Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 26
F ólki dettur ýmislegt í hug. Ekki er þar með sagt að hug­ myndirnar verði endilega að veruleika. Læknir í Garðabæ ætlar þó að fara út fyrir sín hefðbundnu landamæri, út fyrir ramm­ ann, og leyfa sér að gefa sér gjöf. Fimm­ tugsafmælisgjöf. Og láta hugmynd sem þótti örlítið galin í fyrstu, verða að veru­ leika. Gjöfin óvenjulega er listasýning og bókaútgáfa allt í senn. Ljóðmynda­ bók sem læknirinn sjálfur gefur út og sýning á vatnslitamálverkum. Hluti af lífinu eftir vinnu. „Ég byrjaði að mála fyrir um fjór­ um árum og draumurinn hefur verið að halda einkasýningu. Nú ætla ég að láta verða af því áður en ég verð fimm­ tug. Svo stofnaði ég síðu á Fésbókinni sem heitir „Ég elska vini mína, þeir eru ómetanlegir.“ Af einhverri ástæðu fór ég að yrkja þar. Hugmyndin að því að setja ljóðin og myndirnar saman þróað­ ist smám saman. Þetta er hugur minn í myndum og ljóðum. Í fyrstu ætlaði ég nú aðeins að gefa út nokkur eintök en ákvað svo að vera rausnarleg við sjálfa mig og gefa út fjögur hundruð eintök, svo barnabörnin erfa bara myndljóða­ bækur eftir mig í kössum,“ segir Guð­ rún og hlær. Vatnslitir og ómetanlegir vinir Hvers vegna málar hún? Læknisstarf og listmálun er ekki hefðbundin lífsins blanda. „Þetta er slökun. Hvíld frá lækn­ isstarfinu. Smá tíma þarf til að komast inn í verkið en þegar þangað er komið, gleymir maður sér. Þarna er ég í eig­ in heimi. Enginn er að tala við mig né stjórna því sem þarf að gerast eða verður að vinna nema ég sjálf,“ segir Guðrún og brosir. Ekki eru það eingöngu vatnslitir sem fá hlutdeild í stundum milli stríða hjá lækninum Guðrúnu Hreinsdóttur. Upp úr áramótum opnaði hún síðu á Fés­ bókinni sem hún nefnir: „Ég elska vini mína, þeir eru ómetanlegir.“ Vissulega vitum við flest að vinir geta verið ómet­ anlegir en hvers vegna í ósköpunum tók hún upp á því, önnum kafin manneskjan, að stofna síðu á Fésbók því tengda? „Ég bara veit það ekki. Ég held að ég hafi fyrst skráð mig inn á Fésbókina um síð­ ustu áramót. Svo fór ég eitthvað að fikta með þetta og í mars var ég að skoða hvað hægt væri að gera á fésinu og skyndi­ lega var ég búin að stofna þessa síðu! Það var ekki meðvituð ákvörðun, það bara gerðist eiginlega,“ segir Guðrún. Þema síðunnar er fyrst og fremst heim­ speki um lífið og tilveruna, segir höf­ undur hennar sem enn brosir með sjálfri sér að þessu öllu saman. „Svo nú fer ég á síðuna eftir morgunkaffið, fer í vinnuna og set eitthvað inn aftur að kvöldi.“ Á vinasíðunni má finna vísur eftir Guðrúnu, heilræði, málshætti og hvatn­ ingu í lífsins ólgusjó. Er þetta hennar leið til að senda jákvæða strauma út í samfélagið? „Já, ætli það ekki bara. Það er ágætt að fá eitthvað jákvætt, það er svo mikil neikvæðni í fréttunum og á netinu, til dæmis. Viðbrögðin komu Guð­ rúnu mikið á óvart. „Ég var hálf hissa á því hvað viðbrögðin voru mikil.“ Um fimm þúsund manns eru vinir vinasíð­ unnar og stöðugt bætist í hópinn. Tólf ár í Noregi Guðrún og fjölskylda bjuggu í tólf ár í Noregi en komu heim aftur því þau vildu að börnin kynntust afa og ömmu betur. „Maður hugsaði út í það að foreldrarnir væru að eldast og heilsu þeirra hrak­ aði og þurfti að taka ákvörðun um hvar maður vildi vera á meðan það gengi yfir. Hvort við ætluðum að vera þátttakendur eða vera úti og horfa á ferlið úr fjarlægð­ inni. Við vildum vera til staðar.“ Móðir Guðrúnar lést í júní 2009 eftir erfið veikindi. „Mér fannst mikilvægt að vera með í því þótt þetta sé sorglegur hluti lífsins. Þetta er hluti af lífinu sem maður vill hafa með sér.“ Eldri börn Guðrúnar, strákarnir henn­ ar, voru eins og hálfs árs og þriggja ára þegar fjölskyldan fór utan. „Þeir voru því orðnir ansi norskir. Við sáum að þegar börn eru ekki í tengslum við stórfjölskylduna þá vantar þau eitt­ hvað til að samsama sig við. Hvaðan þau koma, hverra manna þau eru, hverjar ræturnar eru. Ég held að það skipti miklu máli til að vita hver maður er frá upphafi til enda og átta sig á uppruna sínum þegar á æskuárum. Auðvitað saknaði ég Íslands líka allan tímann og stundum jafnvel meira en fjölskyld­ unnar. Í Noregi var alltaf skjól og mér fannst aldrei vont veður þar. Nema hvað þrumur og eldingar fóru ekki vel í mig. Þó var söknuður eftir Íslandi ef til vill ekki eftir rokinu og rigningunni heldur eftir bláu litunum. Víddinni.