Fréttatíminn - 19.11.2010, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 19.11.2010, Qupperneq 30
E nn sér ekki fyrir endann á þeim glundroða sem einkennt hefur íslenska samfélagsumræðu þau rúmu tvö ár sem liðin eru frá þroti bankanna. Það grillir ekki í sátt um hvert íslenskt samfélag eigi að stefna. Það er heldur ekki almennt samkomulag um hvað gerðist, hverjir voru gerendur og hverjir þol- endur, hver tapaði og hver græddi – nema við sættum okkur við þá flöktandi skýringu að ÉG hafi tapað og það sé ÞÉR að kenna. Sumir hafa reynt að skýra þetta þrástagl umræðunnar sem menningarlegan van- þroska. Og vitna í Laxness því til sönnunar. En þótt það sé hægt að hnussa yfir svona kenningum þá eru þær ekki svo frábærar að hægt sé að brosa að þeim mánuðum og árum saman. Aðrir hafa leitað skýringa í sálfræðinni og talað um sorgarferli og réttláta reiði. Með fullri virðingu fyrir sorginni og reiðinni þá er það hvorki eðlilegt né gagnlegt að velta sér upp úr þeim tilfinningum árum saman. Og enn síður þegar tilefnið er ekki sárara en glatað eigið fé í íbúðarhúsnæði eða minnkandi lánshæfni þjóðarbús. Enn aðrir hafa viljað kenna fjórflokknum og ónýtum stjórnmálahefðum um. Eða fjöl- miðlunum. Eða gallaðri stjórnarskrá. Eða því hversu lengi dómskerfið er að koma söku- dólgunum á Hraunið. Eða kvótakerfinu. Eða endurskoðendum og lögfræðingum. Eða þjóð- kirkjunni. Eða uppeldinu. Eða einhverju. Eða þessu öllu. Geta allir haft rétt fyrir sér þegar engir eru sammála? Þegar litið er yfir sviðið verður augljóst að botnleysi umræðunnar um hrunið er sjálf- stætt undrunarefni – ekki síður en hrunið sjálft. Það er rannsóknarefni hvernig stend- ur á; að úti á vellinum eru menn, sem töldu hrunið endanlega sönnun þess að kapítalism- inn virkaði ekki, að berja tunnur við hliðina á þeim sem segja hrunið sönnun þess að rík- isábyrgð á bankakerfinu hafi verið kveikja hörmunganna. Við hliðina á þessum eru aðrir, sem telja að við hefðum aldrei orðið svona illa úti ef við hefðum fleygt okkur í faðm Evr- ópusambandsins, samsíða þeim sem þakka Guði og góðum landvættum fyrir að við séum utan sambandsins. Einn bölvar krónunni og annar blessar hana. Nokkrir taka undir með Davíð Oddssyni um að áfallið sé Jóni Ásgeiri að kenna og ein- hverjir taka undir með Jóni um að þetta sé þvert á móti Davíð sjálf- um að kenna. Skuldarar vilja að ellilífeyrisþegar borgi skuldirnar þeirra en ellilífeyrisþegar vilja að skuldararnir standi undir lífeyr- inum sínum. Og svo framvegis. Þetta er ekki falleg mynd. Þetta er grátur og gnístran tanna. Þetta er helvíti samkvæmt klassískum skilningi, þar sem hver ásakar annan, fullur sjálfsvorkunnar og heiftar. Þetta er hrun veraldar og enginn fyrirboði um nýja. Hér berjast bræður og skildir klofna. Þetta er skeggjöld, skálmöld, vindöld og vargöld. Jafnvel þótt við vildum teygja okkur langt í jákvæðni og upp- byggilegum anda verðum við samt að viðurkenna að hin marglofaða skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis hafði engin áhrif á umræðuna. Hún varð ekki botn til að spyrna sér frá. Hún setti hvorki punkt aftan við tímabil né leiddi okk- ur inn í næsta kafla. Flestir gripu úr henni það sem féll að fyrirfram markaðri skoðun en hreyfðu ekki við öðru. Aðrir létu niðurstöður nefndarinnar ekki hafa nokkur áhrif á sig. Samfélagsum- ræðan fyrir og eftir birtingu skýrslunnar eru í öllum meginatriðum nákvæmlega eins. Hvernig stendur á þessu? Hvernig stendur á því að