Fréttatíminn - 19.11.2010, Blaðsíða 22
„Allt í einu
eru allir
farnir að tala
við mann
um einhvern
Ben hjá
New York
Times. Ben
þetta, Ben
hitt. Í þeirri
umræðu
er maður
kominn
eins langt
frá tilgangi
leikhússins
og hægt er.
Þó að þetta
sé fyndið í
fáránleika
sínum þá
er þetta um
leið óþol-
andi.“
H
ann heitir Ben,“ segir
Gísli og glottir.
Við erum að tala um
gagnrýnanda New York
Times, Ben Ratliff. Að
sögn Gísla mætti halda
að umræddur maður væri eini gagnrýn-
andinn í borginni því að hann er sá sem
ræður því hvaða sýningar lifa í New York
og hverjar floppa. Í orðsins fyllstu merk-
ingu.
Um helgina fljúga Gísli Örn, Ingvar E.
Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, og
fleiri úr hópnum sem stendur að Ham-
skiptunum, vestur um haf og þann 30.
nóvember verða Hamskiptin frumsýnd
í BAM-leikhúsinu í New York. Alls eru
fyrirhugaðar átta sýningar og er upp-
selt á þær allar. Ben ætlar að mæta á eina
þeirra.
Gísla f innst þessi Ben-uppákoma
greinilega bæði ógnvekjandi og fyndin.
„Þessi sýning okkar í New York er stór
stund og það hefur verið mikil vinna að
undirbúa hana. Að margra mati gætu
Hamskiptin gengið mjög vel í Ameríku.
En það veltur allt á þessum eina gagnrýn-
anda. Það er bara þannig að ef hann segir
„yes, it‘s on“ þá eigum við jafnvel mögu-
leika á að fara með sýninguna á Broad-
way. Ef hann segir að þetta hafi ekki verið
nógu gott þá getum við bara gleymt því,“
upplýsir Gísli og pantar sér svart te þar
sem við sitjum á Kaffi París á þriðjudags-
morgni. Á næstu borðum sitja túristar
og stöku útigangsmaður sem hefur flúið
rigninguna fyrir utan.
Gísli segir hryllingssögu af vini sínum
sem hafði sett upp verkið Veisluna í Lond-
on með góðum árangri. „Sýningin var
mikið „success“ þannig að hún var færð
upp á Broadway. Uppsetningin kostaði
mörg hundruð milljónir króna. Svo kom
frumsýning. Ben mætti og sagði bara
„nei, þetta er ekki nógu gott“. Tíu dögum
síðar varð að loka og framleiðandinn tap-
aði nokkur hundruð milljónum.
Þetta er rosalegt! Allt í einu eru allir
farnir að tala við mann um einhvern Ben
hjá New York Times. Ben þetta, Ben hitt.
Í þeirri umræðu er maður kominn eins
langt frá tilgangi leikhússins og hægt
er. Þó að þetta sé fyndið í fáránleika sín-
um þá er þetta um leið óþolandi. Það er
óþolandi yfirhöfuð þegar gagnrýnendum
er gert hátt undir höfði. Þegar þeir eru
orðnir mælikvarði hvort sýning sé góð
eða vond. Og maður er sjálfur sekur um
að hafa notað stjörnugjöf og svoleiðis í
markaðssetningu. Í dag finnst mér það
röng þróun.“
Er það toppurinn á leiklistartilverunni
að komast á Broadway?
„Nei, alls ekki. Það er bara mikið
„hype“ í kringum það. Maður hefur heyrt
talað um Broadway frá því maður byrjaði
í leiklist, rétt eins og West End í London.
Þegar einhver fór að tala um að við kæm-
umst kannski á Broadway með sýningar
þótti okkur það auðvitað dálítið merki-
legt. Enda væri það vissulega sérstakur
áfangi ef svo færi. Við höfum oft kitlað
markaðinn í New York, bæði með Rómeó
og Júlíu og Hamskiptunum, og komist ná-
lægt því að ná í gegn. Við vorum t.d. með
undirritaðan samning í höndunum um að
fara með Rómeó og Júlíu á Broadway. En
hann var svo lélegur að ég hafnaði honum
á síðustu stundu.“ Þarna er Gísli að vísa
í leikhópinn Vesturport, sem hefur ekki
bara valdið straumhvörfum í íslensku
leiklistarlífi, heldur margoft borið hróður
íslenskrar leiklistar út fyrir landsteinana,
nú síðast með uppfærslu leikhópsins og
Borgarleikhússins á Faust í London.
