Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 88
Tólf prósent fækkun í
þjóðkirkjunni
Hlutfall Ís-
lendinga í þjóð-
kirkjunni hefur
lækkað um rétt
tæp 12% eða 10,7
prósentustig á
tólf árum. Í dag
eru rúmlega 251
þúsund manns skráð í þjóðkirkj-
una eða 79,2% landsmanna. Til
samanburðar má geta þess að
tæplega 245 þúsund manns voru
skráð þar árið 1998 eða 89,9%
landsmanna. Alls fækkaði með-
limum þjóðkirkjunnar um 1.582
á milli áranna 2009 og 2010.
Pop-Secret þolir
transfituumræðu
Danski læknirinn Steen Stender
fræddi íslenska lækna nýlega
um takmörkun transfitusýra
í matvælum í Danmörku og
beindi spjótum meðal annars að
örbylgjupoppinu Pop Secret sem
hann sagði innihalda þessa óvin-
sælu fitu. Nathan & Olsen hf. flyt-
ur poppið inn og þar á bæ segja
menn umræðuna vera af hinu
góða ef stuðst er við réttar tölur
og hlutirnir ekki settir fram í æsi-
fréttastíl. Fyrirtækið hafi tölur
sem sýni að transfitusýrumagnið
í Pop Secret sé ekki jafn mikið og
sá danski heldur fram. Þá bendi
fátt til að samdráttur hafi orðið í
sölu poppsins enda velji fólk oft
bragðgæði fram yfir annað. Engu
að síður er unnið að því að fá til
landsins Pop Secret með minna
magni tranfitusýra.
Dettur í karakter á
þriðja glasi
Gestur Valur
Svansson, höf-
undur gaman-
þáttanna Tríó
sem sýndir
verða á RÚV
snemma á næsta
ári, hefur notið
góðs af vinskap sínum við danska
grínarann Casper Christensen
úr Klovn. Casper hjálpaði Gesti
að þróa Tríó og þeir hafa uppi
áform um að gera Hollywood-
mynd saman. „Casper er alveg
magnaður maður og mjög ólíkur
persónunni sem hann leikur í
Klovn-þáttunum. Það er helst að
það skíni aðeins í þann náunga
þegar hann er kominn á þriðja
glas,“ segir Gestur um Casper.
HELGARBLAÐ Hrósið…
... fær knattspyrnumaðurinn
ungi, Kolbeinn Sigþórsson,
sem skoraði bæði fyrir AZ
Alkmaar gegn Ajax og ís-
lenska landsliðinu gegn Ísrael
í vikunni.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Vertu á Facebook
í símanum
Netið í símanum frá 490 kr. á mánuði.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
4
2
2
www.ring.is / m.ring.is
1.000 kr. inneign á mánuði í 12 mánuði fylgir.
Samsung Galaxy 5
0 kr. útborgun m.v. 12 mánaða greiðsludreifingu
eða 12x2.990 kr. og á leggst 250 kr. dreifingargjald.
Android 2.1 sími sem fer ótrúlega vel í vasa
og er á frábæru verði. Síminn styður 3G, 3GL
og Quad-band með WiFi og GPS.
www.facebook.com/ringjarar
12%