eftir 25 mánuði af taumlausri tján- ingu erum við engu nær niðurstöðu? Enn sem komið er hefur ekkert sameinað þjóðina nema einkunnarorð búsáhaldabyltingarinnar: Hel- vítis fokking fokk! Ég væri ekki að varpa fram spurningu ef ég teldi mig ekki vita svarið. En áður en ég deili því með ykkur langar mig að taka ykkur með mér í flugferð til Parísar. Flugvél hrapar Í ársbyrjun 2007 var ég um borð í Boeing-vél Flugleiða á leið frá Keflavík til Parísar. Þegar vélin var að nálgast Bretlandsstrendur féll hún skyndilega um einhver hundruð metra í eins konar lofttómi þar til hún fann aftur loftmótstöðu og skall niður með miklu höggi. Ég var ekki með sætisólarnar spenntar, eins og ég hafði verið beðinn um, heldur hafði ég asnast til að ætla að hughreysta flughrædda dóttur mína eftir örlitla ókyrrð og var á gangi milli sætanna þegar vélin féll. Ég lyftist upp og „lá“ um stund við loft klefans en þeyttist niður á gólf þegar vélin lenti á loftmótstöð- unni. Flugfreyjurnar höfðu verið að bera fram morgunmat og matarvagnarnir lyftust upp og skullu síðan niður af miklu afli. Þrjár flug- freyjur urðu undir vögnunum. Mér sýndist ein þeirra handleggsbrotna. Allt lauslegt í far- þegarýminu lyftist upp; matur, dagblöð, tölv- ur, gleraugu, föt og teppi; og þeyttist niður. Á eftir var flugvélin eins og eftir næturlangt hót- elpartí þungarokksveitar á túr. Það fór skelf- ingarbylgja um farþegarýmið en hún fjaraði fljótt úr. Þótt enginn í vélinni skildi hvað hafði gerst (samkvæmt rannsóknarnefnd flugslysa hafði vélin lent í mikilli ókyrrð vegna brots þyngdarbylgna sem myndast höfðu í sterkum lóðréttum vindhvörfum í tengslum við skot- vind) fór fólk strax að tína mat upp af gólfinu og safna saman lausamunum. Eftir fimm mín- útur var eins og ekkert hefði gerst. Ég held að handleggsbrotna flugfreyjan hafi ekki sest niður fyrr en allt var orðið hreint og fínt. Viðtæk svikráð eða hugsanaskekkja Allt var þetta klass- ískt. Svona bregðast hópar nær undan- tekningarlaust við ytri áföllum. Jafnvel and- styggileg fyrirbrigði á borð við stríð þjappa fólki saman, knýja það til að móta einhverja sýn á aðstæður og setja sér sameiginleg markmið. Það er auð- velt að sjá þetta fyrir sér í Boeing-vélinni á leið til Parísar. Það datt engum í hug að ástæður glundroðans væru innan flugvélar- innar. Það stóð eng- inn upp og hrópaði: Hvurslags ökulag er þetta eiginlega? Er flugstjórinn fullur? Það ásakaði held- ur enginn f lug- freyjurnar fyrir að vera bera fram morg unmat í þungum vögnum akkúrat þegar vélin sigldi inn í ókyrrð. Það greip heldur enginn um höfuð sér og bölvaði því að Hannesi Smárasyni skyldi hafa verið leyft að kaupa Icelandair. Og enginn heimtaði mat frá þeim sem höfðu misst minna í krafti réttlætis og forsendubrests. Allir virtust ná sönsum undurfljótt og enginn hvolfdi örvingl- an sinni, reiði eða ugg yfir náungann. Ástæða þess að fólkið í flugvélinni hélt haus í áfallinu var að það leit svo á að það sæti sam- an í súpunni. Ástandið um borð var því alger andstæða þess sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum undanfarna 25 mánuði. Þar hefur skotið djúpum rótum sannfæring um margslungin svikráð sem fléttast um nánast allar stofnanir samfélagsins. Ofþensla góð- ærisins var svikamylla, hrunið var svikráð og uppgjörið markast af svikum, gripdeildum, undanskotum, órétti og rangindum. Í stuttu máli: Ísland var – og er – ræningjabæli. Og verður það líklega áfram. Getur verið að þessi