Fréttatíminn - 19.11.2010, Side 36

Fréttatíminn - 19.11.2010, Side 36
É g hef fengið gríðarleg viðbrögð við pistlunum mínum og þá ekki síst frá karlmönnum. Þeir létu sérstaklega í sér heyra eftir að ég skrifaði um að ég hefði ekki áhuga á að fara á stefnumót. Þá fylltist tölvupósthólfið mitt marga daga í röð af skila- boðum frá mönnum sem vildu ólmir telja mér hughvarf og bjóða mér á deit,“ segir Hlín. „Á tímabili var mér boðið á stefnumót svona fjór- um sinnum á dag. Þetta voru menn sem vildu bjarga heiðri íslenskrar karlmennsku og gefa mér trú á íslenska karlmenn á ný. Mér finnst þetta voða krúttlegt enda svaraði ég nú eig- inlega alveg öllum þessum póstum. Hef alls ekki misst trúna á íslenska karlmenn. Mér finnst bara ógeðslega gaman að skrifa um þá en ég hef samt engan tíma til að deita núna.“ Hlín kom einnig við kauninn á karlpeningn- um þegar hún birti lista sem byggði á útlendri könnun um að frammistaða karlmanna sem elskhuga réðist að einhverju leyti af því hvaða starfsstétt þeir tilheyrðu. „Þá létu nú reiðir menn í sér heyra en annars eru reiðir menn í miklum minnihluta þeirra sem senda mér línu. Þarna fékk ég að heyra það frá einhverj- um að þeir „væru sko alls ekki svona“ og svo skrifaði vélstjóri mér og sagðist stunda kynlíf miklu oftar en ég héldi fram. Eins og ég sé að flytja einhvern heilagan sannleika.“ Hlín seg- ist aðspurð ekki hafa gert neinar rannsóknir á þessum kenningum sjálf en „hins vegar hafa stundum menn úr ákveðnum starfsstéttum laðast að mér sem hefur reyndar verið svolítið fyndið. Það hafa komið tímabil þar sem sjó- menn, smiðir og lögfræðingar hafa sótt mik- ið í mig. Mjög spes. Og áhugavert. Kannski hefur maður einhverja útgeislun sem höfðar til ákveðinna stétta?“ Með doktorspróf í lífsreynslu Í kynningu á Hlín á Pressunni er hún sögð vera með doktorspróf í lífsreynslu. Hún seg- ir það nám ekki hafa verið mjög erfitt. „Nei. Þetta var bara frábært nám sem gerir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Þetta var hins vegar ekkert alveg þrautalaust en ég er ekki tilbúin að fara djúpt í það núna. Ég er búin að missa báða foreldra mína, var gift í tíu ár og er fráskilin. Ég á tvö börn, strák og stelpu sem eru 4 og 6 ára. Ég er sjálfstæð móðir og geri mér fulla grein fyrir því að ég er að fara út í tímafreka vinnu en móðurhlut- verkið verður alltaf númer eitt. Ég er mjög stolt móðir og legg metnað minn í að sinna börnunum mínum sem best og vera þeim góð fyrirmynd. Sterk og sjálfstæð móðir.” Funheitur vefur Hlín er með MA-próf í almennri bók- menntafræði og beinir sjónum að leikhús- fræðum í lokaritgerðinni sem hún skrifaði um leikhópinn Grímu sem starfaði í Reykjavík á árunum frá 1961 til 1970. Hún hóf störf hjá bókaforlaginu Sölku eftir útskrift og starfaði þar sem net- og dreifingarstjóri en hætti þar um mánaðamótin til þess að snúa sér alfar- ið að uppbyggingu bleikt.is. Hún hafði ekki fengist við skrif áður en Björn Ingi Hrafnsson hjá Pressan.is bað hana að skrifa á vefinn. „Ég er búin að vera vinsælasti Pressu- pennninn núna í nokkrar vikur, með yfir 45.000 heimsóknir á einstaka pistil sem er bara frábært. Björn Ingi fékk síðan þá hug- mynd að gera bleikt.is að umfangsmiklum kvennavef. Hann hefur væntanlega séð að það er markaður fyrir slíkan vef miðað við vin- sældir þessa efnis fyrir konur um samskipti kynjanna, stefnumót og annað slíkt. Ég tel að það sé þörf á slíkum vef enda er enginn svona einlægur kvennavefur í gangi. Bleikt. is verður risastór, aðgengilegur. Funheitur lífsstíls- og afþreyingarvefur fyrir konur. Ég mun bæði hafa fasta penna og svo fólk sem kemur og skrifar stöku sinnum. Ég held svo utan um þetta allt saman og flyt mig alfarið með mín skrif af Pressunni yfir á Bleikt. Ég er algjörlega ófeimin og skrifa bara um það sem mér dettur í hug,“ segir Hlín. Hún vakti mikið umtal nýlega þegar hún birti mynd af sér á brjóstahaldaranum með bók í hönd við pistil þar sem hún velti þeirri spurningu upp hvort konur mættu ekki vera kynþokkafullar og klárar. „Ég pældi ekkert í þessu og fannst þetta ekki vera neitt mál. Ég má alveg vera kynþokkafull og klæðast ögrandi fatnaði. Það er líka ekkert mál fyrir mig vegna þess að ég er ánægð með sjálfa mig.