“ Kom í rétt land en til rangrar þjóðar Glöggt er gests augað, að sögn. Þegar víða er farið líta heimahagarnir stund­ um öðruvísi út en í nálægðinni. Hvernig upplifði Guðrún eigin þjóð þegar hún sneri aftur heim í ársbyrjun 2006? „Mér fannst ég vera komin í rétt land en til rangrar þjóðar. Ef til vill vegna þess að Norðmenn eru frekar sparsam­ ir og þeir nota ekki Visakortið, vinna styttri vinnudag og hugsa meira um fjöl­ skylduna.“ Norðmenn eru frændur okk­ ar á góðum degi, þótt á stundum henti okkur lítt, né þeim ef til vill, að kannast við þá frændsemi þegar verr viðrar. Hvað getum við lært af þeim, að mati Guðrúnar? „Við gætum átt fyrir hlutun­ um áður en við eyðum í þá og hugsað um að þurfa ekki að eignast allt strax. Geyma Visakortið og klippa það jafnvel um stundarsakir og nýta það eingöngu í neyð eins og Norðmenn gerðu, er ágætiskostur. Það hefði farið allt öðru­ vísi ef við hefðum gert það. Hér fannst mér vinnudagurinn langur, menn drifu sig í vinnuna, sóttu krakkann í pössun, drifu sig í leikfimi, hentu barninu aftur í pössun og þar fram eftir götunum. Gíf­ urleg streita var áberandi í þjóðfélaginu. Ef litast var um, þá var mun yngra fólk en maður sjálfur með fína bíla og íbúðir, jafnvel búið að ryðja öllu út. Varla bækur né blóm að sjá á heimilum lengur. Allt var orðið sótthreinsað og dautt. En mér finnst fólk aðeins hafa fundið önnur gildi eftir hrun, séð að það er „líf eftir dauðann“ og unnt að njóta ham­ ingju og gleði og hafa það huggulegt án þess að vaða í peningum, ef einstakling­ urinn hefur bara nóg fyrir sig, til að lifa. Hamingjan er hvorki fólgin í peningum né spennu.“ Hvernig er starf læknisins? Er það sálgæsla ekki síður en læknisstörf. Hugsanlega meira nú en áður? „Alltaf. En ef til vill meira núna. Það kom ekki inn strax eftir hrun. Fólk ætlaði sér að komast í gegnum þetta en nú hefur ástandið verið erfitt lengi og þá tínast sjúklingar inn meira en áður. Þó eru alltaf tilfelli sem þurfa sálgæslu. Líka í Noregi. Þar var mun erfiðara að koma fólki inn á geðdeild og í göngudeildar­ viðtöl en hér á Íslandi. Þá sat maður uppi með mun þyngri tilfelli en hér er og fékk ef til vill jafnframt talsverða reynslu af slíku. Mér finnst það bara áhugavert. Þetta er hluti af því að vera manneskja. Það skiptir máli í sambandi læknis og sjúklings að geta sinnt því. Sálgæsla er ekki eitthvað sem við viljum forðast eða ekki fá. Við viljum gjarna geta sinnt sál­ gæslu í heilsugæslunni.“ Á Austurvöll fyrir velferð þjóðarinnar Guðrún var á meðal þeirra sem mót­ mæltu á Austurvelli. Hún jánkar því að tæpast sé algeng sjón að mæta læknum á mótmælafundum, en henni hafi verið nóg boðið. „Ástandið gekk alveg fram af mér. Að ríkisstjórn sem var völd að hruninu færi ekki frá og skynjaði ekki vilja þjóðarinnar. Ekki fyrr en mjög seint. Hún var í afneitun.“ Heilsugæslu­ læknirinn segir það ekki hafa verið átak eða stóra ákvörðun að taka þátt í mót­ mælunum. „Alls ekki. Eg þurfti ekkert að velta því fyrir mér. Ég hafði áhyggjur af fólkinu. Þjóðinni. Heilsufari fólks og velferð. Og að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti og ábyrgðarleysi allra sem hlut áttu að máli. Að til séu ólöglegir lána­ samningar sem eftirlitsstofnanir, ríkis­ Læknir án landamæra Myndlistarsýning á vatnslitamyndum Guðrúnar verður hjá listakonunum Þóru Einarsdóttur og Bjargeyju Ing- ólfsdóttur í „Bara Design“ við Garða- torg í Garðabæ laugardag og sunnudag 27. og 28. nóvember. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við lækninn og listamanninn Guðrúnu Hreinsdóttur um listsköp- unina, lífið og læknastarfið og hvernig hafi verið að flytja aftur heim til Íslands eftir rúmlega áratugar dvöl við nám og störf í Noregi. Ljósmyndir/Hari Guðrún ásamt syni sínum Agli. „ Hann hefur kennt okkur og fleirum næmni, umhyggju, kurteisi og alúð sem við hin þessi frísku höfum ekki í eins ríkum mæli. “ 26 viðtal Helgin 19.-21. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.