Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 40
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
JÓLAANDINN Á GEYSI
4 gerðir af grafl axi með mangódill-
sósu, kryddbrauði og klettasalati.
Seljurótarsmakk með truffl uolíu.
Appelsínu önd með eplasósu, sæt-
kartöfumauki, döðlum og eplum.
Heitur súkkulaðibrunnur
með ris a la mande.
Verð kr. 5.900
Föstudaga til sunnudaga eftir kl. 18.00
HÁTÍÐAMATSEÐILL4 rétta
hverfi aldrei en maður lærir að lifa með honum.
Það er það sem ég hef reynt að gera; maður bogn-
ar en brotnar ekki. Fyrstu mánuðina hefði ég vilj-
að hverfa með honum, það var þannig. Ég sá ekki
fram í næsta dag. Svo fór ég að sjá glitta í næstu
viku, loks næsta mánuð. En ég held að það muni
alltaf blunda í mér reiði yfir þessu. Svo held ég
að tíminn færi mér friðinn smátt og smátt aftur.
Auðvitað urðu tímamót um daginn – komið ár. En
sorgin á sér engin tímamörk. Hún verður bara að
fá að vera þarna, við mæðgurnar þurfum að taka
henni og viðurkenna hana og þora að viðurkenna
tilfinningarnar sem koma upp og eru eins og öldu-
gangur. Aldan brotnar á manni og svo lygnir inni á
milli.“ Hún lýsir því hvernig ólíkar aðstæður kalla
minningarnar fram.
„Maður stendur úti í búð og fer að gráta. Maður
sér eitthvað í hillunni sem minnir á, jafnvel veðrið
úti. Mér fannst erfitt þegar haustið kom og ég
fór að sjá haustlitina aftur og finna kuldann, þá
hrönnuðust minningarnar um atburðinn upp. Það
þarf lítið til, en síðan lærir maður og góðu minn-
ingarnar koma fram aftur. Þá stend ég og hugsa
um góða tíma og gleðin yfir minningunum kemur
aftur í stað nístandi sársaukans,“ segir hún.
„Margir hafa sagt við mig að ég hafi verið algjör
prinsessa. Hann bar mig á höndum sér. Hann var
líka svo mikill pabbi. Hann var duglegur og sam-
viskusamur, hugsaði um heimilið, eldaði matinn.
Við vorum svo samrýmd. Hann var svo mikið með
dætrum sínum. Sú yngri man vel eftir honum,
þrátt fyrir ungan aldur, og því sem við vorum að
gera og teiknar jafnvel af honum myndir á leik-
skólanum. Ég lít á það sem mitt hlutverk og fólks-
ins í kring að rifja upp tíma þeirra með honum,
skoða myndir og tala um hann og leyfa honum
að vera með okkur þótt hann sé farinn. Þegar við
gerum eitthvað þá segi ég: „Munið þið þegar við
gerðum þetta með pabba, munið þið hvað hann
sagði þá?“ Og hann tók þátt í starfi Erlu.
„Þormóður var ekki trúarlega feiminn. Ég held
að hann hafi í grunninn verið trúaður. Hann fylgdi
mér alltaf eftir. Alltaf þegar ég gerði eitthvað kom
hann með og var stoltur og sýndi mér alltaf að
hann væri það og talaði um það alls staðar. Hann
mætti alltaf þegar ég tók að mér hlutverk í kirkj-
unni. Hann kom með stelpurnar og sat á fremsta
bekk og fylgdist með. Honum fannst ekkert eðli-
legra en að ég færi þennan veg að verða guðfræð-
ingur, enda var afi hans prestur og hann alinn upp
í trúarlegu umhverfi. Það er gott að eiga maka
sem kann líka að meta kirkjuumhverfið. Ég segi
þó ekki að hann hafi verið kirkjurækinn þannig,
en honum fannst gott að koma í kirkju. Það er því
kaldhæðið að dagurinn sem ég útskrifast með
embættisprófið mitt er dánardagurinn hans.“
Gerir hluti sem minna á pabba
Á þeim tíma vann hún í Dómkirkjunni, eins og
áður sagði, en var boðið að leysa af sem miðborg-
arprestur í hálft ár í fæðingarorlofi hans frá janú-
ar síðasta. „Traustið sem ég fékk í mínu ástandi
þarna var ómetanlegt. Ég gerði allt sem af vígsl-
unni krefst nema að gifta, jarða og skíra. Ég tók á
móti fólki í viðtöl. Það eru forréttindi að fá svona
starfsþjálfun og geta gefið af sér og gefið til baka
á þessum tíma. Svo lauk minni starfsþjálfun þar.
Það passaði þá að geta tekið pásu og haldið betur
utan um stelpurnar. Þetta var fyrsta sumarið þar
sem Auður Rós var í þriggja mánaða fríi svo ég tók
Freydísi Lilju úr leikskólanum og við vorum heima
í sumar og nutum umhverfisins heima.
Ég reyni að halda í það sem hann hefði gert með
þeim, svo þær finni ekki að það sé allt horfið. Hann
var duglegur að fara með þær í sund og út að leika.