“ Er á réttri leið Hlín hefur miklu frekar fundið fyrir nei- kvæðum viðbrögðum við skrifum sínum frá konum en körlum og hún segir að vissulega geti konur stundum verið konum verstar. Hún lætur þó gagnrýni og skammir kynsystra sinna sem vind um eyru þjóta. „Ég er kona og ég er að fá einstaklega spennandi tækifæri og ætla að gera mjög flotta hluti en þá er ég bara ekki að gera réttu hlutina. Það er látið eins og ég sé að hlutgera konuna eða niðurlægja hana. Sem er bara fáránlegt. Ég er kona og af hverju ætti ég að vera að níða niður mitt eigið kyn? Ég ætla ekki að taka þátt í þessu. Ekki séns. Þetta eflir mig bara enda er ég viss um að ég er að gera rétt. Ég hlusta ekki á þetta enda er ég sterk, flott og sjálfstæð kona sem veit hvað hún vill og veit að ég er á réttri leið. Má alveg vera kynþokkafull Hlín Einars hefur vakið mikla athygli og umtal með skrifum sínum um samskipti kynjanna og annað í þeim dúr á Pressan.is. Vinsældir pistla hennar eru slíkar að hún er að færa út kvíarnar og fær fljótlega heilt vefsvæði, bleikt.is, til umráða. Sá vefur er ætlaður konum en Hlín ætlar að sjá til þess að karlar finni þar einnig ýmislegt við sitt hæfi. Hlín er sjálfstæð, ófeimin og sér enga ástæðu til að fara í felur með kynþokka sinn. Þórarinn Þórarinsson ræðir við Hlín um ónýta stefnumótamenningu á Íslandi, lélegt úrval á karlamarkaði og fagnaðarerindin sem verða boðuð á bleikt.is. Ljósmyndir/Hari Ég hlusta ekki á þetta enda er ég sterk, flott og sjálfstæð kona sem veit hvað ég vil og veit að ég er á réttri leið. Uppáhaldsbækur Hlínar 1 Dauðinn í Feneyjum - Thomas Mann 2 Frú Bovary - Gustave Flaubert 3 Lér konungur - Shakespeare 4 Gæludýrin - Bragi Ólafsson 5 Glerhjálmurinn - Sylvia Plath 6 Half the Sky - Nicholas D. Kristof og Sheryl WuDunn 7 Ódysseifskviða - Hómer 8 Kyrrðin talar - Echart Tolle 9 Glæpur og refsing - Fjodor Dostojevskí 10 Fall konungs - Johannes V. Jensen Hlín segir potta víða vera mölbrotna þegar kemur að stefnumótamenningu Íslendinga og ætlar sér að reyna að bæta úr því á bleikt.is. „Hvar er deitmenn- ingin? Hvar fer stefnumótið fram? Á Facebook. Það er bara þannig. Það er ekki eins og menn gangi að konum á kaffihúsum og segist endilega vilja kynnast þeim betur og bjóði þeim út. Maður myndi líka bara fríka út ef maður lenti í því þannig að þetta er ekkert bara körlunum að kenna og ég ætla alls ekki að skella allri skuldinni á þá. Markaðurinn er líka frekar dapur. Sérstaklega á hring númer tvö eða þrjú þá er þetta orðið rosalega erfitt. Mér sýnist þetta þá bara vera þannig að þeir sem eru í lagi eru fráteknir. Ég er 33 ára gömul og er orðin rosalega vandlát. Maður verður bara reynslunni ríkari og veit hvað maður vill alls ekki. Og þá er bara ógeðslega lítið eftir sem er í lagi. Ég hef farið á fullt af Facebook- stefnumótum og það hefur aldrei komið neitt af viti út úr þeim. Þetta er ekki í lagi og ég mun boða fagnaðarerindið til þess að bæta þetta á bleikt.is. Ætli ég verði ekki að berja jafnt á konum og körlum. Annars verður allt vitlaust öðru hvor megin. Þetta verður enginn stefnumótavefur samt en vonandi verður hann til þess að fólk taki sjálft sig svolítið í gegn. Síðan hefur þetta svo mikið skemmtanagildi og fólk hefur svo gaman af því að lesa um þetta.“ Stafræn stefnumót eru slöpp Hlín er sátt við sjálfa sig og sér enga ástæðu til að breiða yfir kynþokka sinn og ætlar að bjóða upp á heitt efni um samskipti kynjanna á vefnum bleikt.is sem hún ritstýrir. 36 viðtal Helgin 19.-21. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.