Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 24
É g upplifði mig í fyrsta sinn sem konu í stjórn­ unarstöðu þegar ég fór í fæðingarorlof fyrir tveimur árum. Þá staldraði ég við og velti því fyrir mér hvernig því yrði tekið enda fá fordæmi fyrir því að for­ stöðumenn ríkisstofnana færu í fæðingarorlof,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknar­ stjóri ríkisins. „Það reyndist síðan auðvitað bæði sjálfsagt mál og eðli­ legt, eins og það á að vera, en þetta var í fyrsta skiptið sem ég velti því fyrir mér hvort það skipti máli fyrir starf mitt að ég væri kona,“ segir hún. „Síðan þekkjum við auð­ vitað nýleg dæmi um ráðherra sem tekið hafa fæðingarorlof og snúið aftur til baka til fyrri starfa. Þetta eru dæmi sem eru til þess fallin að styrkja stöðu kvenna á vinnumark­ aðnum.“ Bryndís tók við starfi sínu í ársbyrjun 2007 en hefur starfað í skattamálum bæði til sóknar og varnar frá því hún lauk námi í lagadeildinni við Háskóla Íslands árið 1993. Hún fékk áhuga á tölum í Versló og átti fullt í fangi að velja milli þess að læra viðskiptafræði, hagfræði eða lögfræði. Lögfræðin varð fyrir valinu og þar fékk hún áhuga á skattamálum. „Skatta­ málin eru mjög skemmtileg og fjölbreytt,“ segir hún. „Ekk­ ert réttarsvið býr við jafn örar breytingar og skattamálin og skattarefsiréttur er skemmtilega snúinn.“ Dropinn holar steininn Hún segist oft fá þá spurningu hvort skattaheimurinn sé ekki karlaheimur. „Fjármál hafa ein­ hverra hluta vegna síður verið talin vettvangur kvenna. Það er að breytast. Nú er forstjóri Fjár­ málaeftirlitsins kona og sömuleiðis fjármálaráðherra. Dropinn holar steininn. Þriðjungur forstöðu­ manna ríkisstofnana er konur. Er það áhugavert meðal annars í ljósi þess að tveir af hverjum þremur ríkisstarfsmönnum eru konur. Ég ætla nú ekki annað en konum muni fjölga í stöðum forstöðumanna ríkisstofnana á næstu árum,“ segir hún. Ég tel að í dag eigi konur alveg jafnmikla möguleika á stjórn­ unarstöðum hjá hinu opinbera og karlar.“ Bryndís er alin upp í neðra­ Breiðholti en flutti 12 ára í Foss­ voginn. Hún segist verða æ minna umburðarlynd gagnvart mismunun kynjanna eftir því sem hún eldist. „Þegar ég var yngri og kynjamis­ rétti kom til tals hafði ég ekki trú á öðru en að mín kynslóð þyrfti ekki að hafa af því áhyggjur eða upplifa. Ef hins vegar fer fram sem horfir er það hins vegar langt frá því einsýnt hvort sú kynslóð sem ég tilheyri nái að lifa það að sjá fullt jafnrétti kynjanna, við sjáum það í könn­ unum um launamun, til að mynda. Jafnrétti á að vera sjálfsagður hlut­ ur en er það ekki – og það sýnir sig á því einu að við erum að ræða það,“ segir hún. „Vonandi verður það ein­ hvern tíma jafn sjálfsagður hlutur að spyrja karlmann jafnt sem konu hvernig takist að samræma vinnu og einkalíf. “ Ég er orðin róttækari í skoð­ unum um þessi mál en áður. Ég tel að stundum sé nauðsyn að grípa til sérstakra aðgerða til að rétta hlut kvenna og ýta aðeins við þeirri þró­ un sem þó er í gangi, til að mynda með þeim hætti sem gert hefur verið með lögbundnu kynjahlutfalli í stjórnum stærri fyrirtækja,“ segir Bryndís. Bryndís segir jafnrétti ríkja hjá skattrannsóknarstjóra. „Starfs­ menn embættisins skiptast um það bil til helminga eftir kyni. Stjórnun­ arstöður eru sömuleiðis skipaðar báðum kynjum.“ Hún segist ekki viss hvort stjórnunarstíll hennar sé annar en ef hún væri karl. „Stjórn­ unarstíll er fyrst og fremst einstak­ lingsbundinn óháður kyni. Ef stjór­ nunarstíll kvenna er öðruvísi, þá er hann að minnsta kosti ekki síðri“. Eilíf togstreita Skattrannsóknarstjóri leggur áherslu á fjölskylduvænan vinnu­ stað. Lagt er upp með sveigjanleg­ an vinnutíma og að sögn Bryndísar nýta karlar og konur sér það jafnt. Bryndís og eiginmaður hennar, Júlíus Smári, eiga þrjú börn á aldr­ inum tveggja til tíu ára. Þau eru bæði lögfræðingar og þurfa oft að vinna langan vinnudag. Það tekur sinn toll og dagleg áskorun er að samræma vinnu og fjölskyldulíf. „Því fylgir eilíf togstreita að geta Skattaheimurinn ekki lengur karlaheimur Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknar- stjóri segir að skattamálin séu skemmtileg og fjölbreytt en sér hafi enn ekki tekist að finna fullkomið jafnvægi milli vinnu og fjöl- skyldulífs. Það sé dagleg áskorun. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri: Fjármál hafa einhverra hluta vegna síður verið talin vettvangur kvenna. Það er að breytast. Mynd Hari Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Framhald á næstu opnu 24 viðtal Helgin 7.-9. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.