Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 86
86 dægurmál Helgin 19.-21. nóvember 2010
VILT ÞÚ
VITA HVERS
VIRÐI EIGNIN
ÞÍN ER Í DAG?
PANTAÐU FRÍTT
SÖLUVERÐMAT ÁN
SKULDBINDINGA!
HRINGDU NÚNA
Bær820 8081
Sylvia Walthers // best@remax.is
Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080
Rúnar S. Gíslason
Lögg. fasteignasali.
Þ að er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður veit aldrei hvort maður getur gert hlutina nema maður reyni,“ segir fyrirsætan Ósk Norðfjörð
sem frumflutti sitt fyrsta lag, Keep on Waiting, í út-
varpsstöðinni Kananum í gærmorgun. Tónlistarmað-
urinn Cosmo er höfundur lagsins. Ósk hefur getið sér
gott orð sem fyrirsæta á undanförnum árum en hygg-
ur nú á tónlistarferil. Hún fetar þar í fótspor annarrar
fyrirsætu, Ásdísar Ránar, sem gaf út lag fyrr á þessu
ári við misjafnar undirtektir.
Hvernig byrjaði þetta?
„Vinur minn sagði mér frá vini sínum Cosmo sem
ætti helling af frumsömdum lögum. Við Cosmo hitt-
umst á kaffihúsi og ákváðum í kjölfarið að taka upp
lag. Þannig varð þetta til,“ segir Ósk, spurð um tilurð
þess að hún ákvað að feta tónlistarbrautina.
Ósk segir þetta vera skemmtilega tilbreytingu frá
hversdagsleikanum. Hún á enga sérstaka fyrirmynd í
tónlistinni en segist vera alæta á tónlist. „Það er enda-
laust til af snjöllu tónlistarfólki og ég á mér ekkert
uppáhald,“ segir Ósk.
Og hún stoppar ekki við eitt lag. Nú er hún með
annað lag í undirbúningi og koma ekki ómerk-
ari menn en Krummi í Mínus og Haffi Haff að út-
sendingu lagsins. „Ég er mjög spennt fyrir því
lagi. Það er verið að leggja lokahönd á það og
síðan sjáum við til,“ segir Ósk um framtíðina.
oskar@frettatiminn.is
ósk Norðfjörð reyNir fyrir sér í tóNlistarbraNsaNum
umsagNir um keep oN WaitiNg
ísleNska óperaN rigoletto hættir á toppNum
Sendir frá sér nýtt lag
Ósk Norðfjörð hefur gefið út lagið Keep on Waiting sem flokka má sem „aggressívt“ danspopp.
Þetta er frumraun hennar á tónlistarsviðinu.
í slenska óperan hefur undanfarið sýnt Rigoletto eftir Verdi fyrir fullu húsi. Nú þegar hafa um 4.000
manns séð þessa sígildu óperu og þar
sem almennt miðaverð er 5.900 krónur
má ætla að Rigoletto skili vel yfir 25
milljónum í miðasölu þegar yfir lýkur.
Uppfærsla Íslensku óperunnar er
mjög glæsileg og kostar sitt þannig
að óperan stendur ekki undir sér þótt
uppselt verði á allar sýningar. Vinsæld-
irnar hafa hins vegar orðið til þess að
sáralítið vantar upp á að endar nái
saman.
Sýningum á Rigoletto lýkur um
helgina þegar boðið verður upp á tvær
aukasýningar á föstudagskvöld og
sunnudagskvöld klukkan 20. Enn eru
örfá sæti laus á sýningarnar þannig að
áhugasamir geta náð í skottið á hinum
harmræna trúði Verdis.
Ólafur Kjartan Sigurðarson fer
mikinn í titilhlutverkinu og Þóra
Einarsdóttir og Jóhann Friðgeir
Valdimarsson sýna einnig mikil til-
þrif í hlutverkum Gildu og hertogans
af Mantúa.
Verdi skilar rúmum 20 milljónum í kassann
Tónlistarmaðurinn Ívar
Helgason, sem hefur
gefið út sína fyrstu plötu,
Jólaljós, ræðst ekki á
garðinn þar sem hann
er lægstur heldur leggur
allt undir. Hann auglýsir
diskinn í strætóskýlum
og heldur útgáfutónleika
í Salnum í Kópavogi nú í
kvöld, föstudag, ásamt
fjölda færra hljómlistar-
manna; strengjasveitar,
Sigurðar Flosasonar og
kórs Flensborgarskólans.
„Tónleikarnir verða í
anda plötunnar, glæsi-
legir og einlægir,“ segir
hann hresslega. Á plöt-
unni eru bæði klassískar
jólaperlur og ný jólalög.
Ívar hefur lengst af
starfað sem söngleikari
í hinum þýskumælandi
heimi en hefur frá því að
hann kom heim verið í
Þjóðleikhúsinu.
