Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 18
Ríkisstjórnin hefur brugðist heimilum landsins
Með leiðréttingu lána munu allir hagnast;
Bankarnir
Lífeyrissjóðirnir
og öll þjóðin Við erum úr öllum flokkum
Betri ríkisstjórn Strax
Leiðréttið lán heimilanna Strax
Hættið hræðsluáróðri Strax
Gönguhópurinn
Hvar er ASÍ ?
mjög hratt. Nú eru þúsund manns
án vinnu í Reykjanesbæ og hátt í
tvö þúsund á Suðurnesjum. Reikn-
að er með að um 40% starfsfólksins
komi af Suðurnesjunum og 60% af
höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lang-
stærsta hagsmunamál hvað snertir
atvinnulíf á Íslandi í dag. Sveitar-
félögin fá ekki tekjur af atvinnulaus-
um og því er það þeim mjög í hag að
fólk fái vinnu.“
Júlíus segir þennan þrýsting í
samfélaginu á að álverið í Helguvís
rísi gera það að verkum að HS Orku
hafi verið umhugað um að af verk-
efninu verði. „En við getum ekki, í
ljósi stundaratvinnuástands, ráðist
í tugmiljarða framkvæmdir og tutt-
ugu ára samninga sem ekki standa
undir sér.“ Þá segir hann að ekki sé
hægt að fjármagna framkvæmdir
nema með því að sýna fram á arð.
„Það hefur svo margt breyst frá
árinu 2007. Síðan er alltaf verið
að auka kröfur og kostnað,“ segir
Júlíus og nefnir til dæmis kröfur í
reglugerð um brennistein og fleira
sem dúkki upp reglulega. „Það gerir
þetta erfiðara og dýrara og það fæst
ekki til baka nema í verðinu. Það er
hjá okkur sem öðrum að forsendur
2007 eru ekki þær sömu og 2010.“
Spurður um verstu mögulegu
lausnina fyrir HS Orku svarar Júl-
íus hana vera þá að leyfin fengjust
og sænski gerðardómurinn dæmdi
Norðuráli algjörlega í vil. „Þá gæt-
um við ekki aukið raforkufram-
leiðsluna án þess að selja þeim
Norðurálsmönnum hana. Þeim
væri tryggður forgangur að þeirri
orku sem við gætum framleitt. En
ef við höfum ekki leyfi til að fram-
leiða neina orku neins staðar sé ég
ekki hvað svona dómur getur dæmt
okkur til að gera.“ Ekki sé deilt um
að orkan sé til. „Hún gæti hins veg-
ar allt eins ekki verið þarna ef ekki
má nýta hana.“
Merkilega rólegir Norðuráls-
menn
En hvernig fer þessi pattstaða
með móðurfélag Norðuráls? Eru
forsvarsmenn þess óþolinmóðir?
“„Nei,“ segir Ágúst. Hann segir þá
merkilega rólega en bíða þó eftir því
að framkvæmdir hefjist sem fyrst
því vont sé að hafa fjárfest án þess
að fá arð af fjárfestingum sínum.
„Menn hafa orðið fyrir gríðarleg-
um vonbrigðum með hvernig hér
hefur verið staðið að hlutunum,“
segir Ágúst og vísar í að hér sé
of mikil ólga og lítill stöðugleiki í
ákvörðunum stjórnvalda. Fréttatím-
inn spyr hann því hvað verði um það
sem risið er af álverinu, verði ekkert
af frekari framkvæmdum.
„Við spáum lítið í hvað við gerum
ef þetta gengur ekki en það er ljóst
að það er ásókn í svona verkefni víða
um heim,“ segir hann og bendir á
að staðan sé önnur en var þegar
ákveðið var að ráðast í Helguvík.
Keppt sé um stóriðjuframkvæmdir.
„Fyrirtækið stendur þó fullkomlega
að baki áformunum. Hér viljum við
vera.“
.
10 R.
R.
hálsi 3
- 110 R
.
..
Þegar álverið á
Grundartanga var
stækkað á árunum
2004 til 2008 stóð-
ust allar áætlanir
og því höfðum við
enga ástæðu til að
ætla annað en að
svo yrði einnig um
Helguvík.
18 fréttaskýring Helgin 19.-21. nóvember 2010