Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 51

Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 51
Á mánudögum í október mun SÁÁ efna til málfunda um mannréttindi minnihlutahópa. Markmiðið er að draga saman reynslu ólíkra minni- hlutahópa af baráttu; fatlaðra, geð- fatlaðra, þroskaheftra, áfengis- og vímuefnasjúkra, samkynhneigðra, kvenna, innflytjenda og miklu fleiri. Rætt verður um sameigin- lega hagsmuni þessara hópa af mannréttindabaráttu; hvað einn hópur getur lært af árangri næsta; hvaða aðferðir hafa skilað mestum árangri og hverjar minni. Málfundir um mannréttindi verða haldnir í Von, húsi SÁÁ við Efstaleiti 7; fundirnir verða í hádeginu og verður boðið upp á léttan málsverð. Á hverjum fundi verða tvö til þrjú inngangserindi en að þeim loknum verður efnt til samtals milli gesta. Það er von stjórnar SÁÁ að þessi fundaröð byggi upp tengsl milli ólíkra minnihlutahópa um sameig- inleg baráttumál sín um mannvirð- ingu og eyðingu fordóma; jöfn rétt- indi og sanngirni í samfélaginu. Eyðum fordómum Fjölskyldumeðferð getur gert kraftaverk SÁÁ býður upp á vinsæla fjölskyldumeðferð sem er opin fyrir alla aðstandendur alkóhólista og fíkla. Helga Óskarsdóttir, dagskrárstjóri fjölskyldudeildar SÁÁ, segir aðalvandamál aðstandanda vera meðvirkni. Málfundaröð uM Mannréttindi: Í Von má sækja fjögurra vikna fjölskyldumeðferð sem sniðin er að þörfum þeirra sem eru aðstandendur alkóhólista og fíkla. Það er Helga Óskarsdóttir, dag- skrárstjóri fjölskyldudeildar SÁÁ, sem heldur utan um meðferðina sem stendur í fjórar vikur í senn: „Við hittumst í átta skipti á mánudags- og fimmtudagskvöld- um frá 18 til 20.30. Við byrjum á fyrirlestri, gerum svo smá hlé og svo er hópvinna á eftir. Einnig bjóðum við nokkrum sinnum á vetri upp á helgarnámskeið frá níu til hálffimm en þau eru aðallega hugsuð fyrir þá sem eiga heima úti á landi og það fer eftir eftirspurn hversu oft þau standa til boða,“ segir Helga Bleiki fíllinn Markmiðið með þessari með- ferð segir Helga vera að fræða fjölskyldur og aðstandendur alkóhólista sem standa gjarnan bjargarlausir frammi fyrir þessum sjúkdómi. „Við fræðum fjölskyldu- meðlimi og aðstandendur um áhrif fíknisjúkdóms á þeirra eigin líðan og samskipti því jafnvægið riðlast og fer allt úr skorðum þegar fíknisjúkdómur fer af stað,“ segir Helga og tekur það fram að fólk noti gjarnan aðferðir á fíkilinn sem virka á önnur vandamál en fíkn- isjúkdóminn. „Það eru óskráðar reglur að rugga ekki bátnum, ekki tala um bleika fílinn í stofunni og þetta eru skilaboð sem allir fá í kringum þennan sjúkdóm. Börn fara oft ung að bera alltof mikla ábyrgð og ljúga fyrir alkóhólist- ann. Aðstandendur nota gjarnan aðferðir sem virka á önnur vanda- mál en ekki fíknisjúkdóm, það snýst í höndunum á þeim og hjálp- ar alkóhólistanum í fíkninni. Fólk áttar sig ekki á því að alkóhólistinn þarf að taka ábyrgð á drykkjunni og afleiðingum hennar en ef það er alltaf verið að taka til eftir hann áttar hann sig ekki á stöðunni.