Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 07.09.2012, Blaðsíða 62
46 heilsa Helgin 7.-9. september 2012 T rendið í líkamsræktinni næsta vetur er án efa dans og hiti en einnig er vinsælt að blanda saman styrk og brennslu,“ segir Linda Hilmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hress. Haustið er gósentíð líkamsræktarstöðva sem keppast nú við að freista nýrra viðskiptavina með spennandi nýjungum í stundarskrám vetrarins. Að sögn Lindu býður Hress upp á nýj- ungar á borð við „Warm-Fit“ sem eru „Jane Fonda og Tracy Anderson æfingar í hita“ en einnig er boðið upp á nýja blöndu af lyft- ingum og hjólatíma, „Combo-30“. „Svo er Zumba sívinsælt og erum við að bjóða upp á nýjar útfærslur af því, Zumba í vatni og Zumba með 1-2 kg hristur,“ segir Linda. Auðbjörg Ásgrímsdóttir, kennari í WorldClass, segir að boðið verði upp á fjölda nýrra námskeiða í vetur, svo sem sérstakt námskeið fyrir 60+. Einnig er nýtt námskeið, Insanity, sem útleggja má sem geðveiki á íslensku sem er eins konar tabata með hópefliívafi, að sögn Auðbjarg- ar. Þá má nefna Warrior Yoga sem ætlað er að sporna gegn áhrifum nútímalífsstíls, svo sem langar setur við tölvu, streitu og svefnleysi. Reebok fitness býður til að mynda upp á Zumba fitness, sem er enn meira krefjandi en zumba og samblanda af dansi, líkams- ræktaræfingum og mikilli brennslu, sam- kvæmt upplýsingum frá Reebok fitness. Hreyfing býður upp nýjungar á borð við á 5-stjörnu-fit sem á að móta og lengja vöðva og auka grunnbrennslu líkamans. Einnig Club-Fit-50+ sem er námskeið fyrir fólk yfir fimmtugt. Önnur nýjung er 3-2-1 sem eru hóptímar undir yfirskriftinni styrkur-þol- kjarni. Gerðar eru styrktaræfingar í 3 mín- útur, þolæfingar í 2 mínútur og kviðæfingar í 1 mínútu. Gunnhildur Þráinsdóttir, deildarstjóri námskeiða og hóptíma í Sporthúsinu segir að vinsælasta nýjungin sé svokallað „Foam- flex“ þar sem gerðar eru teygjur og sjálfs- nudd í upphituðum sal. „Við notumst við frauðrúllur við nudd sem losar um stífa vöðva og bólgur. Það er mjög gott fyrir fólk í mikilli líkamsrækt,“ segir Gunnhildur. Vinsælustu tímarnir eru hins vegar Zumba tímarnir og er verið að bæta við tímum til að mæta eftirspurn. Þá verður boðið upp á krakka- og unglinganámskeið í CrossFit fyrir aldurshópinn 9-12 og 13-15 ára. Loks er í boði nýtt Powerburn námskeið sem gengur út á að gera samansafn af æfingum sem ýta undir grunnbrennslu líkamans, að sögn Gunnhildar. Kristjana Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri líkamsræktar hjá Baðhúsinu, segir að dans- tímarnir séu vinsælastir en einnig jóga í heitum sal. „Við ætlum að bjóða upp á enn meiri dans í vetur, bæði 80‘s dansveislur og tvær nýjar tegundir af spinningtímum, spinning við óperutónlist og svo spinning við tónlist Sálarinnar hans Jóns míns sem hefur verið sérmixuð fyrir Baðhúsið,“ segir Kristjana. Einnig verða nýir tímar í Fonda- fitness sem er líkamsrækt í ætt við Jane Fonda. Hún segir að konur séu farnar að lyfta meira lóðum en áður og því séu styrkt- artímar vinsælir í bland við dansinn. -sda  LíkamsrækT FjöLdi nýjunga í LíkamsrækTarsTöðvunum Hiti og dans í ræktinni í vetur Líkamsræktarstöðvarnar bjóða upp á fjölda nýjunga í ræktinni í vetur en sem fyrr eru danstímarnir vinsælastir. Konur sækja í auknum mæli í styrkt- aræfingar og eru farnar að lyfta lóðum í meira mæli og blanda því saman við brennslutíma. Lyftingar og styrktaræfingar verða sífellt vinsælli meðal kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.