Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 12
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Útsendingar Stöðvar 1 hafnar á netinu Sjónvarpsstöðin Stöð 1 hóf út- sendingar nýverið en á dagskrá stöðvarinnar eru kvikmyndir og heimildarmyndir. Framhalds- myndaflokkar bætast við dagskrá stöðvarinnar á næstunni, að því er forráðamenn hennar greina frá, en framkvæmdastjóri og eigandi stöðvarinnar er Hólmgeir Bald- ursson, stofnandi Skjás 1. Útsendingar Stöðvar 1 um netið eru nú hafnar á slóðinni www.stod1.is og er um samfellda opna dagskrá að ræða, án endur- gjalds. Stöð 1 er fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út samfellda ótruflaða heildardag- skrá í rauntíma um netið en þessi dreifing á merki stöðvarinnar er viðbót við núverandi dreifingu um örbylgju, ADSL og ljósleið- arakerfi Vodafone. Notendur netsins geta því horft á Stöð 1 hvar sem þeir eru tengd- ir á landinu. Auk þess hafa net- útsendingar stöðvarinnar verið virkjaðar sérstaklega fyrir Apple- viðtækin, Iphone, Ipod og Ipad. Útsending Stöðvar 1 er einungis opin fyrir íslenska netnotendur vegna höfundarréttarmála. Dagskrá Stöðvar 1 er aðgengi- leg á heimasvæði stöðvarinnar. Þar er að finna ýmsan fróðleik um þær kvikmyndir sem eru í boði, ásamt frekari upplýsingum, sýn- ishornum og fleira. Hjá sjónvarpsstöðinni starfa nú sex manns í fullu starfi við tækni- legar útsendingar og vinnslu aug- lýsinga, birtingar, markaðsmál og fleira. - jh Átta ungmennum sem búa við félagslega erfiðleika fannst kerf- ið ekki hafa brugðist sér heldur að þau hefðu brugðist sjálf. Þau töldu sig illa undir það búin að fara í framhaldsskóla og einhver þeirra flosnuðu upp úr framhalds- skólanámi fyrir það eitt að hafa ekki efni á skólabókum. Þau höfðu þó framtíðarsýn sem bundin var við menntun. Þetta kemur fram í eigindlegri rannsókn sem Hervör Alma Árnadóttir, lektor við félags- ráðgjafadeild Háskóla Íslands, og Ægir Örn Sigurgeirsson, meist- aranemi í félagsráðgjöf, gerðu og Hervör Alma kynnti á morg- unverðarfundi um áhrif niður- skurðar á framhaldsskólann og brottfall á Grand hóteli á fimmtu- dagsmorgun. „Mest var áberandi þegar við spurðum um líf þeirra að þau töldu sig illa undir það búin að fara í framhaldsskóla og fannst kenn- arar í grunnskóla ekki hafa verið meðvitaða um vanda sinn,“ segir Hervör Alma. „Þeim finnst sem enginn hafi spurt um aðstæður þeirra og þau því verið afskipt.“ Hervör Alma segir niðurstöðu þeirra Ægis meðal annars hafa verið að stuðningur við ungt fólk í félagslegum vanda sé fyrir hendi en sá stuðningur sé oft ekki sá sem krakkarnir leiti eftir. „Okkur sýnist sem grípa þurfi fyrr inn í vanda barna og unglinga og láta þau ekki um að sækja sér aðstoð- ina sjálf heldur kynna þeim úr- ræðin sem fyrst, þá strax í grunn- skóla, því þegar þau eru orðin 18 til 20 ára séu þau orðin of einangr- uð.“  Velferð Ungt fólk sem býr Við félagslega erfiðleika Unga fólkinu fannst það hafa brugðist Mest var áberandi þegar við spurðum um líf þeirra að þau töldu sig illa undir það búin að fara í framhalds- skóla og fannst grunnskól- inn styðja illa við þau. „Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins og hún á að hljóma er lítið kraftaverk - ég heyri aftur söng fuglanna“ © 20 10 O tic on In c. A ll Ri gh ts R es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil með framúrskarandi heyrnartækjum frá Oticon Upplifðu frelsi Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki láta heyrnarskerðingu halda aftur af þér og verða til þess að þú missir úr í samskiptum við aðra. Njóttu þess að heyra áreynslulaust með Agil heyrnartækjum. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Bubbi Morthens Heilbrigðisráðuneytið hefur til at- hugunar að færa heimaþjónustu við foreldra fyrstu viku í lífi barns þeirra af forræði ljósmæðra til heilsugæsl- unnar. Ekki er stefnt á að spara, heldur auka samfellu, sveigjanleika og skipulag. Ljósmæður segja þjón- ustuna verða dýrari, ópersónulegri og ómarkvissari. Ráðuneytið hafi fengið vonda ráðgjöf. l jósmæðrum lýst ekkert á fyrirhugaðar breytingar sem heilbrigðisráðuneytið hefur til athugunar að gera á heimaþjón- ustu við foreldra fyrstu vikuna í lífi nýfæddra barna þeirra. Ráðuneytið vill færa þjónustuna af forræði ljós- mæðra til heilsugæslunnar með það að markmiði að „auka samfellu hennar, sveigjanleika og skipulag,“ eins og segir í skriflegu svari þess við fyrirspurn Fréttatímans. Kostn- aður við þjónustuna er sagður verða svipaður, en samningur um heima- þjónustu ljósmæðra við Sjúkra- tryggingar Íslands rann út í febrúar á þessu ári. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Félags ljósmæðra, segir ljósmæð- ur óttast að sama manneskjan vitji ekki hvers barns heldur geti gerst að fjöldi komi að hverju barni. „Það er bókað að þetta verður dýrara og okkur ljósmæðrum finnst furðulegt  heimaþjónUsta ljósmæðUr ósáttar Við fyrirhUgaðar breytingar Segja ráðuneytið fá slæma og óvandaða ráðgjöf á sparnaðartímum að gera meðvit- að slíkar breytingar á þjónustu sem virkar vel,“ segir hún. Í svari heilbrigðisráðuneytisins segir að heimaþjónustan hafi að- eins staðið til boða ef ljósmóðir finnist sem sé reiðubúin að veita hana. Guðlaug segir það ekki hafa komið upp síðasta ár að foreldrar sem eigi rétt á þjónustu hafi ekki fengið hana. Hún bendir á niður- stöðu könnunar sem ljósmæður hafi gert nú í sumar og sýni að ekki hafi dregið úr heimavitjunum um helgar eða á frídögum, eins og ljósmæður óttist að gerist, verði þjónustan í umsjá heilsugæslunnar. Ljósmæð- ur óskuðu eftir fundi með ráðherra í ágúst og hafa ítrekað þá ósk eftir að nýr heilbrigðisráðherra tók við, en ekki fengið. Þær vilja skýra mál sitt fyrir ráðherra. Ætlar að hlusta á ljósmæður „Okkur sýnist ráðuneytið hafa fengið slæma og óvandaða ráðgjöf og skort hafi á að málið væri skoðað til hlítar. En það hefur verið traust- vekjandi að sjá að nýr heilbrigðis- ráðherra, sem tekið hefur sæti í umhverfisnefnd vegna virkjana á Suðurlandi, hefur lagt áherslu á að skoða þau mál út í hörgul áður en ákvarðanir eru teknar, þannig að við ættum að vera vongóðar um að sú taktík fylgi líka innan ráðu- neytisins.“ Ráðuneytið ítrekar að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að ráðast í þessar breytingar: „Fram er komið að landlæknir, Landspítali og Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins styðja fyrirhugaða breytingu. Ráðuneytið mun kynna sér betur sjónarmið ljósmæðra áður en ákvörðun verður tekin.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Það er bókað að þetta verður dýrara og okkur ljósmæðrum finnst furðulegt á sparnaðartímum að gera meðvitað slíkar breytingar á þjónustu sem virkar vel. 12 fréttir Helgin 19.-21. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.