Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 62
62 matur Helgin 19.-21. nóvember 2010
Gleðilegan jólabjór
Félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, dæma jólabjórinn í ár
F águn er félag áhugamanna um gerjun á matvöru og drykkjum. Þar eru saman komnir nokkrir helstu áhugamenn landsins um bjór,
heimabruggun, heimagerða osta og fleira góðgæti.
Félagið heldur úti heimasíðunni www.fagun.is og þar
eru skráðir meðlimir um 300 talsins auk þess sem
félagið stendur fyrir uppákomum af ýmsu tagi eins
og kútapartíi á Menningarnótt, heimsóknum í brugg
hús og hefur það markmið að stuðla að betra aðgengi
að hráefni fyrir bjórgerð á Íslandi. Fréttatíminn fékk
fjóra útvalda meðlimi Fágunar til að smakka og meta
jólabjórinn í ár. Hver bjórtegund var metin út frá lykt,
útliti, bragði og heildarstemningu og voru gefin stig á
skalanum frá 1 upp í 100.
DómnefnDin
Arnar
Baldursson
er formaður Fágunar.
Mikill bjóráhugamaður
og með yfirgripsmikla
þekkingu á
bjórgerð.
Úlfar
Linnet er í stjórn
Fágunar. Hann hefur
haldið námskeið um
bjórgerð og bruggað bjór
til fjölda ára. Velkunnugur
bjórgerð í sinni víðustu
mynd.
Egils Jólabjór
4,8%
33 cl: 299 kr.
Ummæli dómnefndar:
Þetta er jólabjór til
að þamba á barnum.
Hann er léttur og ljós,
eiginlega jólabjór fyrir
byrjendur. Lítið frá-
brugðinn venjulegum
bjór en örlítið meiri
beiskja.
Viking Jólabjór
5%
33 cl: 289 kr.
Ummæli dómnefndar:
Mild og sæt jóla-
stemning í þessum.
Líkist Viking gylltum en
sætari með meira malti
og með ágætri fyllingu.
Lítil beiskja.
Egils maltbjór
5,6%
33 cl: 319 kr.
Ummæli dómnefndar:
Hér er íslenska maltið
gert að ágætum bjór
en vantar þó lykt,
svolítið sætur og bragð
af lakkrís á tungu. Dá-
lítill hvorki né bjór.
Jólakaldi
5,4%
33 cl: 349 kr.
Ummæli dómnefndar:
Það er heil veröld sem
kemur upp úr þessu
glasi. Góður og ferskur
bjór í háum klassa með
miklum karakter. Nær
ekki alveg dökkum
Kalda að gæðum en er
nálægt því.
Tuborg
Christmas brew
5,6%
33 cl: 319 kr.
Ummæli dómnefndar:
Lyktar vel og gott
jafnvægi. Rennur flott
í gegn með góðri fyll-
ingu. Gott humlabragð
og maltbragð og
notalegt eftirbragð.
Góður bjór.
Viking Jóla Bock
6,2%
33 cl: 399 kr.
Ummæli dómnefndar:
Það eru mikil jól í þess-
um. Hann er fallegur að
sjá og lyktar vel. Fullur
munnur af bragði, sætur
karamellukeimur og
aðeins ristaður með
góðu löngu eftirbragði.
Þetta er matarbjór sem
passar heiftarlega vel
með reykta kjötinu,
jólasteikinni og góðum
ostum en það þarf að
passa að drekka hann
ekki of kaldan.
Föroya Jóla
Bryggj
5,8%
33 cl: 361 kr.
Ummæli dómnefndar:
Ágætur bjór með
góðu jafnvægi. Það er
eitthvað í gangi þarna.
Betri á bragðið en hann
lyktar. Það vantar pínu
malt en þetta er sætur
og góður jólastrumpur.
Jólajökull
6%
33 cl: 333 kr.
Ummæli dómnefndar:
Flottur jólalegur miði
á flöskunni. Góður
maltilmur, sætur og
lítil beiskja en áfengis-
bragðið kemur full-
sterkt inn í lokin. Alveg
ágætisbjór sem kallar
þó ekki alveg á að opna
næstu flösku strax.
Albani Julebryg
7%
33 cl: 299 kr.
Ummæli dómnefndar:
Lítil lykt, örlítið eins og að bíða
eftir einhverju sem kemur ekki.
Aðeins of sætur en finnst ekki
mikið fyrir alkóhóli í bragðinu
þó svo að hann sé 7%. Hann
reynir að vera jóla en tekst það
eiginlega bara í áfengismagni.
Harboe Jule Bryg
5,7%
33 cl: 238 kr.
Ummæli dómnefndar:
Það er svona Eyjastemning í
þessum. Gott jafnvægi á milli
beiskju og sætu. Góður bjór
sem ætti að vera í sölu allt árið
en það eru lítil jól í honum.
Hann er meira eins og sterkur
bragðgóður lager.
Royal X-mas blár
5,8%
33 cl: 249 kr.
Ummæli dómnefndar:
Pínu vatnskenndur og flatur
en gott maltbragð og fallegur
í glasi. Betri en hvíti X-mas
bjórinn.
Royal X-mas hvítur
5,6%
33 cl: 249 kr.
Ummæli dómnefndar:
Næstum því eins og hvítvín á
litinn. Pínu væminn og vantar
malt. Þarf að vera svellkaldur
þegar hann er drukkinn. Það
vantar eiginlega jólin í hann.
65%
DómnEFnD
70%
DómnEFnD
60%
DómnEFnD
80%
DómnEFnD
85%
DómnEFnD
90%
DómnEFnD
65%
DómnEFnD
65%
DómnEFnD
Gunnar
Óli Sölvason er
meðlimur í Fágun. Bjór-
áhugamaður með reynslu
af heimabruggun og mikla
þekkingu á hinum ýmsu
bjórstílum.
Kristján
Finnsson er meðlimur
í Fágun. Hefur áralanga
þekkingu á heimabruggun,
bjórgerð og annarri gerjun.
Bruggar jöfnum höndum
bjór, mjöð, cider og býr
til osta.
50%
DómnEFnD
50%
DómnEFnD
70%
DómnEFnD
55%
DómnEFnD
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson
matur@frettatiminn.is