Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 34
Guarulhos-flugvöllurinn
Ég varð fljótt leiður á að bíða eftir kall-
inu hvenær ég ætti að fara í flugið og
eyddi mestum tíma á hótelherbergjum.
Við skiptum þrisvar um hótel og færð-
um okkur nær flugvellinum. Ég var all-
an tímann með nóg af kókaíni og notaði
mikið af því. Mórallinn vegna nætur-
ævintýrisins helltist reglulega yfir mig
og ég vildi fara að komast heim.
Þar kom að ég og félaginn fórum að
ræða hvenær ég ætti að fara. Það var
alltaf talað um að ég myndi taka eitt
og hálft kíló af mjög hreinu kókaíni.
Félaginn hafði aðrar hugmyndir.
„Viltu ekki bara taka fimmtán kíló
fyrst þú ert kominn hingað?“ spurði
hann brosandi.
„Ertu eitthvað ruglaður? Nei!“ sagði
ég við hann.
„Ég er ekki að fara að taka fimmtán
kíló með mér. Það hefur alltaf verið tal-
að um að ég tæki eitt og hálft kíló og
það ætla ég mér að gera,“ sagði ég við
hann. Hann fór þá og hringdi einhver
símtöl og ræddi við einhverja menn
sem ég vissi ekkert hverjir voru.
„Þeir vita ekkert meira en við,“ sagði
hann og vísaði í samtalið sem hann
átti í símann. Ég var orðinn reiður og
nennti þessu rugli ekki og sagðist ætla
með fluginu heim án þess að taka neitt
með mér.
„Jú, viltu ekki taka eitthvað með
þér?“ spurði hann mig.
„Ég er kominn hingað til að taka
eitt og hálft kíló með mér til Lissabon.
That’s it,“ sagði ég og var orðinn veru-
lega pirraður.
„Förum þá milliveginn,“ sagði hann,
„hvað segirðu um að taka sex kíló?“
„Nei, ég fer ekki að taka svo mikið,“
sagði ég en fór strax að hugsa um meiri
peninga. Hvað fengi ég greitt fyrir að
taka sex kíló? Það skipti svo sem ekki
máli upp á töskuna að gera. Það er
mjög algengt að burðardýr með töskur
séu með sex kíló.
„Ég skal taka sex kíló fyrir fimm
milljónir,“ sagði ég og bætti við: „Og
ef ég verð tekinn þá fæ ég líka fimm
milljónir.“
„Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af
því – þú verður ekkert tekinn,“ sagði
félaginn. Ég var alveg harður á því að fá
sömu upphæðina hvort sem ég kæmist
með efnin til Portúgals eða yrði tekinn.
Ég sagði við félagann að fimm milljón-
ir væri ekki neitt í stóra samhenginu.
Ef það tækist að koma sex kílóum af
hreinu kókaíni til Portúgals þar sem
magnið yrði þrefaldað með blöndun þá
væru fimm milljónir bara smáaurar.
Hann samþykkti upphæðina og ég var
ánægður. Þetta yrði ekkert mál. Brass-
arnir kynnu vel til verka og myndu fela
efnið vel í töskunni. Það yrði alltof mik-
ið að tapa sex kílóum. Ég átti bókað
flug tveimur dögum síðar og ákvað að
taka því rólega í neyslunni. Fékk mér
samt aðeins í nefið bara til að slaka á.
Kvöldið áður en ég átti að fljúga til
Portúgals kom félaginn með þau skila-
boð að ég ætti að hitta menn morg-
uninn eftir sem myndu láta mig fá
töskuna. Eini farangurinn minn var
bakpoki með nokkrum fatalörfum í,
rakveski og psp-tölvunni sem ég ætlaði
að hafa í handfarangri.
Ég átti að hitta mennina við götu sem
var í göngufæri frá hótelinu í Guarul-
hos-hverfinu, nálægt flugvellinum. Ég
kvaddi félagann fyrir framan hótelið og
hann ætlaði að hringja í mennina sem
ég átti að hitta og segja þeim að ég væri
að ganga á afhendingarstaðinn. Þetta
var kannski fimm mínútna gangur og
ég rölti í rólegheitum eftir götunni sem
ég átti að vera á. Allt í einu renndi græn
Opel Zafira-bifreið upp að mér og bíl-
stjórinn heilsaði mér. Hafði greinilega
fengið lýsingu hjá félaganum. Þeir
keyrðu aðeins lengra eftir götunni og
beygðu inn á bílastæði sem var nánast
fullt og stoppuðu innst á stæðinu. Ég
rölti í rólegheitum til þeirra og heils-
aði þeim með handabandi þegar þeir
voru komnir út úr bílnum. Þeir töluðu
enga ensku. Þetta voru menn á fer-
tugsaldri, dökkir yfirlitum og snyrti-
lega klæddir. Þeir virkuðu almennileg-
ir og bentu mér á að koma aftur fyrir
bílinn, að skottinu sem annar þeirra
hafði opnað. Við mér blasti svört ferða-
taska. Þeir opnuðu töskuna og var
hún full af nýjum fötum sem öll voru
enn verðmerkt. Það fannst mér mjög
skrýtið og ótraustvekjandi og hugsaði
strax um röntgengræjurnar á flugvell-
inum. Það væri mjög grunsamlegt ef
ég yrði stoppaður með fulla tösku af
nýjum verðmerktum fötum og í henni
væru engin notuð föt. Ég ákvað að setja
jakkann minn og fötin sem ég var með
í bakpokanum í töskuna ásamt rak-
veskinu.
