Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 4
Náðargáfa skáldskapariNs Skáldsaga Steinunnar Jóhannesdóttur um uppvaxtarár Hallgríms Péturssonar hefur vakið verðskuldaða athygli. Heillandi saga, sögð af alúð og hugkvæmni. Eftir höfund metsölubókarinnar Reisubók Guðríðar Símonardóttur Fækkun starfsmanna Landspítalans boðuð Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, tilkynnti verulega fækkun starfsmanna á fundum með starfsfólki í gær. Gert er ráð fyrir því að fækk- unin nemi 70-100 starfsmönnum. Reynt verður eftir megni að nýta starfsmannaveltu fremur en uppsagnir. Spítalinn þarf að draga saman um 850 milljónir króna. Meðal annarra sparnaðarað- gerða er fækkun legurúma og lækkun lyfjakostn- aðar auk þess sem dregið verður úr yfirvinnu. -jh 850 milljónir Samdráttur hjá Landsspítalanum Björn Zoëga, forstjóri Landsspílans veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hiti verður oFan Frostmarks á LágLendi, Hvöss a-átt við suðurströndina, rigning suðaustantiL, en annars að mestu þurrt. HöFuðborgarsvæðið: Hiti um 5 stig og að mestu þurrt. LitLar breytingar í veðri, þó Hægari vindur og bjartara veður aLmennt séð á Landinu. Hægt kóLnandi. HöFuðborgarsvæðið: líklega smá væta framan af degi, en léttir síðan til og frystir um nóttina. spáð er Hægviðri, þurru og Lág vetrar- sóLin mun víðast skína á Landsmenn. Hiti um eða undir Frostmarki. HöFuðborgarsvæðið: Bjart og fallegt veður. nánast logn. enn einn sunnudagur með góðviðri þetta haustið Sá vægi hláku- og leysingakafli sem nú ríkir á landinu mun vara fram á laugardag. Þá fjarar A-áttin út sem beint hefur til okkar mildu lofti. Á sunnudag er síðan að sjá sannkallað góðviðri á landinu. Við verðum undir áhrifum frá voldugri hæð og bæði hægur vindur á landinu sem og lítið um ský. Við þessa breytingu fer veður hægt kólnandi og á endanum frystir á ný. 5 3 4 5 6 3 2 3 4 5 0 1 3 1 2 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Enn svigrúm til vaxtalækkunar Nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans eru sammála um að enn sé eitthvert svigrúm fyrir hendi til áframhald- andi slökunar peningalegs aðhalds, að því gefnu að gengi krónunnar haldist stöðugt eða styrkist og hjöðnun verðbólgu haldi áfram eins og spár gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem Seðlabankinn hefur birt. Þar má enn fremur sjá að einn nefndarmanna vildi lækka vexti um meira en 0,75 prósentur á síðasta vaxtaákvarðanafundi bankans, 3. nóvember. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 8. desember. Miðað við þær skoðanir sem koma fram í fundargerðinni er það mat greiningardeildar Íslandsbanka að Seðlabankinn lækki vexti enn frekar þá. -jh Frávísunarkröfu hafnað í Exeter-máli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfu vegna Exeter-málsins. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP Banka, kröfðust frávísunarinnar, að því er mbl. is greinir frá. Exeter-málið snýst um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr sparisjóður veitti einkahlutafélaginu Exeter Holding til þess að kaupa stofnfjárbréf í Byr á yfir- verði. Seljendur bréfanna voru MP Banki, Ragnar Z. og Jón Þorsteinn. Viðskiptin fóru fram haustið 2008 en málatilbúnaður ákæruvaldsins snýr aðallega að meintum umboðssvikum. -jh Helga ráðuneytisstjóri Helga Jónsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í efnahags- og við- skiptaráðuneytinu frá 1. desember 2010 að telja, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins. Helga hefur haft með hönd- um stjórnunarstörf á vegum opinberra og alþjóðlegra aðila í 21 ár. Hún var skrifstofu- stjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneytinu, aðstoðarmaður Stein- gríms Hermannssonar forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra 1983-1988, bæjarstjóri Fjarðabyggðar 2006-2010 og borgarritari í Reykjavík 1995-2006 þar sem hún stýrði stjórnsýslu og fjár- málum og var staðgengill borgar- stjóra. Helga tekur við starfi 1. desemb- er. -jh M arinó G. Njálsson hefur sagt af sér stjórnarmennsku í Hagsmunasamtökum heimil- anna. Þetta tilkynnti hann á bloggi sínu sem og í fréttatilkynningu klukkan fjögur í gær. Ástæðan sem hann gaf fyrir afsögn sinni var „endurtekin hnýsni fjölmiðla“ í einkamál hans og yfirvofandi frétt um skuldamál hans í Fréttatímanum. Fréttatíminn forvitnaðist um skulda- mál Marinós vegna þess að hann hefur verið í forsvari fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, samtök sem hafa barist fyrir flötum niðurskurði fasteignalána, fyrir því að höfuðstóll erlendra lána verði færður í íslenskar krónur á þeim degi sem lánið var tekið og að vextir verði endurreiknaðir, og einnig því að höfuðstóll verðtryggðra lána verði lagfærður. Marinó vildi ekki svara fyrir- spurn Fréttatímans og sagði skulda- mál sín vera einkamál sem kæmi ekki öðrum við. Jafnframt tjáði hann blaða- manni að ef greint yrði frá skuldastöðu hans, myndi hann segja sig úr stjórn Hagsmunasamtakanna. Það loforð hefði hann gefið konunni sinni og hann væri maður orða sinna. Starfsmenn Kjöríss vinna kaup- laust í nokkrar klukkustundir eftir hádegi í dag, föstudag, við að blanda og pakka ís sem færa á Mæðrastyrksnefnd. Þetta er gert að frumkvæði starfsmannanna. Vaktin í ísverksmiðjunni í Hvera- gerði byrjar snemma morguns hvern dag og hefðbundinni vinnu- viku hjá Kjörís lýkur jafnan á há- degi á föstudögum. Í dag verður vinnu haldið áfram og þá verða allir í sjálfboðavinnu. Kjörís gefur umbúðir og hráefni og starfsmenn gefa alla vinnu við framleiðsluna. Afraksturinn endar svo í matar- pokum sem Mæðrastyrksnefnd úthlutar fyrir jólin. Allir á skrifstofunni ætla að fara í vinnugalla, setja upp hárnet og taka vaktir á færibandinu í til- efni dagsins. Það eru yfir tuttugu starfsmenn sem vilja leggja sitt af mörkum og svo bað bæjarstjórinn í Hveragerði um að fá að vera með og rifja upp gömul handtök en hún starfaði ung í ísframleiðslunni. -jh  HagsMunasaMtök HeiMilanna Marinó g. njálsson Svarar skuldafyrirspurn með afsögn úr stjórn  kjörís styrkur til MæðrastyrksneFndar Framleiða ís í sjálfboðavinnu Marinó vildi ekki svara fyrirspurn Fréttatímans og sagði skuldamál sín vera einkamál sem kæmi ekki öðrum við. 4 fréttir Helgin 19.-21. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.