Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 24
Auglýsing dagblað 5d x 10 cm
mikið úrval fyrir
allar gerðir bíla
góð greiðslukjör
Rauðhellu 11, Hfj.
568 2035
Hjallahrauni 4, Hfj.
565 2121
Dugguvogi 10
568 2020
www.pitstop.is
VAXT
ALAU
ST
VISA & MAS
TE
RC
A
R
D
VA
X
TA
LA
US
T Í
AL
LT AÐ 6 MÁNUÐI
ÞRJÁR FULLKOMNAR
ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR
VETRARDEKK VERÐFRÁBÆRT
Verðdæmi m.v.
15% staðgreiðs
luafslátt
175/65 R 14 – Fr
á kr. 9.775
185/65 R 14 – Fr
á kr. 10.498
185/65 R 15 – Fr
á kr. 11.475
195/65 R 15 – Fr
á kr. 11.815
205/55 R 16 – Fr
á kr. 14.365
Það er það. En svo má maður ekki
gleyma því að grunnurinn er sá sami,
hvort sem það eru tuttugu eða þúsund
manns á setti. Verkefnið er þetta mó-
ment þegar maður stendur á móti mót-
leikara sínum og gerir það sem er búið
að æfa upp úr handritinu. Hvort sem það
er Disney, Jerry Bruckheimer eða eitt-
hvað annað. Auðvitað kitlar það. En mað-
ur gerir sér fljótt grein fyrir því að það
eitt og sér er ekki nóg til að veita manni
lífshamingjuna. Ég var viðloðandi tökur
í um fimm mánuði en þar af voru töku-
dagar bara þrjátíu. Það var mikið af þess-
um fræga „dauða“ tíma og þá fór ég bara
að sakna þess að vera í leikhúsinu. Þetta
var beggja blands en ég hefði ekki viljað
sleppa þessu.“
Heldurðu að þetta eigi eftir að opna þér
fleiri dyr?
„Já, það er nú þegar búið að því. Hvort
það skilar sér í annarri Hollywood mynd
eða ekki veit maður aldrei. Það fer allt
eftir því hvað hver leikstjóri vill. Maður
þarf nánast alltaf að mæta í prufur fyrir
þessar myndir. Ég er bara gæinn sem var
í Prince of Persia og svo hafa aðrir leikar-
ar verið í öðrum myndum. Þetta er alltaf
ákveðin samkeppni og ég ætla mér ekki
að flytja til Los Angeles að freista gæfunn-
ar. Svo ég er ekki að gera þetta af þeirri
alvöru sem ætlast er til ef maður ætlar
sér að reyna að meika það í Hollywood.“
Ástin, lífið og allt það
Af hverju ertu stoltastur?
„Ég var gríðarlega stoltur af söngleikn-
um Ást sem ég og Víkingur Kristjánsson
skrifuðum og ég leikstýrði árið 2006. Af
því að við bjuggum það til frá grunni og
ég fékk að vinna það með elstu kynslóð
leikara, fólki sem ég ber gríðarlega virð-
ingu fyrir. Fólki sem ég lærði mikið af. Sú
sýning á sérstakan stað í hjarta mínu. Það
er svo sterk ástæða á bak við það af hverju
ég valdi að búa hana til. “
Sem er?
„Ég hafði verið að vinna á elliheimili
þegar ég var yngri. Og bara. Þetta með
ástina, lífið og allt það. Það að fá að skila
hugmynd alla leið. Þetta var þannig. Leik-
ararnir voru oft alveg að verða geðveikir á
mér. Ég er svo mikill sveimhugi. Svo var
líka tónlist í þessu. Þetta var svo „kitch-
að“... svo bleikt og væmið. En samt svo
mikill sannleikur.“
Ertu svolítið bleikur í þér?
„Já, alveg gjörsamlega! „Kitch“ ætti að
vera millinafnið mitt! Ég er alger „sökk-
er“ fyrir því að hlutirnir séu litríkir og
að blanda saman kómedíu og hádrama.
Þannig er lífið einhvern veginn.“
Talandi um ástina og lífið. Hvernig
kynntist þú eiginkonu þinni, Nínu Dögg
Filippusdóttur?
„Við kynntumst í Þjórsárdal þar sem
við vorum stödd með sameiginlegum
hópi vina. Við þekktumst reyndar fyrir
og vissum hvort af öðru á grunnskólaár-
unum. Vorum bæði í félagsmiðstöðinni
Tónabæ og svona.“
Hver er galdurinn við að halda sam-
bandi gangandi?