Leggur allt
undir
Stórfótur snýr
aftur
Hljótt hefur verið um
plötusnúðinn og þúsundþjala-
smiðinn Kristján Jónsson,
eða Kidda Bigfoot, en hann
ætlar nú að hasla sér völl á
kunnuglegum slóðum. Hann
hefur verið ráðinn plötusnúður
og tónlistarstjóri á veitinga- og
skemmtistaðnum New Square
í Strætóhúsinu á Lækjartorgi.
Kiddi er einn reyndasti plötu-
snúður landsins og ætlar sér að
endurvekja stemninguna sem
ríkti á Skuggabarnum og Astró
með blöndu af tónlist níunda
og tíunda áratugarins og nýrri
tónlist. Þá er
Kiddi einnig
kominn í út-
varpið og mun
standa vaktina
á laugardags-
kvöldum í
vetur frá kl.
átta til mið-
nættis.
Stjórnlaust tund-
urskeyti
Ögmundur Jónasson hefur vakið mikla
furðu innan eigin flokks og utan fyrir
hugmyndir sínar um að helst beri að
ljúka ESB-viðræðunum fyrir hádegi á
morgun og klára málið fyrir áramót.
Árni Þór Sigurðsson, þingflokksfor-
maður hans, hefur þegar snuprað hann
og samráðherrar hans í báðum flokkum
vita ekki sitt rjúkandi ráð. Hann hafði
lofað að vera þægur gegn því að hann
fengi að koma aftur inn í ríkisstjórnina
og þykir Steingrími J. Sigfússyni,
Jóhönnu Sigurðardóttur og flestum
samherjum hans við ríkisstjórnarborðið
að skammtímaminnið hafi brugðist ráð-
herranum. Þetta fólk spyr sig nú hvort
þetta sé forsmekkurinn að fríspilandi
Ögmundi í hverju stórmálinu af öðru og
nú virðist sem tvö stjórnlaus tundur-
skeyti, Jón Bjarnason og Ögmundur,
séu í stjórninni.
Annað lag á
leiðinni og það
er unnið í sam-
vinnu við Haff
Haff og Krumma
í Mínus
Nú þegar hafa
um 4.000 manns
séð þessa sígildu
óperu ...
Ólafur Kjartan
Sigurðarson
hefur farið á
kostum í hlut-
verki Rigoletto
fyrir fullu
húsi í Íslensku
óperunni.
Fimm stjörnur – vel löðraðar
Bíddu, bíddu, bíddu, var ekki Ósk vinkona
okkar á fullu í Krossinum? Veit að Gunnar
verður rosalega ánægður með þetta lag
og myndband. 9.000 Maríubænir? Held
að gæinn sem sá um stafina og grafíkina
fái viku aukalega í hreinsunareldinum
fyrir sína vinnu þarna. Þetta er náttúrlega
rosalegt dæmi, ég vil bara fá dúett með
henni og Ásdísi Rán strax, sko. Ósk er alveg
„hot“. Mér finnst hún reyndar fullmikið
klædd í þessu myndbandi, sko,
en ég meina, hver segir að dr.
Alban hafi ekki haft úrslitaáhrif
á þróun tónlistar í mannkyns-
sögunni? Þetta eru fimm
stjörnur, vel löðraðar
og góðar.“
Erpur Eyvindarson,
„Blaz Roca“, tónlistar-
maður
Þarf að vinna töluvert betur
„Laglínan er ágætlega grípandi en þetta er
frekar svona eins og einn kafli úr lagi. Ég er
svo sem enginn sérfræðingur í danstónlist
en ég myndi vilja fá meira lag út úr þessu;
einfalt er oft gott en þetta er einum of
einfalt fyrir minn smekk. Klára að semja
lagið, segi ég. Ágætis demó en fyrir mér
eiginlega bara demó sem gefur forsmekk
að fínu lagi hjá Ósk.“
Aðalheiður Ólafsdóttir, söng- og útvarpskona
Skárra en hjá Ásdísi Rán
„Þetta er skárra lag en Ásdís
Rán sendi frá sér. Það má eiga
það. Ég var hissa á því hvað
Ósk Norðfjörð náði að púlla
sönginn í þessu, það er flottur
karakter í þessu hjá henni. En á
móti kemur að sándin sem eru
notuð í laginu hljóma mjög ódýr
og draga það niður. Það vantar
smá kjöt á beinin. Því miður. Ég
gæti ekki fyllt nein dansgólf með
þessu lagi eins og það hljómar
núna. Ég myndi mixa það upp
á nýtt, vinna betur í bítinu á því
og ydda nokkur leiðandi sánd
aðeins betur, því það leynist
ágætur partí-hittari þarna undir.
Leyfið öðru fólki að gera „remix“
af þessu og talið svo aftur við
mig.“
Páll Óskar Hjálmtýsson
tónlistarmaður