Gísli segir ameríska leiklistarmarkað-
inn gríðarlega peningadrifið fyrirbæri.
„Að vissu leyti virðist þetta bara snúast
um að fá Tony-verðlaun og græða pen-
inga. En svo horfir maður framhjá því,
vegna þess að hvort sem það er á Broad-
way eða í Borgarleikhúsinu þá er galdur-
inn og verðlaunin að vera með fólkinu á
sviðinu og úti í sal. Þá hugsar maður í auð-
mýkt um hvað þetta eru mikil forréttindi,
því það er alltaf gefandi. Það er alltaf jafn
mikil áskorun og jafn merkilegt. Það að
fá tækifæri til að gera það í New York eru
líka forréttindi og það væri tilgerðarlegt
að ætla að gera lítið úr því. “
Hélt verðlaunin vera Nígeríusvindl
Árið hefur verið viðburðaríkt. Gísli er
nýkominn frá London, þar sem Vestur-
port, í samstarfi við Borgarleikhúsið,
sýndi Faust í hinu virta Young Vic leik-
húsi. „Það var dálítið fullorðins,“ segir
hann um þá reynslu. „Alvöru pressa.
Alltaf þegar við komum til London með
sýningar velti ég því fyrir mér hvort þetta
sé síðasta skiptið okkar. Á þetta eftir að
selja miða? Á fólk eftir að verða ánægt
með þetta? Því ef þetta floppar þá komum
við kannski aldrei aftur. Þá er ævintýr-
ið úti. Og vissulega voru dómarnir mis-
munandi en þá erum við aftur komin að
því sem á ekki að skipta máli. Þannig að
eftir stendur upplifun sem var á alla kanta
ánægjuleg.“
Að vanda var Gísli með óþarfa áhyggj-
ur. Fást gekk fyrir fullu húsi í heilar sex
vikur. Gísli hefur þó örlitla reynslu af
hinni hliðinni á teningnum, því fyrsta
sýningin hans fór á hausinn. Það var
söngleikurinn Rocky Horror, sem hann
setti upp í Noregi um tvítugt. „Ég byrjaði
á botninum, náði bara góðri spyrnu þaðan
og áttaði mig á því hvernig ætti ekki að
gera hlutina,“ upplýsir hann.
Í haust var tilkynnt að Vesturport fengi
evrópsku leiklistarverðlaunin í ár en það
eru virtustu leiklistarverðlaun heims.
„Þessi verðlaun sem við fáum kallast
„New Theatrical Realities“ og eru eins
konar frumkvöðlaverðlaun. Þegar það
var hringt í okkur vegna verðlaunanna
héldum við fyrst að um einhvers konar
Nígeríusvindl væri að ræða. Á línunni var
einhver ráðuneytis-Ítali sem talaði mjög
lélega ensku og sagði að við yrðum að
skrifa undir einhverja pappíra: „You sign!
You Sign! You happy? You happy?“ Svo átt-
uðum við okkur smátt og smátt á þessu
og þetta þykir víst góð viðurkenning. Það
vantar að minnsta kosti ekki umstangið
í kringum afhendinguna, sem verður í
Pétursborg í apríl á næsta ári. Við eigum
að mæta með Faust, Hamskiptin og sýna
brot úr því sem við ætlum að gera næst.
Evrópuráðið býður sjö hundruð gagnrýn-
endum, leikhússtjórum og fleirum til að
sjá þetta. Þannig sjá viðstaddir fyrir hvað
verið er að verðlauna okkur. Þetta verður
áhugavert.“
Eldskírn hjá Disney
Ferðalög eru stór hluti af tilveru leik-
arans. Fyrir tveimur árum dvaldi Gísli
í fimm mánuði í Marokkó við tökur á
Disney-myndinni Prince of Persia, sem
var frumsýnd fyrr á þessu ári. Á meðal
leikara voru Hollywood-leikararnir víð-
frægu Jake Gyllenhaal og Ben Kingsley.
