Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
315 milljóna króna sekt
Haga staðfest í Hæstarétti
Hæstiréttur hefur úrskurðað að 315 milljóna
króna stjórnvaldssekt á hendur Haga hafi verið
hæfileg viðurlög. Þetta er hæsta sekt sem lögð
hefur verið á hér á landi vegna misnotkunar á
markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið
komst að þeirri niðurstöðu í desember 2008 að
Hagar, sem reka m.a. verslunarkeðjuna Bónus,
hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með að-
gerðum sem beindust gegn keppinautum félags-
ins á matvörumarkaði á árunum 2005 og 2006. -jh
315
milljóna króna
sekt Haga
Hæstiréttur
M enn á vegum sérstaks sak-sóknara fóru í sextán húsleitir á þriðjudag, bæði í Reykjavík
og á Akureyri, í tengslum við rannsókn á
fimm málum tengdum Glitni. Leitað var í
fyrirtækjum og heimahúsum. Rætt hef-
ur verið um hvort þessar húsleitir komi
ekki of seint – rúmum tveimur árum eft-
ir hrun – og búið sé að eyða öllum gögn-
um. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, hefur ekki áhyggjur af því
en Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur
og sérfræðingur í netöryggi, segir menn
geta eytt gögnum – ef vilji og þekking er
fyrir hendi.
„Auðvitað hefðu menn viljað fara strax
af stað um leið og hrunið varð en það
er ekki eins og þá hafi hlutirnir legið
ljósir fyrir; hverja ætti að rannsaka og
hvar ætti að leita. Þetta tekur allt sinn
tíma. Við höfum hingað til fundið það
sem við höfum verið að leita að í okkar
húsleitum og óttumst ekki að þau gögn,
pappírs- eða tölvugögn, sem við leitum
að séu horfin,“ segir Ólafur Þór, spurður
um þá gagnrýni að menn séu helst til
seinir í húsleitum rúmum tveimur árum
eftir hrun.
Friðrik Skúlason segir í samtali við
Fréttatímann að allt velti á þekkingu og
vilja þeirra sem eiga gögnin. „Ef menn
ætla sér að eyða gögnum og hafa nægi-
lega tæknilega þekkingu til þess þá geta
þeir það. Ég veit ekki hvort þessir menn,
sem verið er að leita hjá, hafa verið fær-
ir um það en miðað við hegðun þeirra
sumra hafa þeir varla greindarvísitölu
til að eyða gögnum almennilega,“ segir
Friðrik.
Og það er hvorki einfalt að eyða gögn-
um endanlega né ná þeim aftur. Friðrik
segir að til þess að eyða gögnum end-
anlega þurfi að skrifa yfir gögnin í það
minnsta fimm sinnum með sérstökum
forritum sem hafa meðal annars verið
unnin í samstarfi við bandaríska her-
inn. Oft nægi að skrifa einu sinni yfir
gögnin. „Og til að eiga möguleika á að
ná slíkum gögnum aftur þarf sérhæfðan
vélbúnað sem nokkur fyrirtæki í heim-
inum eru með. Það er hægt undir vissum
kringumstæðum en er flókið og kostn-
aðarsamt. Þó verður alltaf að skoða til-
ganginn. Að eyða fúlgum fjár í slíkt er
kannski réttlætanlegt ef milljarðar eru í
húfi,“ segir Friðrik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Húsleitir sérstaks saksóknara Hversu auðvelt er að eyða gögnuM?
Við höfum
hingað til
fundið það
sem við
höfum verið
að leita að í
okkar hús-
leitum og
óttumst ekki
að þau gögn,
pappírs- eða
tölvugögn,
sem við
leitum að séu
horfin.
embætti sérstaks
saksóknara fór í sextán
húsleitir á þriðjudag
og hafa yfirheyrt fjölda
manns í vikunni.
„Hafa varla greindar-
vísitölu til að eyða
gögnum almennilega“
Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur segir að hægt sé að eyða tölvugögnum endanlega ef menn hafa
nægilega þekkingu til. Sérstakur saksóknari óttast ekki að gögn sem leitað er að séu horfin þrátt
fyrir að langur tími sé liðinn frá hruni.
Mál 2
kaup glitnis
á bréfum
í trygg-
ingamið-
stöðinni
haustið
2007.
Mál 1
kaup fagfjár-
festasjóðs glB
FX, sem var í
vörslu glitnis,
á skuldabréfi
af saga Capital
sem var útgefið
af stími ehf.
haustið 2008.
Mál 3
lánveitingar til
félagsins stíms
vegna kaupa á
bréfum glitnis
í Fl group og
glitni haustið
2007.
