Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 33
Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott k ff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast cw100058_isam_bki_endurstaðfærsla_kaffitimi_nov2_augldabl_2x38_17112010_end.indd 1 16.11.2010 15:43:47 ekkert fjármagn í leit að skamm- tímaávöxtun. Hún fæst betri annars staðar. En Þýskaland laðar til sín fjármagn til fjárfestingar og ávöxt- unar til lengri tíma. Enda er Þýska- land ekki í teljandi vanda eftir hrun. Helsti vandi Þýskalands er að vera í myntbandalagi með þjóðríkjum sem stungu sér á kaf í hafsjó alþjóð- legs fjármagns og svelgdist á. Lík- lega væri skynsamlegast að Þjóð- verjar tækju aftur upp þýska markið og létu óráðsíuþjóðjum Evrópu eftir evruna. Kínverjar létu heldur ekki háa vexti draga erlent fjármagn til landsins og lyfta júaninu. Það fjár- magn sem leitar til Kína fer til fjár- festingar. Það stoppar ekki yfir nótt til að safna vöxtum. Enda standa Kínverjar hrunið vel af sér. Hrun- ið hefur dregið fram styrk þeirra en hins vegar afhjúpað veikleika Bandaríkjanna. ... en Bandaríkin ekki Kreppan í Bandaríkjunum er nefni- lega gjaldmiðilskreppa í eðli sínu. Bandaríkjamenn hafa dregið til sín lánsfé frá lágvaxtasvæðum árum – jafnvel áratugum – saman. Til að koma þessu fé í vinnu á hærri vöxtum hafa lánamarkaðir í Banda- ríkjunum þanist út. Millistéttarfjöl- skylda sem tók eitt húsnæðislán fyrir fjórum áratugum er nú með fimm. Og þrjú bílalán. Og lán fyrir sumarbústað. Og allt innanhúss er á Visa-raðgreiðslum. Og fjölskyldan á átta kreditkort. Og borgar sum- arleyfið þegar hún kemur heim og jólin eftir áramót. Þegar millistétt- in gat ekki gleypt fleiri lán færðu bankarnir sig niður samfélagsstig- ann og fóru að lána þeim sem höfðu enga innkomu, áttu engar eignir og höfðu ekkert lánstraust. Þetta voru undirmálslánin sem á endum stífl- uðu kerfið og kæfðu. Vextir í Bandaríkjunum voru aldrei háir – alla vega ekki á ís- lenskan mælikvarða. Ef þetta voru afleiðingar þess að fjármagn var sogað til Bandaríkjanna á eilítið hærri vöxtum en í Þýskalandi, Jap- an og Kína, getum við rétt ímyndað okkur hvaða óhroða hæstu vextir í heimi bjuggu til á Íslandi: íslenska efnahagsundrið, íslensku útrásina, íslensku fasteignabóluna, íslensku úrvalsvísitöluna – íslenska góðærið, sem hét stundum traust og ábyrg efnahagsstjórn. Eða framsókn áfram – ekkert stopp. Ekki nóg að vera efins til að skilja Það er auðvelt að hlæja af þessu eftir á. En það magnaða er að það sá þetta enginn fyrir. Það eru ef til vill sjö til tíu manns í heiminum sem sannarlega geta gert tilkall til þess að hafa greint rót vand- ans og sagt fyrir um af leiðingarnar. Og enginn þeirra er ís- lenskur. Auðvitað eru þeir margir sem vildu hafa séð þetta fyrir. Og margir þeirra hafa blaðað í göml- um ræðum, flett rit- gerðum eða rif jað upp ummæli sem benda til að þá hafi í það minnsta grun- að að eitthvað væri rotið í ríki Dana. Þessir lukkuridd- arar hafa gert illt verra. Þeir vaða uppi í umræðunni og reyna að sveigja hana að gömlum kenn- ingum, ónotum eða tuði svo einhverjir telji að þeir hafi hitt naglann í höfuðið. Þegar við ættum að lifa sköpunarríkt tíma- bil í kjölfar heimsenda og splunku- nýrra tækifæra erum við föst í slepju löngu úrsérgengins röfls um djúpstæðar meinsemdir og stagl- kenndar ásakanir. Menn halda því jafnvel fram að einhverjir hafi gert árásir á krón- una! Og fellt hana! Eins og hún hefði getað staðist ef menn hefðu ekki veðjað gegn henni! Hvílík firra! Þjóðsagan um að Soros hafi fellt breska pundið er löngu fallin. Það var breska stjórnin og Englands- banki sem felldu pundið með því að reyna að halda því of hátt skráðu, studdu þaf of háum vöxtum. George Soros sá fyrir að þetta gæti aldrei staðist og græddi vel á því. En pund- ið hefði fallið þótt Soros hefði ekki lesið í stöðuna. Það hefði fallið þótt Soros hefði aldrei fæðst. Margt hrunið án Jóns og Davíðs Og Ísland hefði fallið þótt Jón Ás- geir Jóhannesson hefði aldrei verið til. Eða Davíð Oddsson. Eða Sig- urður Einarsson, Hreiðar Már Sig- urðsson, Björgólfur Thor og pabbi hans. Pálmi í Fons, Hannes Smára, Óli Óla. Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún eða Ólafur Ragnar. Ísland hefði fallið þótt hér væri ekkert kvótakerfi, engir lífeyrissjóðir, engin verðtrygging. Ekkert af þessu þvældist fyrir í Taílandi – en Taíland féll samt. Argentínumenn þekkja þetta fólk ekki einu sinni af afspurn, vita ekki hvað íslenskir líf- eyrissjóðir eru eða kvótakerfi – en þeir máttu samt þola nákvæmlega sama hrun og Íslendingar. Sama má segja um Íra, Mexíkóa, Mal- asíumenn og Tyrki. Allt þetta fólk gengur í gegnum það sama og Ís- lendingar. Munurinn felst annars vegar í því að Íslendingar eiga úr hærri söðli að detta. Hins vegar að íslenski korktappinn var svo lítill að afleiðingar inn- og útflæðis alþjóð- legs fjármagns voru hlutfallslega stórkarlalegri á Íslandi en annars staðar. Í raun svo stórkostlegar að annað eins hefur ekki sést í sögu mannkyns. En það breytir engu um eðli máls- ins. Eðli íslenska hrunsins er gjald- miðlakreppa sem afleiðing hávaxta- stefnu. Efnahagur er ekki byggður á bjargi Efnahagslegt umhverfi okkar er mannanna verk og það er ótraust eins og flest okk- ar smíð. Ef það er rammi um líf okkar er sá rami sveigður og beygð- ur, teygður og tog- aður – og á sífelldu iði. Ef verðbólga geisar líða ekki nema fáeinir mán- uðir þar til við lögum okkur að ástandinu, rjúkum út í búð og kaupum frystikistur frekar en að leggja fyrir. Það sem áður var skynsamlegt er það ekki lengur. Í kreppu og verð- hjöðnun höldum við í aurinn þótt það gæti einmitt lagað ástandið ef v ið eyddum honum. Allt þetta þekkkjum við og vitum. En ímyndum okkur ástand þar sem innstreymi fjármagns hækkar allt eignaverð án þess að valda þenslu. Allt verður verðmeira, meira að segja krónan sjálf. Í slíku ástandi verður allt öfugsnúið. Besta leið- in til að auðgast er að taka lán og kaupa eitthvað – hvað það er skiptir minnsta máli. Svona var ástandið og þetta ástand varði lengi. Og öf- ugt við kreppu eða verðbólgu var óðærið án sýnilegra ágalla. Þótt ekki væru allir að græða þá virtist enginn tapa. Sjáið veisluna, sagði fjármálaráðherrann á Alþingi og baðaði út höndunum. Svo skyndi- lega hrapaði samfélagið aftur niður í raunveruleikann. Fallið var hátt og glundroðinn mikill. Og í glundroðanum hrifsuðu margir til sín það sem þeir áttu ekki og eru nú með lögguna á hælunum. En lærdómur hrunsins er ekki sá að þegar spilavítið brennur reyni fjárhættuspilararnir að grípa með sér peninga á leiðinni út. Það viss- um við fyrir. Lærdómur hrunsins er að við ættum aldrei að laða til okkar fjármagn með hávaxtastefnu. Þá losnum við bæði við spilavítið og fjárhættuspilarana. Og þjófnaðinn. Gott að skilja áður en maður breytir Það er nokkuð almenn tilfinning á Íslandi að vegna hrunsins hafi flestar stofnanir samfélagsins tap- að tiltrú almennings. Það er ríkur almennur vilji til breytinga en það gengur hins vegar verr að átta sig á hverju fólk vill almennt breyta. Það vantar ekki tillögurnar: stjórnskip- un, kvótakerfi, verðtrygging, gjald- þrotalög, lög um viðskiptabanka, fjármálaeftirlitið, ráðherraábyrgð, neytendavernd, kjördæmaskipan, skipan dómara og embættismanna. Listinn er í raun endalaus. Ofan á hann bætist listi yfir þá sem ættu að hugsa sinn gang: fjölmiðlar, endur- skoðendur, háskólar, lífeyrissjóðir, stjórnmálaflokkar, sveitarfélög, for- setinn. Gott ef ekki biskupinn og kirkjan líka. Sjálfsagt er kominn tími til að endurskoða þetta allt en slík end- urskoðun kemur eigna- og skulda- bólunni í raun sáralítið við. Og endurskoðun þessara þátta verður örugglega ekki vandaðri þótt fólk tali um hana á innsoginu af upp- hafinni vandlætingu vegna bólu og hruns. Bólan átti sér einfalda orsök: há- vaxtastefnu sem dró hingað gríð- arlegt fjarmagn sem bjó til eignaverðs- bólu án verðbólgu og falskar hugmyndir um velsæld og ár- angur í viðskiptum. Við slíkar aðstæður sveigjast allir mæli- kvarðar og fólk tekur dæmalaust heimsku- legar ákvarðanir. Kosturinn við þetta ástand er að það get- ur ekki varað lengi. Fyrr en síðar endar það með hruni. En við verðum að skilja hvað gerðist í bólu og hruni áður en við ráðumst í að endurskoða alla þætt i samfélags - ins. Að öðrum kosti er hætt við að ís- lensk stjórnmál og samfélagsumræða leysist upp í götu- slagsmál milli fylg- ismanna misviturra lukkuriddara. Annað eins hefur gerst. Ragnar Árnason er án efa einn okkar skörpustu hagfræð- inga. Á fyrirlestri hans um peningamála- stefnu Seðlabankans í haust, og hvernig hún gat ekki leitt til annars en hruns, sat Þórarinn G. Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðla- bankans, á fremsta bekk og reyndi af veikum mætti að veita andsvör. Hrollur fór um fundarmenn sem áttuðu sig á að bankinn rak enn óbreytta stefnu. Geir H. Haarde féll í freistnivanda há- vaxtastefnunnar. Um tíma virðist hagsæld ríkja. Hávaxtastefna og hátt gengi ryðja hins vegar fram- leiðslufyrirtækjum (Main Street) burt og áherslur flytjast yfir á fjármagnið (Wall Street). Þegar spilaborgin fellur er efnahagslífið verr sett en áður en bólan myndaðist. skoðun 33 Helgin 19.-21. nóvember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.