Annar mannanna lokaði töskunni og
læsti með lykli sem hann rétti mér. Ég
fékk líka símanúmer á miða hjá manni
í Portúgal sem ég átti að hringja í þeg-
ar ég væri lentur þar. Mér hafði verið
sagt að skrá mig á hótel og þar átti ég
að bíða eftir þeim sem myndi koma og
taka töskuna þar.
Kókaínkílóin blöstu við brasilíska
lögreglumanninum þar sem hann rót-
aði í töskunni á bakherberginu á flug-
vellinum. Það var ekki erfitt fyrir hann
að finna efnin og ég bölvaði þeim sem
pökkuðu efnunum í hljóði.
„Ég trúði þessu ekki. Andskotans fá-
viti var ég að kíkja ekki í töskuna áður
en ég lagði af stað! Gat þetta virkilega
verið að gerast?“ hugsaði ég með mér.
Ég hafði verið „böstaður“ og það eina
sem mér datt í hug var að rétta fram
hendurnar til merkis um að ég væri
sekur.
„Hvað varstu að hugsa?“ spurði lög-
reglumaðurinn og ég bara hristi haus-
inn – sagði ekki eitt einasta orð. Hugs-
aði með mér að það væri best að hann
lyki bara handtökunni af – ég vildi ekki
standa þarna eins og hálfviti.
Ég var handjárnaður með hendur
fyrir aftan bak, leiddur fram úr skil-
rúminu og látinn standa fyrir framan
alla sem voru komnir í röðina við inn-
ritunarborðið. Ég var mjög stressaður
og hugsaði mikið um það sem fram-
undan væri. Hvar ég væri staddur og
hvað myndi nú gerast. Í sömu mund
kom starfsstúlkan frá flugfélaginu til
mín. „Ég finn mjög mikið til með þér,“
sagði hún og rétti mér bréf til að þurrka
af mér svitann. Þessi orð hennar skiptu
mig miklu máli á þessum tíma þótt ég
vissi að þau hefðu enga þýðingu – ég
væri á leið í fangelsi. Hún talaði ágæta
ensku og ég bað hana að spyrja lög-
reglumanninn hvort ég mætti fara úr
skyrtunni. Hún gerði það en hann neit-
aði. „Þú ferð ekkert að fara úr skyrt-
unni núna,“ sagði lögreglumaðurinn
þungur á brún. Ég hugsaði með mér:
Ok, á þetta allt eftir að verða svona.
Um leið og efnin höfðu fundist og
myndir teknar því til sönnunar var ég
leiddur út úr flugstöðinni í handjárn-
um. Lögreglumaðurinn hélt á töskunni
og gekk að grænni og gamalli Volks-
wagen Jettu-bifreið. Ég stóð við hlið
hans þegar hann opnaði bílinn og sagði
mér að setjast í aftursætið.
Lögreglumaðurinn keyrði bílinn en
ungur strákur, starfsmaður frá flug-
félaginu, var í framsætinu. Nokkrum
mínútum eftir að við lögðum af stað
frá flugstöðinni byrjaði ég að hlæja
óstjórnlega af geðshræringu.
„Hvað er í gangi eiginlega. Í hverju
er ég lentur?“ sagði ég upphátt á ís-
lensku og hló meira. Lögreglumaður-
inn og starfsmaðurinn í framsætinu
litu báðir á mig áhyggjufullir á svip og
héldu örugglega að ég ætlaði mér að
reyna að flýja eða jafnvel ráðast á þá í
bílnum. Lögreglumaðurinn bað starfs-
mann flugfélagsins að segja eitthvað
við mig á ensku en ég skildi ekkert
hvað hann var að segja og horfði bara
út um gluggann. Hugurinn flögraði
heim og erfiðar hugsanir tóku völd-
in. Ég mun aldrei sjá fjölskyldu mína
aftur hugsaði ég. Ég hallaði höfðinu
að glugganum og upp í hugann komu
myndir af fólkinu sem ég þekki. Þetta
var ótrúlega skrýtið – þetta var svona
eins og þegar gamalli átta millimetra
kvikmynd er varpað á tjald og það eru
skemmdir í filmunni. Þannig sá ég fólk-
ið mitt hvað af öðru; mömmu, afa og
ömmu, kærustuna, stjúpa og vini. Hvað
ætli fólk haldi? Hvað finnst því um mig?
Hvað segir það? Hvernig verður talað
um mig? Fer þetta í blöðin?
