Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 47
H ugmyndin fæddist í sum-ar. Ég las samtalsbók með Bono [innsk. blm. söngvara U2] og fannst formið skemmtilegt. Í framhaldi af því langaði mig til að skrifa svona bók og fór að huga að skemmtilegum viðmælendum. Konan mín stakk upp á Bubba. Ég hringdi í hann, við náðum vel saman og nú er bókin að koma út,“ segir Árni Árnason um tilurð bókarinnar Bubbi Samtalsbók sem kemur út í dag. N1 hefur keypt þrjú þúsund eintök af bókinni og verður hún ein- ungis seld á bensínstöðvum félags- ins. Tvær bækur, ein heimildarmynd og óteljandi viðtöl við Bubba Mort- hens hræddu ekki Árna frá því að gera bók með þessum ástsælasta tónlistarmanni þjóðarinnar. „Það var ekki krefjandi að finna einhverj- ar nýjar hliðar á Bubba. Við vitum hvað hann hefur gert – það hefur verið skráð í bókum, myndum og milljón viðtölum. Tilgangurinn með þessari bók er að reyna að sýna hver hann er í gegnum skoðanir hans á lífinu,“ segir Árni. Og í bókinni eru nýjar upplýsing- ar. Þar segir Bubbi meðal annars frá því af hverju hann hætti að veiða rjúpur. Hann greinir líka frá því að hluti þeirra húðflúra sem hann er með skýrist af því að hann þurfti að fara á húðflúrstofu til kaupa kókaín á sínum tíma og fékk sér eitt húðflúr í hverri heimsókn – til að hafa fjar- vistarsönnun ef löggan ryddist inn. Af lestri bókarinnar má sjá að Árni hefur fylgst vel með ferli Bubba en hann segist ekki vera mesti Bubba-aðdáandi landsins. „Það eru nú til mun harðari Bubba- aðdáendur en ég, ef satt skal segja. Ég er hins vegar mikill músíkaðdá- andi almennt og í ljósi þess er ekki hægt annað en dást að Bubba fyr- ir hvernig hann hefur haldið sér í fremstu röð í þrjá áratugi og endur- nýjað sig reglulega. Hann hefur gert margar plötur sem mér finnst góð- ar, sumar frábærar, á heilan haug af hitturum en ég á þær ekki allar – einhvern slatta en ekki allar. Þetta er fyrsta bók Árna en áður hafði hann skrifað „gommu“ af aug- lýsingum, að eigin sögn. „Þetta var mjög skemmtilegt og hver veit nema það verði eitthvað meira. Ég er í það minnsta kominn með hugmyndir að fleiri bókum,” segir Árni. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Dagskrá Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís 8.30 Setning Haustþings Rannís Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra 8.45 Developing the European Research and Innovation Ecosystem Professor Luke Georghiou, Vice-President for Research and Innovation, University of Manchester and Professor of Science and Technology Policy and Management 9.30 Einkaleyfi sem mælikvarði á þekkingu Grétar Ingi Grétarsson aðstoðarforstjóri Norrrænu einkaleyfastofunnar 9.50 Frá rannsóknum á Íslandi til alþjóðlegrar nýsköpunar Rögnvaldur Sæmundsson dósent við Viðskiptadeild HR og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum 10.10 Samantekt Haustþing Rannis verður á Hótel Sögu, Harvard 2. hæð Morgunverður fyrir gesti. Skráning á rannis@rannis.is Haustþing Rannís 2010 Frá rannsóknum til nýsköpunar 25. nóvember kl. 8.30 - 10.30 á Hótel Sögu Bubbi fékk sér húðflúr til að fela kókaínkaup Ný samtalsbók kemur út í dag. Viðmælandinn er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en höfundur er Árni Árnason. Þeir höfðu aldrei hist þegar Árni hringdi í Bubba í sumar og bar undir hann hugmyndina. Ég talaði, hann skrifaði Bubbi Morthens segist aldrei hafa heyrt um Árna Árnason þegar sá síðarnefndi hringdi í hann og bar upp hugmyndina um samtalsbók. „Ég þekkti hann ekki og fannst hug- myndin ekki sniðug. Þegar ég sá síðan að þetta var enginn vitleysingur ákvað ég að slá til. Þarna fékk ég tækifæri til að koma til dyranna eins og ég er klæddur. Ég var heiðarlegur í svörum og vona að bókin sýni mig eins og ég er. Ég er stundum gáfaður og stundum heimskur,“ segir Bubbi og hlær. Spurður um aðkomu sína að gerð bókarinnar segir Bubbi einfaldlega: „Ég talaði, hann skrifaði og svo fór bókin í prentun. ég las þetta ekki yfir. Það var engin ritskoðun í gangi.“ Bútur úr bók Bubba Nú varst þú auðvitað mikil rokkstjarna hérna áður fyrr og ert kannski ennþá. Maður kemst ekki hjá því að taka eftir því að þú ert með slatta af húðflúrum, örugglega frá hinum ýmsu tímum. Hver er sagan á bakvið öll þessi tattú, er þetta bara rokkið að tala? Á þeim tíma sem ég var að fá mér tattú stóðu þau fyrir að vera utan- garðs, að vera rebel. Það var enginn með tattú nema bara sjómenn og örfáir sérvitringar. Sum þessara húðflúra voru fengin einfaldlega vegna þess að það þurfti að vera fjarvistarsönnun fyrir kókaíndíl- ingum. Það kom maður til lands- ins frá Brasilíu, misskildi þann sem talaði við hann og kom með gríðarlegt magn af kókaíni sem ein- hvern veginn þurfti að koma á þá sem vildu. Þá var ég að fá mér tattú meðal annars til að hafa ástæðu ef lögreglan hefði böstað staðinn og svo framvegis, þá hefði ég bara verið að fá mér tattú. Þetta var svolítið í þessum dúr allt saman. Í dag hinsvegar, með þá vitneskju sem ég hef, þá tel ég að það sé jafn mikið rebel sem felst í því að vera ekki með tattú. Tattú er bara orðið svo algengt og ég myndi telja það mjög eftirsóknarvert að vera með hreinan líkama. Það er klárlega leiðin sem ég myndi fara í dag. Bubbi Samtalsbók, bls. 114-115. Ljósmynd/Teitur Jónasson viðtal 47 Helgin 19.-21. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.