“ Meðvirkni og skömm Hver sem er getur leitað til fjöl- skyldudeildar SÁÁ en þau spor reynast mörgum þung því algengt er að aðstandendur séu með- virkir með alkóhólistanum. „Fólk getur komið og pantað viðtal eða komið inn af götunni og rætt við ráðgjafa á vakt. Þjónustan er fyrir alla þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af fíknisjúkdómi sama hvort veiki einstaklingurinn er edrú eða í neyslu. En það er oft erfitt fyrir fólk að leita sér hjálpar og aðstandandinn er hræddur um að með því að mæta á staðinn sé hann að lýsa því yfir að vandamál sé til staðar. Fólk leggur stundum langt í burtu af ótta við að sjást af öðrum og opinbera vandamálið og oft er erfiðasta skrefið að takast á við vandann og gera eitthvað enda stendur meðvirknin oft í veg- inum. Meðvirkni er aðalmálið og á námskeiðinu förum við yfir það af hverju þeim líður eins og þeim líður og hvað þau geta gert í því. Það er ótrúlegt að sjá breytinguna á fólki á meðan námskeiðinu stend- ur – það er eins og kraftaverk. Þau kannski sitja samanrekin í byrjun og treysta engum en fara svo að slaka á spennunni, tjá sig og jafn- vel hlæja,“ segir Helga. Helga segir eftirspurnina mjög mikla, námskeiðin eru vel sótt og hafa gefið góða raun. Hvað gagnast sjúklingunum best? Í tengslum við 35 ára afmæli SÁÁ verður haldin ráðstefna um meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn og þarfir þessa sjúklinga- hóps fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustu. SÁÁ hefur haldið fjölmargar ráðstefnur á undanförnum árum og boðið hingað til lands flestu af því fólki sem stendur fremst í rann- sóknum á fíknisjúkdóm- um og í meðferð við þeim. Í tengslum við afmælis- og baráttufund SÁÁ í fyrra var efnt til innlendrar ráð- stefnu og verður það gert aftur í ár. Markmiðið er að gera slíkar innlendar ráðstefnur um áfengis- og vímuefnasýki og fjölþætt- ar þarfir þessa sjúklinga- hóps að árlegum viðburði. Ráðstefnan verður hald- in dagana 1. til 3. október. Fyrsta daginn verður áhersla lögð á sjúkrameð- ferð og litið til þarfa mismunandi hópa; ungmenna, aldraðra, sprautufíkla, sjúklinga með flókinn geðrænan vanda auk áfengis- og vímuefnafíknar, langt leiddra alkóhólista og svo framvegis. Á öðrum degi ráðstefnunnar verður horft til þarfa sjúklingahópsins fyrir endurhæfingu og ýmis félagsleg úr- ræði; búsetuúrræði, félagslegan stuðning á batatímanum, stuðning við fanga og fjölskyldur þeirra. Á lokadegi ráðstefnunnar verður fjallað um þörf á sam- vinnu milli ólíkra stofnana til að þessi sjúklingahópur fái þá þjónustu sem honum best hentar þar sem hann leitar eftir aðstoð eða hjálp. Að undanförnu hefir SÁÁ efnt til samtals við flesta þá aðila sem koma að meðferð og þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga. Markmiðið er að fá sem flesta af þeim aðilum til að taka þátt í að byggja upp þessa árlegu ráð- stefnu sem vettvang til að miðla nýjustu þekkingu og efna til samtals um hvernig þjónusta megi þennan sjúklingahóp sem best. afMælisráðstefna sáá: s HVað: Afmælisráðstefna SÁÁ P HVar: Von, Efstaleiti 7 æ HVenær: 1.-3. október m fYrir HVern: Allir velkomnir L nánar: www.saa.is s HVað: Málfundaröð P HVar: Von, Efstaleiti 7 æ HVenær: Mánudaga í hádeginu m fYrir HVern: Allir velkomnir L nánar: www.saa.is s HVað: Fjölskyldunámskeið P HVar: Von, Efstaleiti 7 æ HVenær: Mánudags- og fimmtudagskvöld frá 18–20.30 m fYrir HVern: Fjölskyldur og aðstandendur alkóhólista og fíkla L nánar: www.saa.is Í tengslum við 35 ára afmæli SÁÁ verður haldin ráðstefna um meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn og þarfir þessa sjúklinga- hóps fyrir heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hér eru hjúkrunar- fræðingarnir á Vogi en hjá SÁÁ hefur í gegnum áratugina myndast ómæld reynsla við vinnu með fíknisjúkdómum. 11 2012 SEPTEMBER

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.