Eftir því sem bílferðin varð lengri fór
ég að velta því fyrir mér hvort húsin og
göturnar sem ég sá þjóta framhjá yrðu
það síðasta sem ég sæi af umheiminum
í langan tíma. Ég var í rauninni ekkert
hræddur við það en ég hafði mestar
áhyggjur af því hvað mamma myndi
segja og hvaða álit hún hefði á mér
núna. Ég sem hafði alltaf verið fyrir-
myndarunglingur. Mamma segir að
ég hafi aldrei lent í vandræðum á ung-
lingsárunum. Ég man ekki eftir neinu
sérstöku því líf mitt á þessum árum
snerist um íþróttir. Ég prófaði að vísu
að reykja sígarettur tólf ára gamall en
það var ekki fyrr en fimm árum síðar
sem ég byrjaði að reykja fyrir alvöru
og þá var ég farinn að drekka áfengi.
Ég held ég hafi aldrei náð að halda
einbeitingu í því sem ég tók mér fyr-
ir hendur. Ég byrjaði oft vel á ýmsum
verkefnum en þegar á leið dvínaði
áhuginn hratt. Ég var átján ára þeg-
ar ég prófaði fyrst hass og mér fannst
það ekki gott. Stuttu síðar prófaði ég
að reykja maríjúana og ég fékk sömu
tilfinningu – mér fannst þetta ekki gott
og ég lét þetta því alveg eiga sig á þess-
um tíma. Lífið á þessum árum snerist
um íþróttir og ekki neitt annað.
Nú hafði ég verið handtekinn og sat
í bíldruslu á leið í fangelsi. „Hvað hef
ég gert við líf mitt?“ hugsaði ég með
mér og starði út um bílgluggann. Ég
hafði ekki notað kókaín þennan dag en
mikið rosalega langaði mig í eina línu á
þessari stundu – til að reyna að hverfa
frá þessu öllu.
Úr bókinni Brasilíufanginn
eftir Jóhannes Kr. Kristjánsson
Karl Magnús
Grönvold var
handtekinn með
sex kíló af kóka-
íni á Guarulhos-
flugvellinum í
Sao Paulo árið
2007 og dæmd-
ur í fjögurra ára
fangelsi í kjölfar-
ið. Fréttatíminn
birtir hér kafla
úr nýútkominni
bók, Brasilíu-
fanganum, þar
sem Jóhannes
Kr. Kristjánsson
skrifar um dvöl
Karls í fangels-
inu í Brasilíu. Í
kaflanum segir
frá því þegar
Karl var hand-
tekinn á flugvell-
inum og klukku-
stundunum þar
á undan og eftir.
„Hvað hef ég gert við líf mitt?“
Brasilíufanginn
Kalli tekinn á vellinum:
Karl Magnús á flugvellinum daginn sem hann var handtekinn. Lögreglumaðurinn
heldur á tösku með sex kílóum af kókaíni sem Karl ætlaði að smygla úr landinu.
Við hlið hans er starfsmaður flugvallarins.
Kílóin sex:
Kalkípappír var vafinn utan um kókaínið sem var á botni töskunnar.
Brasiliufanginn myndir.indd 10 10/27/10 2:20 PM
Fangaskilríkin:
Þetta voru einu skilríkin sem Karl Magnús hafði eftir að hann losnaði úr fangelsinu
og fór á skilorð. Fanganúmer hans var 480.573.
Brasilíufanginn
Umfjöllun Fréttablaðsins um dóminn 25. júní 2007:
Brasiliufanginn myndir.indd 12 10/27/10 2:21 PM
Brasilíufanginn
Karl Magnús við
skreytingu sem fangarnir
gerðu fyrir Barnadaginn.
Karl er þarna í brúnu
fangabuxunum.
Karl Magnús með
trúði sem lék fyrir
börn fanganna á
Barnadeginum í Itaí
fangelsinu.
Brasiliufanginn myndir.indd 15 10/27/10 2:21 PM
Brasilíufanginn
Kalli í íbúðinni:
Karl Magnús leigði íbúð í hafnarborginni Santos í Brasilíu eftir að hann varð laus úr
fangelsinu. Hér er hann að fara yfir dómsskjölin.
Í tölvuleik:
Karl Magnús mátti ekki vinna þegar hann afplánaði skilorðsbundna dóminn í
Brasilíu. Hann segir að tölvuleikirnir hafi oft bjargað sér.
Brasiliufanginn myndir.indd 16 10/27/10 2:22 PM
„Hvað
varstu að
hugsa?“
spurði lög-
reglumaður-
inn og ég
bara hristi
hausinn –
sagði ekki
eitt einasta
orð. Hugs-
aði með mér
að það væri
best að hann
lyki bara
handtökunni
af – ég vildi
ekki standa
þarna eins
og hálfviti.
Á flugvellinum þegar lögreglan tók Karl eð sex kíló af kókaíni.
Til vinstri á sjá Karl í fangelsinu en á
myndinn fyrir ofan eru fangaskilríki hans
sem voru einu skilríkin sem hann hafði
þegar hann losnaði úr fangelsinu.
Tölvuspil björguðu geðheilsu Karls eftir að hann losnaði úr fangelsinu.
34 bókarkafli Helgin 19.-21. nóvember 2010