og sum verkanna frá því í fyrra fá að halda áfram. Þannig hefur Þjóð- leikhúsið aftur hafið sýningar á Afmælisveislu Pinters sem fékk prýðisdóma í Fréttatímanum á síðasta leikári. Borgarleikhúsið byrjar að sýna aftur leikritið Svar við bréfi Helgu um helgina. Verkið er eftir Bergsvein Birgisson og skartar þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Ilmi Kristjánsdóttur í aðalhlutverkum. Bergsvein Birgisson rithöfundur. 72 leikhús Helgin 7.-9. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.