Mál 4
lánveitingar
glitnis til félags-
ins Fs 38 til að
kaupa aurum
Holding af Fons.
Fs 38 var í eigu
Fons á þessum
tíma.
Mál 5
lánveitingar til
stoða hf. (síðar
landic Pro-
perty), Baugs
og 101 Capital
í tengslum við
kaup á danska
fasteignafélag-
inu keops. Upp-
hæðin nam um
80 milljörðum.
Þau fimm mál sem lágu til grundvallar húsleita aérstaks saksóknara á þriðjudag
Ritfanga- og bókaverslunin Office 1 keypti í
vikunni þrjú hundruð eintök af bókinni Jónínu
Ben á bensínstöðvum N1. Verslunin hyggst
bjóða bókina á hálfvirði frá og með deginum í
dag og með skilarétti þar til birgðir endast. N1
keypti dreifingarréttinn á bókinni um Jónínu
af Senu og hefur auglýst grimmt að hún sé
aðeins til sölu á bensínstöðvum félagsins. Allt
þar til nú þegar Office 1 skerst í leikinn.
„Við höfum tryggt Jónínu pláss í hillunum
hjá okkur ásamt úrvali jólabóka sem við mun-
um sprikla með verðið á. Það er mikil sam-
keppni í bóksölu á þessum tíma og við höfum
ætíð sótt fram af krafti fyrir jólin,“ segir Erling
Valur Ingason, markaðsstjóri Office 1, í sam-
tali við Fréttatímann.
Verslunin hyggst selja bókina á helmingi
lægra verði en N1 gerir og með skilarétti,
ólíkt því sem N1 býður. „Við leggjum áherslu
á að skiptimiðinn skipti ekki máli enda geta
landsmenn skipt bókum í Office 1 eftir jólin
hvar svo sem þær hafa verið keyptar. En það
verður aðeins hægt að kaupa eina bók í einu
þannig að Hermann Guðmundsson [innsk.
blm. forstjóri N1] komi ekki og kaupi upp allar
bækurnar,“ segir Erling og hlær.
ragnhildur
ráðuneytisstjóri
innanríkisráðuneytisins
ragnhildur
Hjaltadóttir
verður ráðu-
neytisstjóri
nýs innanríkis-
ráðuneytis sem
tekur formlega
til starfa um
næstu áramót
við sameiningu
dómsmála- og mannréttindaráðuneytis
og samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytis. Þrettán umsóknir bárust en
ragna Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra,
dró umsókn sína til baka. síðustu sjö ár
hefur ragnhildur verið ráðuneytisstjóri
samgönguráðuneytisins, sem varð sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 1.
október 2009. Ögmundur jónasson verður
innanríkisráðherra um áramót. -jh
anna lilja
ráðu neytisstjóri
velferðarráðuneytisins
anna lilja gunnarsdóttir verður ráðuneyt-
isstjóri nýs velferðarráðuneytis sem verður
til við sameiningu félags- og trygginga-
málaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis 1.
janúar 2011. anna lilja gunnarsdóttir hefur
verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs
landspítala frá árinu 2000. auk Önnu
lilju mat hæfnisnefnd Bolla Þór Bollason,
sigurbjörgu sigurgeirsdóttur og rögnu
Árnadóttur hæfa en ragna dró umsókn
sína til baka. guðbjartur Hannesson verður
velferðarráðherra um áramót. -jh
Helmingur landsmanna
jákvæður í garð álvera
rúm 54 prósent
eru frekar, mjög
eða að öllu leyti
jákvæð gagnvart
íslenskum ál-
iðnaði en tæp 23
prósent neikvæð.
Helmingur telur
íslensk álfyrir-
tæki sinna um-
hverfismálum frekar eða mjög vel en tæp
tólf prósent frekar eða mjög illa. Það er
niðurstaða netkönnunar sem Capacent
gallup vann fyrir álfyrirtækin. rúm 65%
úr handahófsvöldu 1.185 manna úrtaki
svöruðu. niðurstaðan var kynnt á blaða-
mannafundi þar sem álfyrirtækin kynntu
ný hagsmunasamtök sín, samál. rannveig
rist, forstjóri álversins í straumsvík, er
stjórnarformaður samtakanna og Þor-
steinn Víglundsson framkvæmdastjóri.
- gag
saMkeppni BókaMarkaðurinn
Office 1 keypti 300 Jónínubækur og selur á hálfvirði
Aðeins leyfilegt að kaupa eitt eintak í einu en með skilarétti
2 fréttir Helgin 19.-21. nóvember 2010