hálfopinbera sam- félagssýn sé byggð á hugsanaskekkju? Ég freistast til að líta svo á. Það er erfitt að ímynda sér rökréttar ástæður þess að samfé- lag falli svona rækilega ofan í það barbarí að fólk beri ekki traust til nokkurrar stofnunar samfélagsins nema löggunnar! Þegar svo er komið er augljóst að það er ekki bara eitthvað brogað við samfélagið heldur sjónarhornið sem við höfum valið okkur. Gjaldmiðilskreppa í Asíu Áður en ég fjalla um það vil ég bjóða ykkur til Taílands. Árið er 1997. Það er vor. Um miðjan maí brestur á flótti frá taílensku krónunni - baht. Eftir að erlent fjármagn hafði streymt til landsins árum saman, getið af sér mikla uppbyggingu, auðveldað stórum aðgengi að lánsfé og þanið út eignaverðbólu, streymdi þetta fjármagn nú burt. Chavalit Yongvhiyudh forsætisráðherra lýsti því yfir að ríkisstjórnin myndi ekki brotna undan árásum spákaupmanna á bathið heldur standa í fæturna og verja efnahag Taí- lands fyrir skemmdarverkum. Ríkisstjórnin ætlaði ekki að hvika frá þeirri stefnu að binda bahtið við dollar; 25 baht fyrir 1 dollar hafði það verið og þannig skyldi það áfram vera. Þessi afstaða taílensku ríkisstjórnarinnar er almennt talin hafa kveikt á asísku fjármála- kreppunni 1997. Fyrir utan Taíland soguðust Indónesía, Suður-Kórea, Filippseyjar, Malasía og Hong Kong niður í hringiðuna. Seðlabank- ar og ríkisstjórnir allra þessara landa reyndu að verja gjaldmiðla sína en tókst ekki. Í Taílandi helmingaðist verðgildi bahts- ins gagnvart dollar, úrvalsvísitalan féll um 75 prósent, fasteigna- verð hrundi, fyrir- tæki kiknuðu undan skuldum, atvinnuleysi breiddist út, lands- framleiðsla dróst sam- an um tíu prósent. Um sumarið leitaði ríkis- stjórnin ásjár Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Um haustið var skipað stjórnlagaþing og ný stjórnarskrá sett. Náhirðin í gulu – samspillingin í rauðu Taílenska efnahags- kreppan varði í tæp tvö ár. 1999 jókst landsframleiðslan á nýjan leik. Fall gjald- miðilsins varð bæði upphaf kreppunnar og lækningin við henni. Þót t eignaverð hafi enn ekki náð sömu hæðum og fyrir hrunið 1997, má segja að efnahag- ur Taílands hafi náð sér að fullu. Meira að segja bahtið er í dag á svip- uðu róli gagnvart dollar og þegar Chavalit Yongvhiyudh reyndi að verja það á sínum tíma. Það sama verður ekki sagt um stjórnmála- lífið. Nýja stjórnarskráin varð ekki undir- staða stöðugleika heldur aðeins partur af þeim glundroða sem taílensk stjórnmál hafa verið frá hruni. Þar hafa skipst á ríkisstjórnir spilltra valdaklíkna, valdarán herforingja og linnulaus götuslagsmál fylgismanna ólíkra flokka. Sundurlyndið í taílenskum stjórnmál- um er svo djúprist að þar klæða menn sig eftir því hvaða lýðskrumara þeir fylkja sér um; sumir eru í rauðum treyjum, aðrir gulum. Og þeir berja hver annan með kylfum ef þeir hittast. (Við getum reynt að ímynda okkur ástand- ið með því að sjá fyrir okkur fólkið úr athuga- semdadálkum bloggsins einkennisklætt og vopnað að slást á bílastæðinu við Kringluna; náhirðin í gulu og samspillingin í rauðu.) Flóð og fjara hárra og lágra vaxta Nú hef ég ekki hugmynd um hvort það er almenn sátt um það í taílensku samfélagi hvað gerðist árið 1997. Hvað hrundi og hvers vegna? Einhvern veginn efast ég um að það ríki eindrægni að þessu leyti í samfélagi þar sem engin sátt er að öðru leyti. En út frá hagfræðilegum sjónarhóli er ein- falt að útskýra asísku kreppuna 1997. Upp- skrift hennar er eftirfarandi: Heiminum er skipt