Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 74
74 bíó Helgin 19.-21. nóvember 2010
frumsýningar
f yrri hlutinn, Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1, kemur
í íslensk kvikmyndahús í dag,
ófáum aðdáendum galdra-
stráksins til mikillar gleði en
mögnuð lokaorrustan milli
góðs og ills í töfraheimi Har-
rys fer ekki fram á hvíta tjald-
inu fyrr en í sumar.
Þegar hér er komið við sögu
eru myrkraöflin í stórsókn.
Sjálfur Voldemort er allur að
koma til og fer að verða fullbú-
inn til bardaga. Hyski hans
hefur meira að segja náð und-
irtökum í Hogwarts-skóla eftir
sviplegt fráfall Dumbledore í
lok síðustu myndar. Myrkrið
grúfir yfir myndinni og nú er
ekki boðið upp á neinar krútt-
legar lestarferðir í skólann eða
spennandi Quidditch-mót.
Harry og vinir hans Her-
mione og Ron eru nú á hrak-
hólum í mannheimum. Þríeyk-
ið unga er vitaskuld enn sem
fyrr eina von góðu aflanna og
leggjast í heilmikinn göngutúr
út um allar trissur í leit að föld-
um galdrahlutum sem Volde-
mort má ekki undir nokkrum
kringumstæðum komast yfir.
Leiðangurinn tekur veru-
lega á unglingana og stofnar
vináttu þeirra í hættu. Illfygl-
in sitja svo síður en svo auðum
höndum og ætla sér meðal
annars að myrða Harry þótt
það sé nú svosem ekki neitt
nýtt.
Nokkrir leiksstjórar hafa
komið að myndabálknum um
Harry Potter. Chris Columbus
reið á vaðið og leikstýrði fyrstu
tveimur myndunum, Alfonso
Cuarón tók þá við og síðan
Mike Newell en David Yates
hefur verið við stjórnvölin frá
2007 þegar hann gerði Harry
Potter og Fönixregluna og
hann sér um að klára dæmið.
Persónur og leikendur eru
vitaskuld meira og minna þau
sömu og í fyrr myndunum sex.
Daniel Radcliffe, Rupert Grint
og Emma Watson fylgja pers-
ónum Harrys, Rons og Her-
mione allt þar til yfir lýkur en
á tímabili fór umræða af stað
um að skipta þyrfti út leikur-
um þar sem krakkarnir sem
byrjuðu á því að leika ellefu ára
börn urðu stöðugt eldri á milli
mynda. Ralph Fiennes leikur
Voldemort og er allur að taka
á sig mynd og verður væntan-
lega ansi hreint vígalegur þeg-
ar hann mætir krakkaskratt-
anum sem hann hatar í síðustu
myndinni næsta sumar.
Aðrir miðlar: Imdb: -, Rotten
Tomatoes:80%, Metacritic: -
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Þ ótt Jón Gnarr hafi tek-ið marga ágæta spretti sem borgarstjóri þá er
borgarstjórnarbrandari hans
orðinn helvíti súr og voða-
lega lítið fyndinn. Kosninga-
barátta hans var hins vegar
snilldin ein. Þar mætti trúð-
urinn algjörum pappaköss-
um sem ætluðu sér og virðast
enn ætla sér að sitja afleið-
ingar hrunsins af sér og við-
halda viðbjóðslegu pólitísku
kerfinu sem á stóran þátt í að
þjóðin er á vonarvöl.
Á tímabili gerði maður
sér vonir um að velgengni
Gnarrs myndi koma fjór-
flokknum í skilning um að
tími hans í núverandi mynd
er löngu liðinn. Fátt ef nokk-
uð bendir til þess að þetta
fólk hafi lært nokkurn skap-
aðan hlut en þar er ekki við
Jón Gnarr að sakast.
Heimildarmyndin Gnarr
er stórfín, hröð og bráð-
skemmtileg upprifjun á því
hversu frábæra kosningabar-
áttu Jón háði þegar hann sló
öll vopn úr höndum andstæð-
inganna og spilaði á með-
virkni fjölmiðla með því að
sýna snilldarleik í hlutverki
Fávita Dostojefskís.
Jón Gnarr er fyndinn að
eðlisfari og fer nokkuð létt
með að bera þessa mynd
uppi en einhvern veginn
hefði maður nú alveg viljað
fá að sjá meira af öðrum pers-
ónum enda voru áhrifin sem
Gnarr hafði á umhverfi sitt
í kosningabaráttunni í raun
áhugaverðari og fyndnari
en hann sjálfur. Heiða Krist-
ín Helgadóttir er með Jóni
lungann úr myndinni og er
stórfín, sjarmerandi og sæt
í hlutverki kosningastjórans.
Mótframbjóðendur Jóns
sleppa ákaflega létt frá þessu
og ótti þeirra við Gauk Úlf-
arsson og tökuvélarnar
var að mestu ástæðulaus.
Auk þeirra kemur við sögu
aragrúi af fólki og óhætt
er að segja að Arnþrúður
Karlsdóttir og Pétur Gunn-
laugsson á Útvarpi Sögu
eigi, ásamt Hrafni Gunn-
laugssyni, stórleik í smá-
vægilegum aukahlutverk-
um. Myndin hefði að ósekju
mátt vera lengri þannig að
fleiri slík smástirni fengju
notið sín en mestu skiptir
að sjálfsögðu að myndin er
stórfín skemmtun og merki-
leg heimild um vel heppnaða
friðsamlega byltingu sem
virðist því miður ætla að skila
sorglega litlu.
