Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 26

Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 26
SIMPLY CLEVER ŠKODA Yeti - vertu viðbúinn hinu óvænta. Í ŠKODA Yeti er sérhver ökuferð einstök. Yeti er sterkur en samt nettur og tekst auðveldlega á við allar aðstæður. Undir vélarhlífinni er Yeti með aflmikla og sparneytna 2.0TDI dísilvél sem eyðir aðeins frá 6 lítrum á 100km. ŠKODA Yeti 2.0 TDI, 4x4 kostar aðeins frá kr: 4.490.000,- Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði ekki gefið hvoru fyrir sig allan minn tíma“, segir Bryndís. „Það á við okkur bæði. Maðurinn minn glímir við það sama að þessu leytinu til og held ég að það eigi við um alla foreldra sem taka virkan þátt í uppeldi barnanna sinna.“ Þau skiptast á að vinna lengur og sinna börnunum annan hvorn dag. Bryndís vinnur því fram eftir annan hvorn dag en sækir í leikskólann og sinnir hinum börnun- um, sem eru 8 og 10 ára, hina dagana. „Ég hef ekki enn fundið jafnvægi milli starfs og einkalífs, ég hef ekki fundið þá línu. Það væri æskilegra að verja meiri tíma með fjölskyldunni og hið sama á við um verkefnin í vinnunni. Það framkallar ákveðna togstreitu og kannski er ekki hægt að finna þetta jafnvægi.“ Þau hjónin hafa markað sér þá stefnu að verja öllum sínum frí- tíma með börnunum og vera saman. „Þetta gengur ekki öðruvísi og við viljum ekki hafa það öðruvísi,“ segir Bryndís. „Auðvitað njótum við ákveðinna forréttinda hér á Íslandi, andstætt því sem er í fjölmörgum öðrum löndum, að geta gert hvort tveggja, komið upp börnum og sinnt fjölskyldu samhliða því að sinna krefjandi starfi. En þessi forréttindi eru ákveðnu verði keypt,“ segir hún. „Treysta þarf meira á aðra til að halda utan um börnin og sjá um þau í stóru og smáu þegar foreldranna nýtur ekki við og ekki síst þarf að treysta meira á börnin sjálf sem þau kannski hafa ekki alltaf þroska eða getu til að standa undir.“ Starfið breyst eftir hrun Aðspurð segir Bryndís starfið sitt hafa breyst eftir hrun. „Mikil fjölgun varð í málum sem bárust embættinu og tengdust aflandsfélögum og skatta- skjólum. Slík mál voru svo til óþekkt fyrir hrun. Það hefur kallað á annars konar nálgun og vinnu og auðvitað nýja þekkingu því þessi mál eru oft á tíðum mun flóknari en áður þekktist. Mörg þessara mála snúast um veru- legar fjárhæðir og mun meiri þungi er lagður í allar varnir, hvort heldur þær varða efni málsins eða form, strax frá fyrsta degi rannsóknar. Allt ferlið í þessum málum er miklu þyngra.“ Í kjölfar hrunsins var starfsfólki hjá skattrannsóknarstjóra fjölgað. Við réðum meðal annars inn fólk sem hafði sérþekkingu á erlendum skatta- rétti og tvísköttunarmálum. Hins vegar þyrfti að bæta við 10-20 starfs- mönnum til viðbótar, eigi stofnunin að ná að vinna úr þeim málum sem bíða rannsóknar, að sögn Bryndísar. „Þetta eru í mörgum tilvikum mál þar sem grunur beinist að undan- skoti á verulegum fjárhæðum. Helsti óvinur efnahagsbrota er tíminn, bæði hvað varðar fyrningu auk þess sem hann getur haft veruleg áhrif á þyngd refsingar. Það er vont að bíða. Það er hins vegar annarra að taka ákvörðun um hvaða fjármunum er veitt í þessar rannsóknir,“ segir Bryndís. Þó svo að nýlega hafi ekki verið gerð rannsókn á umfangi svartrar at- vinnustarfsemi hér á landi er almennt talið að þegar harðnar í ári aukist svört vinna. „Skattsvik eru hins vegar aldrei réttlætanleg og eru alvarleg svik við þann sáttmála sem við öll höfum gert með því að búa í því þjóð- félagi sem við gerum,“ segir hún. „Æskilegt væri að skattyfirvöld myndu sinna forvarnarmálum og fræðslu með markvissum hætti. Ég teldi mikinn ávinning af því að fara t.a.m. í skóla og ræða við unga fólkið um skatta og skattsvik – hvað áhrif slík brot geta haft á þau sjálf og sam- félagið,“ segir hún. „Enn er það verk- efni framtíðarinnar en verður vonandi áður en langt um líður nútíðin.“ 26 viðtal Helgin 7.-9. september 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.