„Galdur ... hmm. Mér finnst reyndar
hálfóþægilegt að reyna að skilgreina prí-
vatlífið mitt. Þetta er bara vinna. Klass-
íska svarið,“ segir Gísli og hlær. „Þú
verður að spyrja mig að þessu þegar ég
er sestur í helgan stein og horfi til baka!“
bætir hann svo við.
Hvað eigið þið mörg börn?
„Eina stelpu, Rakel Maríu, sem er
þriggja og hálfs árs.“
Nýturðu þín í föðurhlutverkinu?
„Föðurhlutverkið er náttúrlega mest
gefandi af öllu. Þú spurðir af hverju ég
væri stoltastur og auðvitað er maður
stoltastur af barninu sínu. Hitt svarið var
meira vinnutengt. Ég segi oft að þetta
sé skemmtilegasta afþreying sem mað-
ur getur komist í tæri við. Maður setur
sjálfan sig í samhengi gagnvart foreldrum
sínum. Þetta hefur líka áhrif á ferðalögin.
Nú vil ég ekki fara í burtu í langan tíma
án þess að dóttir mín komi með. Það er
mjög sterk taug á milli okkar.“
Reynið þið þá að fara saman út, fjöl-
skyldan?
„Já, ef það eru lengri ferðir. Áður fyrr
var svo auðvelt að segja bara „kýlum á
þetta“. En núna tek ég ákvarðanir með
hana í huga. Ekki bara út frá því hvernig
þetta virkar fyrir sjálfan mig.“
Ertu líkur þínum eigin föður þegar kem-
ur að uppeldinu?
„Það er góð spurning. Ég myndi segja
að ég væri blanda af báðum foreldrum
mínum í uppeldinu. Svo er ég líka með
mitt eigið.“
Faðir Gísla heitir Garðar Gíslason og
móðir hans Kolbrún Högnadóttir. Þau
skildu þegar Gísli var unglingur. Gísli
á eina systur, Rakel og eina hálfsystur,
Ágústu. Rakel og Gísli vinna saman hjá
Vesturporti og eru því eðlilega mjög sam-
rýnd. Þar að auki er maður Rakelar, Björn
Hlynur Haraldsson, besti vinur Gísla.
„Ég og Rakel, systir mín erum dálítið
ólík. Það er meiri töffari í systur minni
en mér. Alla vega var það þannig þegar
við vorum unglingar. Ég er í algerri af-
neitun varðandi það að Björn Hlynur sé
kærasti systur minnar. Ég er alltaf jafn
hissa þegar hann mætir í jólaboð heim til
mömmu. Og amma mín gaf okkur báðum
alveg eins trefil í jólagjöf í fyrra. Amma
mín! Og hann notar sinn oftar, þannig að
ég get ALDREI notað minn! Og hann nef-
braut mig.“
Þannig að þú átt þér líf fyrir utan vinn-
una.
„Ég er í vinnunni allan sólarhringinn en
ég er að reyna að verða betri í að stökkva
á milli vinnu og einkalífs. Ég þarf að hafa
mig við til að rækta fólkið í kringum mig.
Maður gleymir oft að það er vinna að vera
ekki í vinnunni. Sérstaklega á Íslandi. Á
Íslandi er dyggð að vera atvinnualki. Það
er dyggð að vera í fjórum störfum. Ef þú
ert bara í tveimur störfum ertu álitinn
letingi. Það þarf að kenna manni að það
sé dyggð að vinna ekki.“
Þar hefur Gísli m.a. samanburðinn frá
Noregi, þar sem hann bjó um tíma.
„Í Noregi er alger dyggð að vinna
ekki! Þar eru öfgarnar í hina áttina. Þar
er glæpur að vinna eftir klukkan þrjú á
daginn. Þar er glæpur að hafa ekki far-
ið á gönguskíði um helgina og að eiga
ekki sumarbústað og bát, sem þú nota
bene notar nánast daglega,“ segir hann
hlæjandi og hristir höfuðið yfir þessari
vitleysu.
Listin og kreppan
Finnurðu fyrir breyttum viðhorfum til
Íslendinga eftir hrun?
„Nei, ég verð ekki var við að nokkur
maður viti neitt um IceSave. Menn segja
kannski, „já, fóruð þið ekki á hausinn?“
Svo pælir enginn meira í því. Þetta er eins
og með allt annað í lífinu. Hver og einn er
upptekinn af sínu eigin, hvort sem það er
hér eða annars staðar.“
Á listin undir högg að sækja á
krepputímum?