Þórarinn Þórarinsson
The Next Three
Days
Verðlaunahandritshöf-
undurinn Paul Haggis
(Million Dollar Baby,
Crash, Casino Royale,
Quantum of Solace) leik-
stýrir hér mynd byggðri
á eigin handriti. Heimur
hjónanna John (Russell
Crowe) og Laura Brenn-
an (Elizabeth Banks)
hrynur til grunna þegar
eiginkonan er sökuð um
morð og húsbóndinn
lætur einskis ófreistað til
þess að halda frúnni utan
fangelsisveggja.
Aðrir miðlar: Imdb:
-, Rotten Tomatoes: -,
Metacritic: -
Skyline
Kvöld eitt dúkkar floti
risastórra geimskipa
upp yfir Los Angeles og
býður upp á stórfenglega
ljósasýningu. Fólk þyrpist
út á götur til þess að virða
ósköpin fyrir sér en illu
heilli er það búið að vera
um leið og það horfir í
ljósið. Geimverurnar eru
nefnilega ekki mættar í
göfugum tilgangi og ætla
sér að útrýma mannkyn-
inu. Örfáar hræður ná að
standast seiðmagn ljóss-
ins og reyna að komast
undan innrásarhernum.
Eric Balfour, sem er helst
þekktur sem tölvuséníið
Milo Pressman í 24, er í
aðalhlutverki.
Aðrir miðlar: Imdb: -,
Rotten Tomatoes: 20%,
Fávitinn
Harry Potter endalokin færast nær
Þegar skólinn þeirra lendir undir stjórn óvinanna leggja Harry, Ron og Hermione á flótta.
Voldemort er allur að hressast
Þrjú ár eru liðin síðan J.K. Rowling sendi frá sér sjöundu og síðustu bókina um Harry Potter en
lokauppgjöri Harrys og þess sem ekki má nefna er enn ólokið i bíó. Harry Potter og dauðadjásnin
var heljarmikill og viðburðaríkur doðrantur þannig að ekki þótti önnur leið fær en að kljúfa
bókina niður í tvær bíómyndir.
Bíódómur: gnarr
Jón Gnarr leikur fávitann sem
tók kerfið á taugum af eðlis-
lægri innlifun.
Góði vondi kallinn
Prófessor Sverus Snape er ein skemmtilegasta
persónan í bókunum um Harry Potter en þessi
geðstirði og kaldlyndi kennari hefur lagt sig allan
fram um að gera Harry lífið leitt frá því hann hóf
nám í Hogwarts. Snape er þó ekki allur þar sem
hann er séður og hefur átt það til að taka óvænta
spretti í þágu hins góða.
Breski leikarinn Alan Rickman gerir Snape
dásamleg skil í bíómyndunum um Harry enda
á hann einkar auðvelt með að bregða sér í líki
skuggalegra náunga þótt sjálfur sé maðurinn
sérstakt ljúfmenni og ekki síður á heimavelli í
rómantískum myndum á borð við Truly Madly
Deeply, Love Actually og Sense and Sensibility.
Rickman er, eins og svo margur Bretinn, sviðs-
leikari að upplagi og þótt hann sé fyrir löngu
orðinn eftirsóttur kvikmyndaleikari á hann það
til að afþakka kvikmyndahlutverk til þess að leika
frekar á sviði. Rickman vakti fyrst heimsathygli
í hlutverki skúrksins Hans Gruber í Die Hard
og tók í framhaldinu að sér að túlka ákaflega
ógðeðfelldan fógeta í Nottingham í Hróa hetti
þar sem Kevin Costner fór með titilrulluna.
Alan Rickman
er ekki allur
þar sem hann
er séður og það
er Snape ekki
heldur.
Paranormal
Activity 3
Framhaldsmynd Paranormal
Activity er væntanleg í bíó
á Íslandi í byrjun desember.
Hræódýr hryllingsmyndin sló
svo hressilega í gegn og skilaði
slíkum gróða að nánast var
ómögulegt að fylgja velgengninni
eftir með annarri mynd. Fram-
leiðendurnir telja sig þó ekki
enn vera búna að mergsjúga
hugmyndina og hafa tilkynnt að
þriðja myndin verði gerð. Gert
er ráð fyrir að sú mynd verði
frumsýnd í Bandaríkjunum 21.
október á næsta ári.
Lindsay er
við það að
missa af
tækifærinu til
að leika Lindu
Lovelace.
Leikstjórinn Matthew Wilder hefur gengið
með stóran draum um að gera kvikmynd
byggða á ævisögu Lindu
Lovelace sem öðlaðist
vafasama heimsfrægð eftir
að hún lék í klámmyndinni
Deap Throat árið 1972.
Lindsay Lohan átti að leika
aðalhlutverkið og Wilder
ætlaði sér að bíða eftir því að
stjarnan unga næði að greiða
úr sínum málum. Endalaus
fíkniefnamál leikkonunnar
og skilyrtar meðferðir eru nú
farnar að reyna á þolinmæði
leikstjórans sem er ákveðinn í að hefja tökur á
næsta ári. Hann hefur því í hyggju að ræða við
fleiri leikkonur sem sagðar eru sækjast eftir
hlutverkinu. Einhverjir vilja meina að þessi
rulla hefði getað bjargað hnignandi ferli Lohan
en ef til vill mun hún seinna meir prísa sig sæla
að hafa misst af hlutverkinu.
Dópið kostar Lindsay
Lohan klámhlutverk
BIGMIX
BIG
MIX
ER
PARTÝVAKT
KANANS
Á
LAUGARDAGSKVÖLDUM
ENGIN RÖÐ BARA RÉTT ÚTVARPSSTÖÐ
BIGFOOT
HELDUR
SVO
ÁFRAM
UM
KVÖLDIÐ
Á
SKEMMTIS‐
TAÐNUM
SQUARE
LÆKJARTORGI