„Ég fékk það verkefni út á sýningarnar á
Rómeó og Júlíu. Þegar ég hitti leikstjór-
ann, Mike Newell, sagði hann eftir smá
spjall: „Varst þú ekki Rómeó í Rómeó og
Júlíu?! Ég játti því og þá sagði hann orð-
rétt: „Best fucking thing I’ve ever seen, I
want you to play the part.“ Eftir að Jerry
Bruckheimer sá svo einhverjar klippur úr
íslenskum myndum sem ég hafði leikið
í var ég ráðinn. Mike mætti svo á Faust
núna í London. Það væri óskandi að ein-
hver annar leikari úr hópnum fengi að
vera í næstu myndum hans. Enda sagði
hann aftur: „That was fucking great.“ Ég
undirbjó mig eins vel og ég gat og mætti
svo á tökustað þar sem ég átti að vinna
með leikurum sem ég hafði fram að því
bara séð í heimspressunni og slúðurblöð-
unum. Maður dílaði við þetta klassíska
dílemma leikarans um að maður ætti
eftir að gera allt vitlaust og að leikstjór-
inn myndi öskra fyrir framan alla „hvaða
bjáni ... hver kom með ... HVAÐ ER MÁL-
IÐ MEÐ ÞENNAN?! Þú ert REKINN!!!
Auðvitað var þetta ákveðin eldskírn og
svipuð tilfinning og þegar ég fór í inn-
tökupróf í Leiklistarskólann. Mér leið
eins og ég kynni ekkert. Allt í einu var
Ben Kingsley að leika á móti mér ...“
Hvernig var hann?
„Hann er mjög prívat. Til að byrja með
heilsaði hann bara þegar hann mætti en
það fór ekkert spjall af stað. Ég kynntist
honum ekkert áður en ég fór í tökurn-
ar með honum. Vissi bara að ég væri að
fara að leika á móti Gandhi í fyrsta skipti.
Maður væri ekki mannlegur ef það tæki
ekki pínulítið á taugarnar! Svo þurfti ég
að losa mig við allt það og ná að vera í því
augnabliki sem ég átti að vera að leika í
myndinni. Komast fram hjá hugsuninni
„ú, þetta er Ben Kingsley! En það er jú
vinna manns. Og manni líður alltaf eins
Ben-tu í vestur!
Spenntur? Það er ekki laust við það. Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn
Garðarsson hefur ríka ástæðu til að vera fullur eftirvæntingar því hann
er á leið til New York um helgina ásamt fríðu föruneyti. Tilefnið er sýningar
á leikritinu Hamskiptunum þar í borg. Gísli Örn sagði Heiðdísi Lilju Magn-
úsdóttur frá ævintýrum síðustu ára og gagnrýnandanum sem hefur örlög
Hamskiptanna í hendi sér. Ljósmynd/Hari
og maður hafi aldrei lært neitt eða búi
ekki að neinni reynslu. Að það sé árið
núll.“
Ég verð að spyrja um Jake Gyllenhaal ...
„Fyrsta takan mín með Jake, sem
var reyndar fyrsta senan sem var tekin
upp með mér, var þannig að við vorum
í svaka bardaga. Við vorum búnir að
æfa mikið með bardaga-kóreógröfum
en höfðum aldrei æft bardagann hvor
á móti öðrum. Þegar það kom að þessu
töluðum við aðeins um þetta og svo var
bara „action“. Sverðin skullu saman og
svo brotnaði þumallinn á mér þegar Jake
dúndraði sverðinu sínu beint á puttann
á mér. Þannig var nú fyrsti dagurinn í
Hollywood. En ég er að verða vanur því
að brotna í vinnunni. Björn Hlynur braut
á mér nefið í Brimi.“
Á tali við Gandhi
Gísli leikur einn aðalskúrkinn í mynd-
inni og er nánast óþekkjanlegur í þeirri
múnderingu sem hlutverkinu fylgdi. „Svo
lék ég bara senurnar aftur og aftur og
fann smám saman hvernig sjálfstraustið
byrjaði að koma. Hugsaði „Já, ókei. Það
er enginn búinn að öskra „cut - þú ert
rekinn!“ Svo þegar ég fór loks að ræða
við Ben Kingsley þá kom í ljós að hann
er auðvitað „nice“ gæi. Það er venjulegur
maður þarna á bak við.“
Þannig að þið eruð bara bestu vinir?
„Við erum það, ég, hann og fimmta
konan hans! Ég held að hann sé búinn að
gifta sig fimm sinnum.
Þetta hljómar allt hálf fjarstæðukennt.
Einhver gaur frá Reykjavík að leika í
Hollywood-mynd af þessari stærðar-
gráðu ...“
„Það er það. En svo má maður ekki
Framhald á bls. 24
22 viðtal Helgin 19.-21. nóvember 2010