Hann átti erfitt með að sitja heima og vildi vera úti
í náttúrunni með þeim. Hann var alltaf duglegur að
veiða með þeim. Ég hef ekki verið dugleg við það,
en gerði það samt í sumar. Við fórum til Norður-
Noregs, út á árabát og við veiddum. Við áttum þar
frábært sumar,“ segir hún og bætir við: „Ég verð
að segja að það nærir mig heilmikið að fá að vera
mamma og eiga góðan tíma með stelpunum mín-
um. Stundum þegar við eigum ofsalega bágt heima,
setjum við tónlistina í botn, dönsum og fíflumst. Við
reynum að hlæja og örva jákvæðnina og bjartsýnina
því við verðum að halda áfram.“
Og það sem hjálpaði þeim mæðgum var hve stór-
fjölskyldan stóð þétt saman sem fyrr, en einnig sá
mikli stuðningur sem vinir þeirra og kunningjar
sýndu þeim. Vinahjón þeirra Þormóðs komu til að
mynda, elduðu, þrifu og sáu um stelpurnar þeg-
ar Erla Björk átti sínar erfiðustu stundir. Annar
kom og sá um fjármál hennar. „Hann var fjármála-
stjóri minn og félagsstjóri,“ segir hún kankvís. „Ég
gleymi þessu aldrei. Það er algjörlega ómetanlegt
að eiga svona fólk að. En ég verð einnig ævinlega
þakklát því fólki sem gaf mér svigrúm til að þurfa
ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Það var settur upp
söfnunarreikningur fyrir mig og dætur mínar,
sem leiddi til þess að ég gat fest kaup á íbúð. Það
er ómetanlegt að geta skapað öryggi í kringum
börnin og geta hjálpað þeim í framtíðinni. Nú eig-
um við framtíðarsjóð. Það væri óbærilegt að sitja
uppi með fjárhagsáhyggjur ofan á hinar.“
Tók þá ákvörðun að halda áfram
En ár er ekki langur tími. „Margir halda að maður
sé brattari en maður er og ég held að það sé eðli-
legt. Lífið heldur áfram, þótt mér hafi fundist í
fyrstu sem það mætti ekki halda áfram. Ég fylgd-
ist með strætó á áætlun; bíddu, má strætó ganga?
Ég horfði á fréttir; bíddu, má ræða svona hvers-
dagsleg mál? Vitiði ekki hvað gerðist? Maðurinn
minn dó. En auðvitað heldur lífið áfram og auðvi-
tað er hversdagurinn til, þótt mér finnist ég ekki
endilega lifa í honum. Það er sjálfsagt og eðlilegt
að fólk sé fljótt að gleyma. Dauðinn er hluti að líf-
inu. Hann kemur að lokum og hann stoppar ekki
allt. Það er von í því að fólk haldi áfram,“ segir
Erla.
„Svo verður maður að taka ákvörðun sjálfur.
Ætla ég að taka þátt og vera með og halda áfram
að lifa eða ætla ég að dvelja á þessum stað áfram?“
Og Erla hefur valið: „Ég hef verið dugleg að vinna
mig út úr þessu áfalli. Ég er heppin því ég er opin
og einlæg í eðli mínu. Ég leyfi mér að tala um hlut-
ina og vera opin með tilfinningar mínar. Ég tala
um það hvernig mér líður og hef reynt að finna
mér jákvæðan farveg til að vinna mig út úr þessu
– þótt ég haldi ekki að fólk sem missir á þennan
hátt vinni sig algjörlega út úr þessum öldudal.“
Hluti af því er að hlaupa, vera ein og hugsa, fá
útrás, stunda fótbolta eins og hún gerði sem barn
og vera innan um fólk.
„Það er svo gott að finna kraftinn, skora og vera
sigurvegari. Þetta get ég. Allar slíkar tilfinningar
eru hvatning í sorgarferli. Maður er alltaf í fjall-
göngu, klífur á toppinn en fer svo aftur niður og
þá er ekkert að gera nema að príla aftur upp, missa
ekki móðinn og finna að maður hefur þrek og að
sigurvegari býr innra með manni.“ Því víst sé að
enginn veit sína ævina fyrr en öll er. „Maður veit
víst ekki neitt og getur ekki gert ráð fyrir neinu.
Við lifum einn dag og getum ekki ímyndað okkur
að heimurinn snúist á hvolf á einni nóttu, að ekk-
ert verði eins og allt breytist. Það sem við gengum
að er allt í einu horfið.“ En rétt eins og lukkan er
hrifsuð úr höndum fólks getur hún birst aftur. Sér
Erla Björk fyrir sér að verða aftur ástfangin?
„Það kemur kannski að því einhvern tíma að
ég finn mig í því. Ég veit það þó ekki. Ég er ekki
komin svo langt. Kannski verð ég heppin og verð
ástfangin tvisvar á ævinni. Ég er ekkert leitandi að
því akkúrat núna. Það er ómögulegt að segja og
erfitt að vita hvert lífið leiðir. Maður og ást. Það er
kannski verkefni framtíðarinnar.“
Maður er alltaf í
fjallgöngu, klífur
á toppinn en fer
svo aftur niður og
þá er ekkert að
gera nema að príla
aftur upp, missa
ekki móðinn og
finna að maður
hefur þrek og að
sigurvegari býr
innra með manni.“
40 viðtal Helgin 19.-21. nóvember 2010