„Listamenn hafa alltaf verið undirfjár-
magnaðir. Vesturport hefur alltaf fengið
litla sem enga styrki. En við erum vissu-
lega þakklát fyrir að einhverjir skuli sýna
okkur velvild. Það er hvatningin sem býr
að baki sem skiptir máli. Svo eru pen-
ingaupphæðirnar sem veittar eru yfirleitt
hálfgerðir bjarnargreiðar. Sérstaklega til
sjálfstæðu leikhópanna. En á sama tíma
eru þeir oft neistinn sem kveikir bálið.
Listin mun alltaf þurfa að berjast og verja
sig. Það virðist vera eilíf barátta. En við
munum finna leið. Menn finna alltaf leið-
ir.“
Viðtalið endar á sama hátt og það byrj-
aði: Með umræðum um New York ferð-
ina og um hann þarna ... hvað sem hann
heitir. Já, alveg rétt: Ben.
„Þetta er mjög spennandi, burtséð frá
þessari fallöxi sem hangir yfir okkur.
Frumsýning á Hamskiptunum úti er 30.
nóvember og 2. desember kemur svo
sleggjudómurinn. Þá skrifar Ben sína
gagnrýni. Burtséð frá því hvernig dóm-
urinn í New York Times verður þá reynir
maður að staldra við og njóta þess að vera
í New York að sýna. Það verður ekkert
„ó, nei ég fékk vondan dóm“. Ég reyni
að brynja mig gegn slíku. Þar koma fim-
leikarnir inn, sjáðu. Fjöldi manns hefur
boðað komu sína og ég er fullur tilhlökk-
unar og eftirvæntingar. Við munum stíga
fram á altarið og teygja hálsinn langt
fram. Ben, here we come!“
Þannig var
nú fyrsti
dagurinn í
Hollywood.
En ég er
að verða
vanur því
að brotna
í vinnunni.
Björn
Hlynur braut
á mér nefið í
Brimi.“
Rússneski
stálaginn
„Foreldrar mínir mótuðu mig
náttúrlega, svona eins og flest
aðra geri ég ráð fyrir, en svo
er ég gríðarlega mótaður af
fimleikunum. Ég var í salnum og
æfði fjóra til fimm tíma á dag,
sex daga vikunnar, frá því ég
var tíu ára þar til ég var tuttugu
og þriggja. Þjálfarinn og krakk-
arnir sem ég æfði með höfðu
mikil áhrif á það hvernig gildin
mín mótuðust.“
Varstu alltaf með sama
þjálfarann?
„Nei, en sá sem hafði
mest áhrif á mig var Jónas
Tryggvason. Allar hetjur manns
á þessum árum voru frá Sovét-
ríkjunum. Jónas var nýkominn
úr námi frá Sovétríkjunum,
talaði reiprennandi rússnesku
og var sjálfur mjög góður
fimleikamaður. Hann var mjög
strangur á jákvæðan hátt. Við
lærðum mikinn aga, beint úr
sovétkerfinu. Svo var ég líka að
æfa með danska landsliðinu um
tíma. Þar voru íþróttasálfræð-
ingar sem kenndu mér hvernig
ég ætti að haga mér undir
pressu. Að fá svona „input“ sem
unglingur er sjaldgæft. Þetta
var mjög markvisst og markaði
djúp spor.“
Hvað kenndi þetta þér?
„Gríðarlegan aga og að vera
meðvitaður um hvernig á að
takast á við stress. Hvernig
best er að tækla það án þess
að verða geðveikur. Í fimleikum
geta hver mistök verið lífs-
hættuleg. Ef þú sleppir svifránni
á vitlausu augnabliki eða hættir
við í miðju heljarstökki þá er
það spurning um líf eða dauða.
Þar skiptir fókus öllu máli. Að
vera einbeittur í því sem maður
er að gera - þegar maður er
að gera það. Svo gefur maður
eftir þegar maður er lentur, þá
er það búið. Þá heldur maður
áfram og reynir að bæta sig.
Það hlýtur að skila sér út í lífið.
Hvort sem maður er í leiklist
eða ekki. Við fimleikastrák-
arnir hittumst oft. Þetta er stór
hópur af strákum og maður sér
langar leiðir að þetta eru fim-
leikamenn. Það er bara eitthvað
við þá. Þetta eru menn sem
stóðu í beinni röð í línu í tólf ár
og biðu eftir að röðin kæmi að
þeim til að heilsa kennaranum
og leggja af stað. Fimleikarnir
höfðu mikil áhrif á það hver ég
er, hvernig ég hugsa og hvernig
ég undirbý mig.“
Sjálfur ofurkvikmyndaframleiðandinn Jerry Bruckheimer heillaðist af Faust í London. Ljósmynd/Grímur Bjarnason.
24 viðtal Helgin 19.-21. nóvember 2010