Fréttatíminn - 19.11.2010, Side 80

Fréttatíminn - 19.11.2010, Side 80
Dávaldurinn eftir Lars Kepler er ein umtalaðasta spennusaga sem út hefur komið á Norðurlöndum. Hrollvekjandi sálfræðitryllir sem grípur þig strax. „Kræsingar fyrir hinn kröfuharða krimmalesanda.“ POLITIKEN „Verðugir arftakar Stieg LarSSonS.“ La gaceta de LoS negocioS GIUSEPPE VERDI Ólafur Kjartan SigurðarSon þÓra einarSdÓttir · jÓhann friðgeir valdimarSSon jÓhann Smári SævarSSon · SeSSelja KriStjánSdÓttir BergþÓr pálSSon · KÓr og hljÓmSveit íSlenSKu Óperunnar lÝSing: páll ragnarSSon · BÚningar: filippía elíSdÓttir leiKmYnd: þÓrunn Sigríður þorgrímSdÓttir hljÓmSveitarStjÓri: daníel BjarnaSon · leiKStjÓri: Stefán BaldurSSon RIGOLETTO loKaSÝningar um helgina í kvöld, föstud. 19. nóv. kl. 20 Sunnudagskvöld 21. nóv. kl. 20 Örfá sæti laus á báðar sýningar! www.opera.is sími miðasölu 511 4200 HELGARBLAÐ Sími 531 3300 É g hef pælt nokkuð í and-legum málefnum og í fyrravetur fór ég að stunda hugleiðslu og grúska í orkusteinum. Mér finnst þessi austræni trúarheimur og allt sem honum fylgir svo heillandi og þangað sæki ég innblástur,“ segir hönnuðurinn Hildur Haf- stein sem býr til skartgripi úr orkusteinum og sækir hug- myndir í búddisma og hippa- menninguna. Skartgripalínuna nefnir hún Kora. Enginn gripur er eins og allir eru þeir handunnir úr orkusteinum í bland við tré, fræ, eðalmálma og gamalt endurunn- ið skart. „Ég trúi að í steinunum búi góð orka og í raun trúi ég á alla orku í kringum okkur enda liggur þetta allt í loftinu. Ég er mikill fagurkeri og legg upp úr fallegu útliti gripanna samhliða notagildi og mig langaði að setja þessa uppbyggjandi orkusteina í fallegan búning til að næra bæði innri og ytri mann.“ Hildur segist hafa byrjað á því að gera armbönd fyrir sig og börnin sín. „Ég fór svo að gefa vinkonum mínum armbönd á tyllidögum og síðan vatt þetta upp á sig. Núna geri ég mest af dömuarmböndum sem hafa vakið mikla lukku en ég er líka með barnaarmbönd, hálsmen og er með herralínu í smíðum.“ Mér finnst þessi aust- ræni trúar- heimur og allt sem honum fylgir svo heillandi.  hildur hafstein sækir innblástur í hippamenningu Nærir andann með orkuskarti Hildur byrjaði á því að gera armbönd fyrir sjálfa sig og börnin sín en setti þau í framhaldinu á almennan markað. Ljósmynd/Hari Hildur sækir efniviðinn í skartið úr ýmsum áttum. „Ég reyni að viða að mér efni víðsvegar að úr heimin- um og armböndin eru í raun í stöðugri þróun. Ég hef fengið til liðs við mig silfursmið í útfærslu á persónu- legum smáatriðum og leitast við að finna fallega orku- mikla steina og skrautlega eðalmálma.“ Armböndin fást á www.uma.is, í 38 þrepum á Laugavegi, Boutique Belle á Skólavörðustíg og nýja lista- og kaffihúsinu Örkinni hans Nóa á Akureyri. Hluti söluverðsins rennur til samtakanna Sóley og félagar sem vinna dásamlega vinnu í þágu heimilis- lausra barna í Togo í Afríku.“ Bróðir Umu kennir jóga í Reykjavík „Ég er búin að stunda jóga í fimmtán ár og kenna það í tólf og finn fyrir stöðugt meiri áhuga fólks. Aðal- breytingin er sú að karlmenn eru farnir að sækja miklu meira í þetta og sama má segja um unglinga, þannig að hópurinn er alltaf að stækka,” segir Ingibjörg Stefánsdóttir sem rekur jógastöðina Yoga Shala. Ingibjörg var í leik- listarnámi í New York þegar hún fór í sinn fyrsta jóga-tíma í Jivamukti, einni þekktustu jógastöð þeirrar borgar. Tveir kennarar þaðan eru á leið til landsins og ætla að vera með námskeið hjá Ingibjörgu helgina 4.-5. desember. Annar þessara kennara er hinn 37 ára Dechen Thurman. Hann er mjög vinsæll jógakennari ytra og er þekktastur sem líkur en þó einnig fyrir að vera bróður leikkonunnar Umu Thurman. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og lifir fyrir jógað og leik- listina. „Þetta er mjög andlega þenkjandi fjölskylda og Dechen var til dæmis bara sjö ára þegar hann hitti Dalai Lama í fyrsta skipti,“ segir Ingibjörg sem treyst- ir sér ekki til að segja til um hvort Uma stundar jóga. „En miðað við hvað hún var liðug og í flottu formi í Kill Bill er það eiginlega pottþétt.“ Ingibjörg Stefáns- dóttir fær þekkta jógakennara frá New York til liðs við sig í byrjun desember. Hún leggur áherslu á að námskeið þeirra séu ekki aðeins fyrir vant fólk þannig að allir eru velkomnir. 80 dægurmál Helgin 19.-21. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.