í mörg myntsvæði og hefur hvert sjálfstæð tæki til að styðja við pen- ingamálastefnu viðkomandi svæðis. Mikil- vægust er ákvörðun vaxta. Með minnkandi takmörkunum á frjármagnsflutningum milli landa mátti greina hvernig fjármagn leitaði frá svæðum með lága vexti að svæðum með háa vexti. Með öðrum orðum: Þangað leita peningarnir sem þeir eru best nærðir. Dæmi um hefðbundin lágvaxtasvæði eru lönd með gjaldmiðla sem eiga sér langa og að mestu farsæla sögu. Japanska jenið, þýska markið, svissneski frankinn og bandaríski dollarinn lengst af. Hávaxtasvæðin eru minni lönd, einkennast af veikari efnahag, ótraust- ara stjórnarfari, veikburða undirstöðum, hærri verðbólgu. Meiri áhætta kallar á hærri vexti. Þannig er verðlagningin á fjármála- mörkuðum. En þetta samspil áhættu og vaxta er aldrei fullkomið. Það kemur sjaldnast út á eitt að lána til Japans með nánast engum vöxtum og til Taílands á háum vöxtum. Stundum meta menn það svo að vextirnir í Taílandi séu svo háir að það sé meira en áhættunn- ar virði að lána þangað peninga. Í annan tíma meta þeir það svo að þótt Japan borgi svo til enga vexti sé öruggara að geyma pen- inga þar en að eiga á hættu að þeir brenni upp í óráðsíunni í Taílandi. Lágir vextir + skattsvik Þótt það sé fyrst og fremst sam- spil áhættu og vaxtamunar sem dregur fjármagn milli landa þá er það ekki algilt. Svisslendingar hafa áratugum saman laðað til sín fjármagn og borgað fyrir það lága vexti. Það sem þeir skaffa í stað- inn er leynd. Þeir sem vildu fela fé fyrir skattayfirvöldum heima- landsins geymdu það á lágum vöxtum í Sviss. Hagnaðurinn af því að losna undan skattgreiðslum gerði meira en að vega upp lágu vextina. Svisslendingar lánuðu þessa peninga síðan áfram til Þýskalands til áhættulítilla verkefna á tiltölulega lágum vöxtum. Þannig græddu allir á svissneska kerfinu – nema skattgreiðend- ur heimalanda svik- aranna. Þeir þurftu að borga brúsann. Og undrar þá lík- lega engan að það Í Guðs bænum: Aldrei aftur háa vexti! Eftir að hafa hlustað á fólk velta sér upp úr hinum margbreytilegustu ástæðum hrunsins í 25 mánuði eru líklega flestir búnir að tapa þræði. Ef marka má umræðuna er hrunið hin endanlega sönnun fyrir nánast öllum skoðunum á svo til hverjum þætti samfélagsins. Gunnar Smári Egilsson býður upp á annan kost í grein sinni: að orsök hins mikla vanda og flóknu stöðu sé í raun sáraeinföld. Framhald á bls. 32 Joseph Stiglitz fjallaði, í úttekt fyrir Seðlabanka Íslands 2001, um fyrirsjáan- legar hættur lítillar myntar sem skoppar í ólgusjó alþjóðlegs fjármagns. Seðla- bankamenn heyrðu bara það sem þeir vildu heyra; að Stiglitz taldi verðbólgumark- mið raunhæfan kost. Davíð Oddsson var enn að reyna að halda uppi gengi krónunnar með vaxta- hækkunum fram eftir ári 2008 þegar verð- bólgan var að brjótast undan teppinu. Einn daginn hækkaði Davíð vextina um 1,25 prósent. Morgun- blaðið kallaði þessa hækkun bylmings- högg í borðið og taldi að hún myndi sýna bönkunum hver réði yfir íslensku krónunni. Enn eitt dæmið um mikinn kjark Davíðs í pólitík en lítið vit á efna- hags- mál- um. Paul Krugman byggir orðstír sinn á skarpri greiningu á asísku kreppunni og líkindum hennar við efnahagserfiðleika á Vesturlöndum. Þótt þetta sé megininnlegg Krugmans vill svo undarlega til að bæði seðlabankamenn og gagnrýnendur þeirra henda á lofti helst allt annað sem Krugman segir. 30 skoðun Helgin 19.-21. nóvember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.